Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 10. apríl 2025 22:30 Fyrir nokkrum dögum var viðtal við formann geðráðs í Speglinum á Rúv. Ástæðan var að ekki er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðdeildir í fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Við hönnun á nýjum Landspítala var ekki gert ráð fyrir þeim og bundnar vonir um að úr því yrði bætt með nýju geðhúsi á næstunni, í heilandi umhverfi með batamiðaðri hönnun. Ég ætla ekki að gera lítið úr þörfinni á nýju húsnæði, byggingar geðdeildarinnar eru barn síns tíma og á Hringbraut hefur byggingin að mínu mati aldrei verið heilandi né hentug fyrir starfsemina. En ég verð svolítið hugsi þegar talað er um batamiðaða hönnun og húsnæði, það hljómar að vísu vel og ég efa ekki góðan hug þeirra sem um málið fjalla. En batamiðað húsnæði er ekki nóg þegar innihaldið er ekki af sama meiði. Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna, meðferð er hér að miklu leyti byggð á læknis- og lyfjafræðilegri hugmyndafræði, sem er að mati margra gengin sér til húðar, og undanfarin ár hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gefið út fjölda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um að draga úr þessum áherslum og fara að vinna meira með sálfélagslega þætti, svo sem sögu fólks og samfélagslegar aðstæður. Er ekki gullið tækifæri núna að endurhugsa og breyta þessu úr sér gengna kerfi? Hvernig væri að skoða Trieste-líkanið svokallaða sem var byltingarkennt frumkvöðlastarf hins ítalska geðlæknis Franco Basaglia í Trieste á norðurhluta Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar? Hugmyndafræði hans byggðist á mannréttindum, virðingu og þeirri skoðun að fólk með geðrænar áskoranir ætti ekki að loka inni á stofnunum, heldur ætti að styðja til lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt Trieste-líkanið sem staðal á heimsvísu fyrir samfélagsgeðþjónustu, með áherslum sínum á persónuleg tengsl, fjölskylduþátttöku, bættum lífsskilyrðum og tækifærum til vinnu og tómstunda. Þess má geta að í Trieste er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin með samvinnumiðstöð fyrir rannsóknir og þjálfun í geðheilbrigðismálum. (WHO collaborating Centre for Research and Training in Mental Health). Lykilatriði í hugmyndafræði Trieste-líkansins eru: Lokun hefðbundinna geðsjúkrahúsa og lokaðra geðdeilda: með bráðaplássum á almennum spítölum og legupláss á geðmiðstöðvum. Með 240.000 íbúa eru 6 bráðapláss á almennum spítala og 30 á geðmiðstöðvum í Trieste. Samfélagsgeðþjónusta: þar sem boðið er upp á geðteymi af ýmsum toga, allt eftir þörfum, geðmiðstöðvar með legupláss, áhersla á atvinnuþátttöku og heimili við hæfi, fjölskyldustuðning, fræðslu til almennings til að minnka fordóma og auka inngildingu. Heildræna nálgun: ekki bara lyfjameðferð, heldur áherslu á húsnæði, atvinnu, næringu, félagsleg tengsl og persónulegar óskir. Í Trieste eru samvinnufélög notenda sem reka kaffihús, gistiheimili, gróðurhús og margt fleira. Samvinna: Notendur þjónustunnar eru virkir þátttakendur í meðferðinni og við gerð áætlana, mikil áhersla á samtalið og samstarfið. Opin samtöl (open dialogue) hafa verið tekin inn í meðferð við geðrofi. Þessi nálgun hefur haft áhrif á endurskoðun geðheilbrigðiskerfa víða um heim, árangurinn hefur falist í fækkun innlagna, minnkun nauðungar í meðferð og færri alvarlegum afleiðingum geðrænna áskorana. Hún þykir auðvitað mjög róttæk og það þarf að breyta ýmsu til að koma henni á koppinn Þótt ýmsu hafi verið breytt og fólk ílengist ekki á stofnunum er samfélagsgeðþjónustan hér enn brotakennd, vægast sagt. En hér höfum við tækifæri, við erum fámenn, rík, notendur hafa verið að eflast og við eigum margt ágætt fagfólk. Á Ítalíu hefur líkanið átt undir högg að sækja undanfarið, mjög íhaldssöm öfl hafa reynt að eyðileggja það með ýmsum ráðum, en margir hafa komið því til stuðnings, svo sem geðlæknirinn Allan Francis, sálfræðingurinn Vincento Passante og fleiri. Hér þarf að mínu mati meira en batamiðað húsnæði, hér þarf róttækar breytingar svo að hin svokallaða batamiðaða þjónusta í geðheilbrigðiskerfinu virki ekki eins og sykraður glassúr yfir sama, gamla þreytta kerfið. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Hægt að lesa um Trieste-líkanið: World Health Organization. Guidance on Community Mental Health Services: Promoting Person-Centred andRights-BasedApproaches. WHO, 2021. https://www.who.int/publications/i/item/9789240025707 The Independent, 22 June 2021. https://www.independent.co.uk/independentpremium/world/trieste-mental-health-italy-politics-b1870595.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var viðtal við formann geðráðs í Speglinum á Rúv. Ástæðan var að ekki er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðdeildir í fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Við hönnun á nýjum Landspítala var ekki gert ráð fyrir þeim og bundnar vonir um að úr því yrði bætt með nýju geðhúsi á næstunni, í heilandi umhverfi með batamiðaðri hönnun. Ég ætla ekki að gera lítið úr þörfinni á nýju húsnæði, byggingar geðdeildarinnar eru barn síns tíma og á Hringbraut hefur byggingin að mínu mati aldrei verið heilandi né hentug fyrir starfsemina. En ég verð svolítið hugsi þegar talað er um batamiðaða hönnun og húsnæði, það hljómar að vísu vel og ég efa ekki góðan hug þeirra sem um málið fjalla. En batamiðað húsnæði er ekki nóg þegar innihaldið er ekki af sama meiði. Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna, meðferð er hér að miklu leyti byggð á læknis- og lyfjafræðilegri hugmyndafræði, sem er að mati margra gengin sér til húðar, og undanfarin ár hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gefið út fjölda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um að draga úr þessum áherslum og fara að vinna meira með sálfélagslega þætti, svo sem sögu fólks og samfélagslegar aðstæður. Er ekki gullið tækifæri núna að endurhugsa og breyta þessu úr sér gengna kerfi? Hvernig væri að skoða Trieste-líkanið svokallaða sem var byltingarkennt frumkvöðlastarf hins ítalska geðlæknis Franco Basaglia í Trieste á norðurhluta Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar? Hugmyndafræði hans byggðist á mannréttindum, virðingu og þeirri skoðun að fólk með geðrænar áskoranir ætti ekki að loka inni á stofnunum, heldur ætti að styðja til lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt Trieste-líkanið sem staðal á heimsvísu fyrir samfélagsgeðþjónustu, með áherslum sínum á persónuleg tengsl, fjölskylduþátttöku, bættum lífsskilyrðum og tækifærum til vinnu og tómstunda. Þess má geta að í Trieste er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin með samvinnumiðstöð fyrir rannsóknir og þjálfun í geðheilbrigðismálum. (WHO collaborating Centre for Research and Training in Mental Health). Lykilatriði í hugmyndafræði Trieste-líkansins eru: Lokun hefðbundinna geðsjúkrahúsa og lokaðra geðdeilda: með bráðaplássum á almennum spítölum og legupláss á geðmiðstöðvum. Með 240.000 íbúa eru 6 bráðapláss á almennum spítala og 30 á geðmiðstöðvum í Trieste. Samfélagsgeðþjónusta: þar sem boðið er upp á geðteymi af ýmsum toga, allt eftir þörfum, geðmiðstöðvar með legupláss, áhersla á atvinnuþátttöku og heimili við hæfi, fjölskyldustuðning, fræðslu til almennings til að minnka fordóma og auka inngildingu. Heildræna nálgun: ekki bara lyfjameðferð, heldur áherslu á húsnæði, atvinnu, næringu, félagsleg tengsl og persónulegar óskir. Í Trieste eru samvinnufélög notenda sem reka kaffihús, gistiheimili, gróðurhús og margt fleira. Samvinna: Notendur þjónustunnar eru virkir þátttakendur í meðferðinni og við gerð áætlana, mikil áhersla á samtalið og samstarfið. Opin samtöl (open dialogue) hafa verið tekin inn í meðferð við geðrofi. Þessi nálgun hefur haft áhrif á endurskoðun geðheilbrigðiskerfa víða um heim, árangurinn hefur falist í fækkun innlagna, minnkun nauðungar í meðferð og færri alvarlegum afleiðingum geðrænna áskorana. Hún þykir auðvitað mjög róttæk og það þarf að breyta ýmsu til að koma henni á koppinn Þótt ýmsu hafi verið breytt og fólk ílengist ekki á stofnunum er samfélagsgeðþjónustan hér enn brotakennd, vægast sagt. En hér höfum við tækifæri, við erum fámenn, rík, notendur hafa verið að eflast og við eigum margt ágætt fagfólk. Á Ítalíu hefur líkanið átt undir högg að sækja undanfarið, mjög íhaldssöm öfl hafa reynt að eyðileggja það með ýmsum ráðum, en margir hafa komið því til stuðnings, svo sem geðlæknirinn Allan Francis, sálfræðingurinn Vincento Passante og fleiri. Hér þarf að mínu mati meira en batamiðað húsnæði, hér þarf róttækar breytingar svo að hin svokallaða batamiðaða þjónusta í geðheilbrigðiskerfinu virki ekki eins og sykraður glassúr yfir sama, gamla þreytta kerfið. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Hægt að lesa um Trieste-líkanið: World Health Organization. Guidance on Community Mental Health Services: Promoting Person-Centred andRights-BasedApproaches. WHO, 2021. https://www.who.int/publications/i/item/9789240025707 The Independent, 22 June 2021. https://www.independent.co.uk/independentpremium/world/trieste-mental-health-italy-politics-b1870595.html
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun