Hún ræddi við álitsgjafa og fékk svo með sér í lið Inga Bauer og VÆB bræður og útkoman var nokkuð mögnuð.
Eitt af því sem er lykilatriði í að semja góðan sumarsmell eru að semja textann á íslensku. Álitsgjafarnir þau, Bragi Guðmundsson, Ívar Guðmundsson, Þórdís Valsdóttir og Guðjón Smári völdu öll VÆB-drengina til að semja sumarsmellinn. En VÆB-menn eru á leiðinni í Eurovision fyrir Íslands hönd með lagið Róa.
Ása Ninna afhenti Inga Bauer handrit af lagi og síðan átti hann að græja takta og lagið sjálft. Hér að neðan má sjá hvernig vinnan gekk fyrir sig og heyra má síðan brot úr laginu sjálfur, lagið Lífið er lag.
Brennslan á FM957 leyfði hlustendum sínum að heyra lagið og í kjölfarið áttu þeir að hringja inn og gefa sitt álit. Hér að neðan má heyra hvað fólki fannst um lagið.