Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2025 14:49 Merz tekur hér í höndina á Saskia Esken, einum leiðtoga Sósíaldemókrata. Með þeim á myndinni eru Lars Klingbeil og Markus Soeder. AP/Ebrahim Noroozi Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent