Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2025 15:20 Kristrún Frostadóttir verður áfram formaður Samfylkingarinnar en það er spurning hvort aðrar breytingar verða á forystunni. Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. Frestur til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar er runnin út og er Kristrún því ein í framboði. Fólki gefst hins vegar kostur á að bjóða sig fram í önnur embætti innan stjórnar til klukkan hálf fjögur á föstudag og kosið verður um þau á landsfundi sama dag. Sjá einnig: Kristrún ein í framboði til formanns Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og sitjandi varaformaður, greindi frá því í gær að hann sækist eftir endurkjöri og sagði samstarf innan stjórnar flokksins hafa gengið vel. „Góð samstaða milli okkar og stjórnarinnar allrar og ég held að það skipti máli ekki síst núna þegar við leiðum nýja ríkisstjórn að það sé stöðugleiki og festa í stærsta flokki þjóðarinnar,“ sagði Guðmundur í viðtali við fréttastofu. Ekki heyrt af mótframboði Óvíst er hvort það stefni í varaformannsslag. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fyrrverandi varaformaður sem sóttist ekki eftir endurkjöri þegar Guðmundur Árni tók við 2022, sagði að hún ætli ekki að gefa aftur kost á sér núna. Þá ætlar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og loftslagsráðherra, ekki að gefa kost á sér. Guðmundur segist ekki hafa heyrt af mótframboði. „Ég held að þessi landsfundur okkar verði fagnaðarfundur og kraftmikill. Þannig ég á ekki von á heiftúðlegum átökum. Aðrir flokkar sjá um það,“ segir hann. Guðmundur hugðist sækjast eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum en dró framboð sitt til baka af heilsufarsástæðum og lýsti yfir stuðningi við Ölmu Möller, núverandi heilbrigðismálaráðherra. Hann segist nú í góðu formi. „Ég fékk krankleika sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki til þess að fara í þingframboð með þeim verkefnum sem þar fylgja en nú er það bara komið fyrir vind,“ sagði hann. Mikilvægt að landsbyggðin hafi fulltrúa í forystunni Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er sitjandi ritari Samfylkingarinnar og hefur ekki greint frá því hvort hún hyggist gefa kost á sér áfram. Enn sem komið er hefur því bara einn boðið sig fram í embætti ritara. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, tilkynnti framboð sitt til ritara á Facebook upp úr hádegi í dag. Guðný Birna vill verða ritari Samfylkingarinnar. „Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram sem ritara í stjórn Samfylkingar á komandi landsfundi næstu helgi,“ sagði Guðný í færslunni. Guðný hefur verið setið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna síðan 2014, hefur verið oddviti flokksins síðan í byrjun árs 2024 og er nú forseti bæjarstjórnar. „Ég tel mikilvægt að fulltrúi frá landsbyggðinni sé hluti af stjórn Samfylkingar, sér í lagi þar sem mikilvæg barátta er fram undan um sveitastjórnarkosningar. Þetta er stóra verkefnið okkar fram undan en auk þess þurfum við að halda sterkri forystu og stækka flokkinn okkar með fólki sem trúir á okkar góðu verk. Gjaldkerinn vill endurnýja umboð sitt Jón Grétar Þórsson, sitjandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, greindi frá því á Facebook á fimmtudag að hann hygðist gefa kost á sér áfram til gjaldkera. Hann hefur gengt embættinu frá 2022 og hefur gegnt ýmsum öðrum störfum innan flokksins, svo sem formennsku í Samfylkingarfélagi Hafnarfjarðar 2016–2022 og í hafnarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar frá árinu 2018. Ekki náðist í Örnu Láru við skrif fréttarinnar. Samfylkingin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Frestur til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar er runnin út og er Kristrún því ein í framboði. Fólki gefst hins vegar kostur á að bjóða sig fram í önnur embætti innan stjórnar til klukkan hálf fjögur á föstudag og kosið verður um þau á landsfundi sama dag. Sjá einnig: Kristrún ein í framboði til formanns Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og sitjandi varaformaður, greindi frá því í gær að hann sækist eftir endurkjöri og sagði samstarf innan stjórnar flokksins hafa gengið vel. „Góð samstaða milli okkar og stjórnarinnar allrar og ég held að það skipti máli ekki síst núna þegar við leiðum nýja ríkisstjórn að það sé stöðugleiki og festa í stærsta flokki þjóðarinnar,“ sagði Guðmundur í viðtali við fréttastofu. Ekki heyrt af mótframboði Óvíst er hvort það stefni í varaformannsslag. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og fyrrverandi varaformaður sem sóttist ekki eftir endurkjöri þegar Guðmundur Árni tók við 2022, sagði að hún ætli ekki að gefa aftur kost á sér núna. Þá ætlar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- og loftslagsráðherra, ekki að gefa kost á sér. Guðmundur segist ekki hafa heyrt af mótframboði. „Ég held að þessi landsfundur okkar verði fagnaðarfundur og kraftmikill. Þannig ég á ekki von á heiftúðlegum átökum. Aðrir flokkar sjá um það,“ segir hann. Guðmundur hugðist sækjast eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum en dró framboð sitt til baka af heilsufarsástæðum og lýsti yfir stuðningi við Ölmu Möller, núverandi heilbrigðismálaráðherra. Hann segist nú í góðu formi. „Ég fékk krankleika sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki til þess að fara í þingframboð með þeim verkefnum sem þar fylgja en nú er það bara komið fyrir vind,“ sagði hann. Mikilvægt að landsbyggðin hafi fulltrúa í forystunni Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er sitjandi ritari Samfylkingarinnar og hefur ekki greint frá því hvort hún hyggist gefa kost á sér áfram. Enn sem komið er hefur því bara einn boðið sig fram í embætti ritara. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, tilkynnti framboð sitt til ritara á Facebook upp úr hádegi í dag. Guðný Birna vill verða ritari Samfylkingarinnar. „Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram sem ritara í stjórn Samfylkingar á komandi landsfundi næstu helgi,“ sagði Guðný í færslunni. Guðný hefur verið setið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna síðan 2014, hefur verið oddviti flokksins síðan í byrjun árs 2024 og er nú forseti bæjarstjórnar. „Ég tel mikilvægt að fulltrúi frá landsbyggðinni sé hluti af stjórn Samfylkingar, sér í lagi þar sem mikilvæg barátta er fram undan um sveitastjórnarkosningar. Þetta er stóra verkefnið okkar fram undan en auk þess þurfum við að halda sterkri forystu og stækka flokkinn okkar með fólki sem trúir á okkar góðu verk. Gjaldkerinn vill endurnýja umboð sitt Jón Grétar Þórsson, sitjandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, greindi frá því á Facebook á fimmtudag að hann hygðist gefa kost á sér áfram til gjaldkera. Hann hefur gengt embættinu frá 2022 og hefur gegnt ýmsum öðrum störfum innan flokksins, svo sem formennsku í Samfylkingarfélagi Hafnarfjarðar 2016–2022 og í hafnarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar frá árinu 2018. Ekki náðist í Örnu Láru við skrif fréttarinnar.
Samfylkingin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira