Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2025 09:00 Steinunn Björnsdóttir spilaði sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd í fyrrakvöld. Hún fer fyrir liðinu sem gerir kröfu um brottrekstur Ísraels úr alþjóðlegri keppni. Vísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. Ísland vann öruggan sigur á Ísrael í gærkvöld við furðulegar aðstæður. Þær fögnuðu HM-sæti í tómu húsi en gerðu það með því að setja hendur yfir auglýsingu ísraelska fyrirtækisins Rapyd sem er einn meginstyrktaraðili HSÍ. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikirnir við Ísrael voru sannarlega umdeildir. Þeir hafa kallað á mótmæli, ákall eftir sniðgöngu og mikla óvissu fyrir leikmenn íslenska liðsins. Lögregluyfirvöld gripu þá inn í og hertu öryggisgæslu. Í ljósi þessa sendu leikmenn liðsins frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðstæðurnar vegna leikjanna eru sagðar óásættanlegar. „Okkur í landsliðinu fannst mikilvægt að koma okkar skoðunum á framfæri eftir þessa upplifun okkar. Þrátt fyrir að Arnar hafi kjarnað þetta virkilega vel eftir leikina í gær. Liðið var staðráðið í að vilja segja aðeins frá okkar upplifun og okkur fannst mikilvægt að koma okkar skoðun á framfæri,“ segir landsliðsfyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir í samtali við íþróttadeild. Hver var þessi upplifun og hvað gekk á í aðdraganda leikjanna? „Þetta var virkilega mikil óvissa. Við fáum þær upplýsingar að við eigum að spila fyrir luktum dyrum og fáum í raun ekki mikil svör við því af hverju sú ákvörðun var tekin. En að sjálfssögðu virðum við þá ákvörðun og það var rétt hjá HSÍ að fara að fyrirmælum ríkislögreglustjóra,“ „Við leikmenn vitum lítið sem ekkert. Það er að sjálfsögðu einhver ótti og óvissa sem fylgdi þessu,“ segir Steinunn í samtali við íþróttadeild. Stelpurnar ekki hin raunverulegu fórnarlömb Vegna þessara aðstæðna sem skapast við að mæta Ísrael, auk þess sem hefur átt sér stað í Palestínu, skora landsliðskonur Íslands á íþróttahreyfinguna að beita sér fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka í alþjóðlegum íþróttaviðburðum. „Við erum að skora á HSÍ og alþjóðaíþróttahreyfinguna að endurhugsa og endurskoða þá ákvörðun að leyfa Ísrael yfirhöfuð að taka þátt í svona keppnum og setja leikmenn í þessar flóknu aðstæður,“ segir Steinunn. Er léttir að þessu verkefni sé lokið? „Ég ætla að vera alveg heiðarleg. það er léttir að þetta sé búið. En mig langar samt að árétta að ég veit að við erum ekki fórnarlömbin í þessum aðstæðum. Við vitum hvar þau eru og hugur okkar er að sjálfsögðu þar,“ segir Steinunn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Palestína Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Ísland vann öruggan sigur á Ísrael í gærkvöld við furðulegar aðstæður. Þær fögnuðu HM-sæti í tómu húsi en gerðu það með því að setja hendur yfir auglýsingu ísraelska fyrirtækisins Rapyd sem er einn meginstyrktaraðili HSÍ. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikirnir við Ísrael voru sannarlega umdeildir. Þeir hafa kallað á mótmæli, ákall eftir sniðgöngu og mikla óvissu fyrir leikmenn íslenska liðsins. Lögregluyfirvöld gripu þá inn í og hertu öryggisgæslu. Í ljósi þessa sendu leikmenn liðsins frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðstæðurnar vegna leikjanna eru sagðar óásættanlegar. „Okkur í landsliðinu fannst mikilvægt að koma okkar skoðunum á framfæri eftir þessa upplifun okkar. Þrátt fyrir að Arnar hafi kjarnað þetta virkilega vel eftir leikina í gær. Liðið var staðráðið í að vilja segja aðeins frá okkar upplifun og okkur fannst mikilvægt að koma okkar skoðun á framfæri,“ segir landsliðsfyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir í samtali við íþróttadeild. Hver var þessi upplifun og hvað gekk á í aðdraganda leikjanna? „Þetta var virkilega mikil óvissa. Við fáum þær upplýsingar að við eigum að spila fyrir luktum dyrum og fáum í raun ekki mikil svör við því af hverju sú ákvörðun var tekin. En að sjálfssögðu virðum við þá ákvörðun og það var rétt hjá HSÍ að fara að fyrirmælum ríkislögreglustjóra,“ „Við leikmenn vitum lítið sem ekkert. Það er að sjálfsögðu einhver ótti og óvissa sem fylgdi þessu,“ segir Steinunn í samtali við íþróttadeild. Stelpurnar ekki hin raunverulegu fórnarlömb Vegna þessara aðstæðna sem skapast við að mæta Ísrael, auk þess sem hefur átt sér stað í Palestínu, skora landsliðskonur Íslands á íþróttahreyfinguna að beita sér fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka í alþjóðlegum íþróttaviðburðum. „Við erum að skora á HSÍ og alþjóðaíþróttahreyfinguna að endurhugsa og endurskoða þá ákvörðun að leyfa Ísrael yfirhöfuð að taka þátt í svona keppnum og setja leikmenn í þessar flóknu aðstæður,“ segir Steinunn. Er léttir að þessu verkefni sé lokið? „Ég ætla að vera alveg heiðarleg. það er léttir að þetta sé búið. En mig langar samt að árétta að ég veit að við erum ekki fórnarlömbin í þessum aðstæðum. Við vitum hvar þau eru og hugur okkar er að sjálfsögðu þar,“ segir Steinunn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Palestína Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira