Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Valur Páll Eiríksson skrifar 10. apríl 2025 15:02 Tengdamóðir Hill hringdi á lögregluna og segir hann bæði árásargjarnan og hvatvísan. Rich Storry/Getty Images Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september. NFL Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira
Lögregla var kölluð til heimilis Hill í gærkvöld vegna meints heimilisofbeldis. Alesia Vacaro hringdi í lögreglu en hún er móðir eiginkonu hans, Keetu Hill, sem var á heimilinu ásamt barni þeirra Tyreeks þegar lögreglu bar að garði. Vacaro sagði lögreglu að hún hefði búið með þeim hjónum frá því að barn þeirra fæddist í nóvember í fyrra og að rifrildi milli þeirra væru algeng. Tyreek væri „árásargjarn og hvatvís“ og að hún óttaðist um dóttur sína. Hann hefði fleygt hlutum og látið illum látum, auk þess að grípa í dóttur hennar. Af þeim sökum hafi Vacaro hringt í lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglu fullyrtu bæði Tyreek og Keeta Hill að rifrildi þeirra hafi ekki verið líkamlegt. Tyreek var því sleppt úr haldi og málinu lokið. Ítrekað sakaður um ofbeldi Tyreek Hill hefur reglulega lent í kasti við lögin en hann játaði sök í heimilisofbeldismáli árið 2015 þegar hann játaði að hafa tekið ólétta kærustu sína kverkataki. Hann var af þeim sökum rekinn úr háskólaliði Oklahoma. Hann sætti rannsókn vegna meintrar vanrækslu á börnum sínum 2019 en var ekki kærður. Þá náði komst hann að samkomulagi um greiðslu við hafnarstarfsmann sem hann sló árið 2023 og var ekki kærður. Áhrifavaldurinn Sophie Hall stefndi Hill í febrúar 2024 og sakaði hann um að hafa brotið fótlegg hennar þegar þau léku fótbolta í garði hans. Töluverða athygli vakti þegar Hill var tekinn af lögreglu fyrir utan heimavöll liðs hans Miami Dolphins er hann var á leið sinni að spila fyrsta leik tímabilsins í september í fyrra. Hill var ekki kærður og þá var lögreglumaðurinn sem tók hann fastan sendur í leyfi frá störfum eftir að upptaka úr líkamsmyndavél fór á flug. Hill er talinn á meðal betri útherja NFL-deildarinnar en hann fór frá Kansas City Chiefs til Miami Dolphins árið 2022. Hann á tvö ár eftir af þriggja ára, 90 milljón dala samningi sínum við Dolphins. Leiktíðin í NFL-deildinni hefst í september.
NFL Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira