Sport

Fyrr­verandi heims­meistari í snóker á­kærður fyrir að mis­nota börn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Graeme Dott byrjaði að keppa á HM 1997 og varð heimsmeistari 2006.
Graeme Dott byrjaði að keppa á HM 1997 og varð heimsmeistari 2006. getty/VCG

Greame Dott, fyrrverandi heimsmeistari í snóker, hefur verið ákærður fyrir barnaníð.

Dott er sakaður um að hafa misnotað stúlku á árunum 1993-96 og dreng á árunum 2006-10. Börnin voru í kringum tíu ára aldur þegar Dott á að hafa brotið gegn þeim.

Málið gegn Dott verður tekið fyrir í hæstarétti í Glasgow í júní.

Alþjóða billjard- og snókersambandið hefur sett hinn skoska Dott í bann. Sambandið ætlar hins vegar ekkert að tjá sig frekar um mál hans. Dott átti að hefja leik í undankeppni HM á morgun en ekkert verður af því.

Dott, sem er 47 ára, varð heimsmeistari í snóker 2006. Hann komst einnig í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2004 og 2010 en laut í lægra haldi í bæði skiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×