Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Rayan Cherki tryggir Lyon jafntefli eftir mistök hjá Andre Onana í marki Manchester United. Getty/Michael Steele Lyon og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikið var í Frakklandi í kvöld. Þetta eru ekki slæm úrslit fyrir Manchester United ekki síst þar sem þeir fengu smá skell eftir tæplega hálftíma leik. Þeir voru samt bara nokkrum sekúndum frá því að vinna leikinn. Joshua Zirkzee kom inn á sem varamaður og hélt að hann hefði skorað sigurmarkið undir lok leiksins. Rayan Cherki tryggði Lyon hins vegar jafntefli með því að skora á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Það var mikil umræða um André Onana fyrir leikinn eftir orðastríð á milli hans ogNemanja Matić, fyrrum leikmanns Manchester United. Matić lét yfirlýsingar kamerúnska markvarðarins fara í taugarnar á sér og kallaði Onana versta markvörð Manchester United. Það fór líka svo að Onana nánast gaf Lyon fyrsta markið í leiknum. Undir lok gerði hann síðan önnur mistök sem kostuðu sigurinn. Thiago Almada tók aukaspyrnu út á kanti á 26. mínútu og sendi boltann í átt að markinu. Enginn Lyon maður kom við boltann sem skoppaði framhjá Onana og í markið. Onana leit mjög illa út og enn verr þegar endursýningar sýndu að hann hafi ekki hitt boltann þegar hann ætlaði að slá hann frá markinu. Það leit út fyrir að Lyon væri að fara inn í hálfleik með forystu en Leny Yoro náði að jafna metin í blálok hálfleiksins. Yoro skallaði þá inn fyrirgjöf Manuel Ugarte í kjölfarið á aukaspyrnu Bruno Fernandes sem heimamönnum tókst ekki að koma almennilega frá. Leikurinn var í jafnvægi í seinni hálfleiknum en gestirnir voru þó aðeins hættulegri í sínum aðgerðum. Það fór líka svo að þeir náðu inn marki. Varamaðurinn Joshua Zirkzee skallaði þá boltann inn úr markteignum á 88 mínútu eftir laglega fyrirgjöf Bruno Fernandes. Það stefndi allt í sigur United en Onana missti skot frá sér út í teiginn og Rayan Cherki fylgdi á eftir og jafnaði metin. Evrópudeild UEFA
Lyon og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikið var í Frakklandi í kvöld. Þetta eru ekki slæm úrslit fyrir Manchester United ekki síst þar sem þeir fengu smá skell eftir tæplega hálftíma leik. Þeir voru samt bara nokkrum sekúndum frá því að vinna leikinn. Joshua Zirkzee kom inn á sem varamaður og hélt að hann hefði skorað sigurmarkið undir lok leiksins. Rayan Cherki tryggði Lyon hins vegar jafntefli með því að skora á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Það var mikil umræða um André Onana fyrir leikinn eftir orðastríð á milli hans ogNemanja Matić, fyrrum leikmanns Manchester United. Matić lét yfirlýsingar kamerúnska markvarðarins fara í taugarnar á sér og kallaði Onana versta markvörð Manchester United. Það fór líka svo að Onana nánast gaf Lyon fyrsta markið í leiknum. Undir lok gerði hann síðan önnur mistök sem kostuðu sigurinn. Thiago Almada tók aukaspyrnu út á kanti á 26. mínútu og sendi boltann í átt að markinu. Enginn Lyon maður kom við boltann sem skoppaði framhjá Onana og í markið. Onana leit mjög illa út og enn verr þegar endursýningar sýndu að hann hafi ekki hitt boltann þegar hann ætlaði að slá hann frá markinu. Það leit út fyrir að Lyon væri að fara inn í hálfleik með forystu en Leny Yoro náði að jafna metin í blálok hálfleiksins. Yoro skallaði þá inn fyrirgjöf Manuel Ugarte í kjölfarið á aukaspyrnu Bruno Fernandes sem heimamönnum tókst ekki að koma almennilega frá. Leikurinn var í jafnvægi í seinni hálfleiknum en gestirnir voru þó aðeins hættulegri í sínum aðgerðum. Það fór líka svo að þeir náðu inn marki. Varamaðurinn Joshua Zirkzee skallaði þá boltann inn úr markteignum á 88 mínútu eftir laglega fyrirgjöf Bruno Fernandes. Það stefndi allt í sigur United en Onana missti skot frá sér út í teiginn og Rayan Cherki fylgdi á eftir og jafnaði metin.
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti