Fótbolti

Ronaldo syrgir manninn sem upp­götvaði hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristiano Ronaldo með Aurélio da Silva Pereira sem uppgötvaði hann og marga af bestu fótboltamönnum Portúgals.
Cristiano Ronaldo með Aurélio da Silva Pereira sem uppgötvaði hann og marga af bestu fótboltamönnum Portúgals.

Cristiano Ronaldo hefur vottað manninum sem uppgötvaði hann og marga af bestu fótboltamönnum Portúgals virðingu sína eftir að hann lést í gær, 77 ára að aldri.

Aurélio da Silva Pereira vann hjá Sporting og átti þátt í að uppgötva marga af bestu leikmönnum Portúgals. Má þar meðal annars nefna Ronaldo, Luis Figo, Nani og Ricardo Quaresma.

„Einn sá besti hefur yfirgefið okkur en arfleið hans lifir alla tíð. Ég hætti aldrei að vera þakklátur fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og svo marga aðra leikmenn. Herra Aurélio, takk fyrir allt. Hvíldu í friði,“ skrifaði Ronaldo á Instagram.

Til marks um áhrif Aurélios voru tíu í Evrópumeistaraliði Portúgals 2016 sem hann hjálpaði við að uppgötva.

Portúgalska knattspyrnusambandið minntist Aurélios einnig eftir andlát hans. „Fráfall Aurélios Pereira er óbætanlegur missir fyrir portúgalskan fótbolta,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×