Ingibjörg bar fyrirliðabandið í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur. Ísland lenti hins vegar 0-2 undir en náði á endanum í stig þökk sé þrennu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Ingibjörg var spurð út í mörk gestanna.
„Ekkert þannig, vissum að þær væru að fara taka hlaup á bakvið línu. Ekki nægilega gott hjá okkur og þurfum að vera þéttari,“ sagði fyrirliðinn aðspurð hvort fyrsta markið hefði komið á óvart.
Sviss er komið yfir gegn Íslandi! Hár bolti inn fyrir og Reuteler hafði mikinn tíma til að athafna sig 🇨🇭 pic.twitter.com/2RR7jTNOxx
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
„Ég sem varnarmaður þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst, þarna missir Berglind Rós (Ágústsdóttir) af boltanum og ég er ekki tilbúin að dekka svæðið á bakvið hana. Það er klárlega eitthvað sem ég get gert betur.
Sviss er komið í 0-2 forystu á Þróttarvelli! 🇮🇸 pic.twitter.com/KD1Y2iMrV2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 8, 2025
Um tvöföldu skiptinguna
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, gerði tvöfalda skiptingu í fyrri hálfleik þegar staðan var 2-0 Sviss í vil.
„Það var eitthvað sem þurfti að gerast. Held að fleiri leikmenn hefðu getað farið af velli á þessum tímapunkti. Ekki að Berglind Rós og Sædís rún (Heiðarsdóttir) væru þær sem voru lélegastar á vellinum. Við þurftum breytingar og Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Dagný (Brynjarsdóttir) komu sterkar inn.“
Um Karólínu Leu
„Karólína Lea var frábær Virkilega gaman að sjá hana stíga upp þegar við þurfum á henni að halda. Sýnir að hún er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og er að taka mjög stór skref,“ sagði Ingibjörg að endingu.