„Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 22:09 Vísir/Hulda Margrét Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld þegar Njarðvíkingar héldu lífi í seríunni gegn Álftanesi með stórsigri 107-74 í kvöld. Njarðvíkingar eru minnkuðu muninn í seríunni gegn Álftanesi í IceMar-höllinni í kvöld og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn kemur með 33 stiga sigri í kvöld. „Þetta er alltaf erfitt þegar bakið er komið upp við vegg. Við urðum að koma í þetta með miklu meiri orku heldur en í fyrstu tveimur leikjunum. Það er föstudagskvöld og við vissum að það yrði frábær úrslitakeppnisandi yfir þessu og ég er mjög ánægður að bregðast ekki aðdáendum okkar í kvöld,“ sagði Mario Matasovic eftir sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar komu virkilega vel út úr hálfleiknum og læstu leiknum varnarlega í seinni hálfleik með frábærri svæðisvörn. „Við höfum alltaf haft þetta [þessa svæðisvörn] en núna var bara meiri neyð í henni. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta 50/50. Í hálfleik þá ákváðum við að fara út og gefa gjörsamlega allt í þetta og sjá hvert það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvíkinga í dag en hann skoraði 23 stig og reif auk þess niður 13 fráköst. „Þetta er eins og það er. Þegar þú færð þetta 'momentum' og allt er að detta fyrir okkur. Eins og ég sagði þá gáfum við allt í þetta varnarlega, náðum stoppum og eftir það kom sókarleikurinn nokkuð þægilega“ Undir lok leiks voru Njarðvíkingar farnir að leika sér og henda í alley oop sendingar við mikinn fögnuð áhorfenda. „Þetta var frábært. Öll orkan var með okkur, við vorum að setja skotin okkar og spila vel sem lið. Við vorum vorum að deila boltanum vel og finna aukamanninn og aðdáendurnir sáu það og það myndaðist frábær stemning og orka og ég er ánægður með að ná sigrinum“ Aðspurður um hvort að sigrar eins og þessi geti haft þau áhrifa að það geti snúið seríunni var Mario Matasovic vongóður. „Ég held það. Þetta var „statement“ sigur. Við komum út og unnum með þrjátíu stigum en núna þurfum við að fara til þeirra og halda áfram frá því sem frá var horfið hér í kvöld,“ sagði Mario Matasovic að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Njarðvíkingar eru minnkuðu muninn í seríunni gegn Álftanesi í IceMar-höllinni í kvöld og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn kemur með 33 stiga sigri í kvöld. „Þetta er alltaf erfitt þegar bakið er komið upp við vegg. Við urðum að koma í þetta með miklu meiri orku heldur en í fyrstu tveimur leikjunum. Það er föstudagskvöld og við vissum að það yrði frábær úrslitakeppnisandi yfir þessu og ég er mjög ánægður að bregðast ekki aðdáendum okkar í kvöld,“ sagði Mario Matasovic eftir sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar komu virkilega vel út úr hálfleiknum og læstu leiknum varnarlega í seinni hálfleik með frábærri svæðisvörn. „Við höfum alltaf haft þetta [þessa svæðisvörn] en núna var bara meiri neyð í henni. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta 50/50. Í hálfleik þá ákváðum við að fara út og gefa gjörsamlega allt í þetta og sjá hvert það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvíkinga í dag en hann skoraði 23 stig og reif auk þess niður 13 fráköst. „Þetta er eins og það er. Þegar þú færð þetta 'momentum' og allt er að detta fyrir okkur. Eins og ég sagði þá gáfum við allt í þetta varnarlega, náðum stoppum og eftir það kom sókarleikurinn nokkuð þægilega“ Undir lok leiks voru Njarðvíkingar farnir að leika sér og henda í alley oop sendingar við mikinn fögnuð áhorfenda. „Þetta var frábært. Öll orkan var með okkur, við vorum að setja skotin okkar og spila vel sem lið. Við vorum vorum að deila boltanum vel og finna aukamanninn og aðdáendurnir sáu það og það myndaðist frábær stemning og orka og ég er ánægður með að ná sigrinum“ Aðspurður um hvort að sigrar eins og þessi geti haft þau áhrifa að það geti snúið seríunni var Mario Matasovic vongóður. „Ég held það. Þetta var „statement“ sigur. Við komum út og unnum með þrjátíu stigum en núna þurfum við að fara til þeirra og halda áfram frá því sem frá var horfið hér í kvöld,“ sagði Mario Matasovic að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Sjá meira