„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 7. apríl 2025 15:02 Ég hef lengi verið meðvituð um kynjaójafnrétti í samfélaginu – man ekki síðan hvenær. Ég ólst upp á fréttasjúku heimili, við mikla samfélagsumræðu og hef fylgst með jafnréttisumræðunni lengi lengi. Mest man ég eftir opinberum viðbrögðum við gagnrýni femínista á ójafnréttið. Femínistarnir sem gagnrýndu voru oftast eða alltaf sakaðar um öfga, karlahatur eða eitthvað þaðan af verra. Þær gátu verið að gagnrýna launamisréttið, kynbundna ofbeldið, karllæga úthlutun styrkja og flestra gæða, aðgengi kvenna að stjórnun fyrirtækja eða valdastöðum almennt – svo ég nefni dæmi. Um margt af þessu var almenn sátt um að væri til staðar – til dæmis launaójafnréttið. Fólk var líka almennt tilbúið að samþykkja að samfélagið þyrfti á Stígamótum að halda því kynferðisofbeldi gegn konum væri útbreitt. Það var líka ágæt eining um að Kvennaathvarfið ætti rétt á sér – því konur þurftu (og þurfa) að flýja heimili sín með börn undan ofbeldi maka sinna. Enn sjáum við að bæði Stígamót og Kvennaathvarfið þurfa að stækka – kynbundna ofbeldið er enn faraldur. Á sama tíma og samfélagið hefur samþykkt að ofbeldi gegn konum sé staðreynd – á þetta sama samfélag átt erfiðara með að horfast í augu við það séu karlar sem beita þessu ofbeldi. Þannig er að þegar forréttindi eru tekin af fólki eða hópum upplifir hópurinn kúgun. Forréttindi eru ósýnileg þeim sem þau hafa en misréttið er hins vegar mjög áþreifanlegt þeim sem fyrir því verða. Aftur að samfélagsumræðunni. Fólk var nefnilega margt meðvitað um misréttið en gat alls ekki tekið undir gagnrýni femínista á tilteknar birtingamyndir þess – það voru öfgar. Ef ég ætti tíkall fyrir hvert skipti sem ég ég heyrði eða las um svör ráðafólks þegar það var spurt hvað væri til ráða varðandi kynjamisréttið og þau svarað því að við þyrftum viðhorfabreytingu í samfélaginu. Já ég ætti marga marga tíkalla þá. Ráðafólk virðist vera sammála um að viðhorfabreytingar þurfi til að ná jafnrétti. Auðvitað voru og eru fullt af femínistum einmitt að vinna að viðhorfabreytingum með því að vekja athygli á hinu ýmsa misrétti en það var og er oft, eins og áður sagði, afgreitt sem öfgar. Viðhorfin okkar allra mótast í samskiptum en við höfum vitaskuld ólík viðhorf til ýmissa mála. Hins vegar þegar kemur að kynjahlutverkum erum við forrituð á mjög skýran hátt. Við lærum og mótumst af fyrirmyndum okkar og gildum sem umvefja okkur án orða og oft án gagnrýni og hvort tveggja er skilgreint af þeim sem hafa valdið – skilgreiningavaldið. Hvað er æskilegt og hvað er virðingarvert, hvað má og hvað má ekki. Til þess að halda völdum þurfa valdhafar að skilgreina sig réttmæta handhafa valdsins sem þýðir að ,,hin“ hafa það ekki. Óumdeilt er að karlar hafa haft þessi völd í gegnum alla mannkynsöguna og þeir hafa gripið til ýmissa aðferða í yfirráðum sínum. Eitt af þessum ráðum er skilgreina sitt kyn sem sterkara kynið og þeir hafi því yfirburði og tilkall til að stjórna. Auðvitað eru valdatengslin miklu flóknari en svo að hægt sé að fara yfir þau hér en aðalatriðið er að viðhorf okkar til kynjanna eru djúpt mótuð í gegnum söguna. Það gefur því auga leið að ef við ætlum að breyta viðhorfum fólks til þessara eldgömlu hugmynda um kynin þá þarf að gera það á kerfisbundinn hátt. Í menntakerfinu öllu er ríkjandi gildum og viðhorfum annað hvort viðhaldið eða þeim breytt. Með þögninni um gildin, valdið og hin inngrónu viðhorf, eru þau samþykkt. Þögnin er ekki hlutlaus. Viðhorfum verður ekki breytt í neinu samfélagi án aðkomu skólakerfisins. Skólar verða alltaf annað hvort hluti af vandanum eða lausninni. Ég hef skilgreint mig sem femínista lengi en var þó ekki virk í baráttunni framan af en fylgdist ágætlega með. Þekkti til dæmis jafnréttislögin frá 1976, þar sem m.a. segir að á öllum skólastigum skuli fara fram jafnréttisfræðsla. Þegar ég byrjaði svo í kennaranámi valdi ég í einu verkefni að kanna stöðu jafnréttisfræðslu á því skólastigi sem ég ætlaði að fara að kenna á – framhaldsskólastiginu. Við óvísindalega könnun komst ég að því að það væru ýmsir kennarar að gera góða hluti í jafnréttisfræðslu t.d. í lífsleikni auk þess að það voru líka fínir kaflar um jafnréttismál í einhverjum félagsfræðibókum. Það virtist hins vegar ekki vera heildstæð jafnréttisfræðsla neins staðar. Eftir útskrift úr kennaranámi hóf ég kennslu í Borgó – kenndi félagsfræði, lífsleikni og sögu. Það er margt hægt að gera og ætti að gera í kennslu á þessum viðfangsefnum sem vísar til jafnréttismála en mig langaði til að búa til heildstæðan áfanga um kynja og jafnréttisfræðslu þar sem nemendur gætu fengið hinar ýmsu birtingamyndir misréttisins sett í samhengi. Stjórnendur Borgarholtsskóla sáu þá og sjá enn skyldur skólakerfisins að sinna lögbundinni jafnréttisfræðslu og KYN103 varð til. Árið 2007 fór fyrsti hópurinn af stað í KYN103 í Borgó, valáfangi sem varð strax vinsæll. Stelpur voru fyrst um sinn í miklum meirihluta en svo fóru strákar líka að láta sjá sig. Ég sá strax að fræðsla valdelfdi stelpur mjög. Þær áttuðu sig á því að þær voru ekki gallaðar heldur var samfélagið skakkt. Ég var alltaf mjög meðvituð um að strákarnir mínir myndu ekki upplifa að misréttið væri þeim að kenna – þeir bera ekki ábyrgð á sögunni eða ofbeldinu sem karlar hafa beitt. Eðlilega kannski þá hefur kynið alltaf verið vinsælla hjá stelpum og stálpum en strákum en þeir þurfa líka fræðsluna, karlar tapa nefnilega líka á misréttinu. Fyrir nokkrum árum tóku stjórnendur í Borgó tóku þá hugdjörfu ákvörðun að skylda alla nemendur skólans í kynja og jafnréttisfræðslu. Það voru þó nemendur í kynjafræðinni sem voru hvað öflugustu talsmenn þess að áfanginn yrði skyldufag. Nemendur sáu að þau þyrftu öll að skilja samfélagið og áhrif þess á hvert og eitt okkar – út frá kynja og jafnréttissjónarmiðum. Kynjafræðin á að vera óhefðbundin í nálgun sinni, hún á að vera forvörn gegn ofbeldi, hún á að valdefla og dýpka nemendur – stuðla að umburðalyndi og víðsýni. Markmiðið kynjafræðinnar er og verður alltaf – sanngirni, réttlæti og frelsi fyrir öll. Kynja og jafnréttisfræðslan átti alltaf og á enn að frelsa einstaklinga frá eldgömlum hugmyndum um kynin og hlutverk þeirra og að samfélagið fái notið þess að hver og einn einstaklingur fái tækifæri til að njóta hæfileika sinna óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, uppruna, litarhætti eða hvers svo sem jaðarsetur einstaklinga. Til þess þarf að skilja hvernig valdatengslin eru í samfélaginu. Af hverju ætti einhver að vera á móti þessu? Sagan segir okkur að þegar hópar sem hafa verið beittir misrétti ná árangri – þá slær valdahópurinn tilbaka – til að halda völdum bæði dagsrkárvaldinu og skilgreiningavaldinu – vitundarvakning um það tekur broddinn úr bakslaginu. Allt þetta hef ég sagt og skrifað oft áður en stundum þarf að endurtaka og minna á ýmis atriði sem fólk kýs að horfa fram hjá eða viljandi misskilja til að afvegaleiða umræðuna - stundum á valdi lægri hvata eins og að missa ekki völdin og forréttindin sem þeim fylgja. Fyrirsögnin er tilvitnun í fyrrum nemanda í kynjafræði í Borgó. Höfundur er kennslukona í Borgarholtsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Ég hef lengi verið meðvituð um kynjaójafnrétti í samfélaginu – man ekki síðan hvenær. Ég ólst upp á fréttasjúku heimili, við mikla samfélagsumræðu og hef fylgst með jafnréttisumræðunni lengi lengi. Mest man ég eftir opinberum viðbrögðum við gagnrýni femínista á ójafnréttið. Femínistarnir sem gagnrýndu voru oftast eða alltaf sakaðar um öfga, karlahatur eða eitthvað þaðan af verra. Þær gátu verið að gagnrýna launamisréttið, kynbundna ofbeldið, karllæga úthlutun styrkja og flestra gæða, aðgengi kvenna að stjórnun fyrirtækja eða valdastöðum almennt – svo ég nefni dæmi. Um margt af þessu var almenn sátt um að væri til staðar – til dæmis launaójafnréttið. Fólk var líka almennt tilbúið að samþykkja að samfélagið þyrfti á Stígamótum að halda því kynferðisofbeldi gegn konum væri útbreitt. Það var líka ágæt eining um að Kvennaathvarfið ætti rétt á sér – því konur þurftu (og þurfa) að flýja heimili sín með börn undan ofbeldi maka sinna. Enn sjáum við að bæði Stígamót og Kvennaathvarfið þurfa að stækka – kynbundna ofbeldið er enn faraldur. Á sama tíma og samfélagið hefur samþykkt að ofbeldi gegn konum sé staðreynd – á þetta sama samfélag átt erfiðara með að horfast í augu við það séu karlar sem beita þessu ofbeldi. Þannig er að þegar forréttindi eru tekin af fólki eða hópum upplifir hópurinn kúgun. Forréttindi eru ósýnileg þeim sem þau hafa en misréttið er hins vegar mjög áþreifanlegt þeim sem fyrir því verða. Aftur að samfélagsumræðunni. Fólk var nefnilega margt meðvitað um misréttið en gat alls ekki tekið undir gagnrýni femínista á tilteknar birtingamyndir þess – það voru öfgar. Ef ég ætti tíkall fyrir hvert skipti sem ég ég heyrði eða las um svör ráðafólks þegar það var spurt hvað væri til ráða varðandi kynjamisréttið og þau svarað því að við þyrftum viðhorfabreytingu í samfélaginu. Já ég ætti marga marga tíkalla þá. Ráðafólk virðist vera sammála um að viðhorfabreytingar þurfi til að ná jafnrétti. Auðvitað voru og eru fullt af femínistum einmitt að vinna að viðhorfabreytingum með því að vekja athygli á hinu ýmsa misrétti en það var og er oft, eins og áður sagði, afgreitt sem öfgar. Viðhorfin okkar allra mótast í samskiptum en við höfum vitaskuld ólík viðhorf til ýmissa mála. Hins vegar þegar kemur að kynjahlutverkum erum við forrituð á mjög skýran hátt. Við lærum og mótumst af fyrirmyndum okkar og gildum sem umvefja okkur án orða og oft án gagnrýni og hvort tveggja er skilgreint af þeim sem hafa valdið – skilgreiningavaldið. Hvað er æskilegt og hvað er virðingarvert, hvað má og hvað má ekki. Til þess að halda völdum þurfa valdhafar að skilgreina sig réttmæta handhafa valdsins sem þýðir að ,,hin“ hafa það ekki. Óumdeilt er að karlar hafa haft þessi völd í gegnum alla mannkynsöguna og þeir hafa gripið til ýmissa aðferða í yfirráðum sínum. Eitt af þessum ráðum er skilgreina sitt kyn sem sterkara kynið og þeir hafi því yfirburði og tilkall til að stjórna. Auðvitað eru valdatengslin miklu flóknari en svo að hægt sé að fara yfir þau hér en aðalatriðið er að viðhorf okkar til kynjanna eru djúpt mótuð í gegnum söguna. Það gefur því auga leið að ef við ætlum að breyta viðhorfum fólks til þessara eldgömlu hugmynda um kynin þá þarf að gera það á kerfisbundinn hátt. Í menntakerfinu öllu er ríkjandi gildum og viðhorfum annað hvort viðhaldið eða þeim breytt. Með þögninni um gildin, valdið og hin inngrónu viðhorf, eru þau samþykkt. Þögnin er ekki hlutlaus. Viðhorfum verður ekki breytt í neinu samfélagi án aðkomu skólakerfisins. Skólar verða alltaf annað hvort hluti af vandanum eða lausninni. Ég hef skilgreint mig sem femínista lengi en var þó ekki virk í baráttunni framan af en fylgdist ágætlega með. Þekkti til dæmis jafnréttislögin frá 1976, þar sem m.a. segir að á öllum skólastigum skuli fara fram jafnréttisfræðsla. Þegar ég byrjaði svo í kennaranámi valdi ég í einu verkefni að kanna stöðu jafnréttisfræðslu á því skólastigi sem ég ætlaði að fara að kenna á – framhaldsskólastiginu. Við óvísindalega könnun komst ég að því að það væru ýmsir kennarar að gera góða hluti í jafnréttisfræðslu t.d. í lífsleikni auk þess að það voru líka fínir kaflar um jafnréttismál í einhverjum félagsfræðibókum. Það virtist hins vegar ekki vera heildstæð jafnréttisfræðsla neins staðar. Eftir útskrift úr kennaranámi hóf ég kennslu í Borgó – kenndi félagsfræði, lífsleikni og sögu. Það er margt hægt að gera og ætti að gera í kennslu á þessum viðfangsefnum sem vísar til jafnréttismála en mig langaði til að búa til heildstæðan áfanga um kynja og jafnréttisfræðslu þar sem nemendur gætu fengið hinar ýmsu birtingamyndir misréttisins sett í samhengi. Stjórnendur Borgarholtsskóla sáu þá og sjá enn skyldur skólakerfisins að sinna lögbundinni jafnréttisfræðslu og KYN103 varð til. Árið 2007 fór fyrsti hópurinn af stað í KYN103 í Borgó, valáfangi sem varð strax vinsæll. Stelpur voru fyrst um sinn í miklum meirihluta en svo fóru strákar líka að láta sjá sig. Ég sá strax að fræðsla valdelfdi stelpur mjög. Þær áttuðu sig á því að þær voru ekki gallaðar heldur var samfélagið skakkt. Ég var alltaf mjög meðvituð um að strákarnir mínir myndu ekki upplifa að misréttið væri þeim að kenna – þeir bera ekki ábyrgð á sögunni eða ofbeldinu sem karlar hafa beitt. Eðlilega kannski þá hefur kynið alltaf verið vinsælla hjá stelpum og stálpum en strákum en þeir þurfa líka fræðsluna, karlar tapa nefnilega líka á misréttinu. Fyrir nokkrum árum tóku stjórnendur í Borgó tóku þá hugdjörfu ákvörðun að skylda alla nemendur skólans í kynja og jafnréttisfræðslu. Það voru þó nemendur í kynjafræðinni sem voru hvað öflugustu talsmenn þess að áfanginn yrði skyldufag. Nemendur sáu að þau þyrftu öll að skilja samfélagið og áhrif þess á hvert og eitt okkar – út frá kynja og jafnréttissjónarmiðum. Kynjafræðin á að vera óhefðbundin í nálgun sinni, hún á að vera forvörn gegn ofbeldi, hún á að valdefla og dýpka nemendur – stuðla að umburðalyndi og víðsýni. Markmiðið kynjafræðinnar er og verður alltaf – sanngirni, réttlæti og frelsi fyrir öll. Kynja og jafnréttisfræðslan átti alltaf og á enn að frelsa einstaklinga frá eldgömlum hugmyndum um kynin og hlutverk þeirra og að samfélagið fái notið þess að hver og einn einstaklingur fái tækifæri til að njóta hæfileika sinna óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, uppruna, litarhætti eða hvers svo sem jaðarsetur einstaklinga. Til þess þarf að skilja hvernig valdatengslin eru í samfélaginu. Af hverju ætti einhver að vera á móti þessu? Sagan segir okkur að þegar hópar sem hafa verið beittir misrétti ná árangri – þá slær valdahópurinn tilbaka – til að halda völdum bæði dagsrkárvaldinu og skilgreiningavaldinu – vitundarvakning um það tekur broddinn úr bakslaginu. Allt þetta hef ég sagt og skrifað oft áður en stundum þarf að endurtaka og minna á ýmis atriði sem fólk kýs að horfa fram hjá eða viljandi misskilja til að afvegaleiða umræðuna - stundum á valdi lægri hvata eins og að missa ekki völdin og forréttindin sem þeim fylgja. Fyrirsögnin er tilvitnun í fyrrum nemanda í kynjafræði í Borgó. Höfundur er kennslukona í Borgarholtsskóla.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun