Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. apríl 2025 10:02 Furðu lítil umræða hefur átt sér stað um þá afar óheppilegu viðbót við varnarsamninginn sem gerð var 2017 í utanríkisráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og við fengum síðbúnar fregnir af í Kveiksþætti RÚV um daginn. Í þessari viðbót fá Bandaríkjamenn það athafnarými – „operating location“ – án endurgjalds, sem þeir telja sig þurfa, „óhindraðan aðgang að“ og fá að auki óskilyrtar heimildir til að „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja agavörslu og vernd“ í þessum rýmum; þetta eru með öðrum orðum bandarísk yfirráðasvæði, sem þeir virðast eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa sjálfdæmi um að skilgreina. Þess vegna allur Skagafjörður – þess vegna Vestmannaeyjar – þess vegna allt Ísland. Þetta er með miklum ólíkindum. Samningamenn hafa sennilega haft í huga aðstöðu hersins í Keflavík sem nú er skilgreind sem íslenskt varnarsvæði. Engum virðist hafa hugkvæmst að til valda gæti komist stjórn í Bandaríkjunum sem væri andvíg vestrænum lýðræðisríkjum, liti á lönd eins og Kanada og ríki Evrópusambandsins sem sína helstu óvini, virti ekki gerða samninga og hefði uppi ógnandi tilburði við Dani. Sumir telja það tímaspursmál að sambærilegt tilkall verði gert til Íslands og Trumpstjórnin gerir til Grænlands – og þá þurfum við að greiða úr flækjum sem þessi klausa kann að valda. Hvað sem því líður verðum við að ræða þessi mál, tengja varnarsamninginn órjúfanlega við veru okkar í NATO þannig að hann falli úr gildi um leið og NATO líður undir lok (sem gæti vel gerst). Í því sambandi er rétt að muna að í fyrstu grein varnarsamningsins segir orðrétt: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum“ (skáletrun mín). Þetta þýðir að Bandaríkin hafa haft hér varnarlið í umboði NATO og samkvæmt skuldbindingum sínum við NATO. Uppfylli Bandaríkin ekki lengur þær skuldbindingar, t.d. með innrás í annað NATO-ríki, þá fellur samningurinn væntanlega sjálfkrafa úr gildi. Sumir telja – og kalla það „real-pólitík“ – að „stórveldin“ hafi sín óvefengjanlegu „áhrifasvæði“ sem þau megi ráðskast með að vild óháð alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti fullvalda þjóða – Úkraína „tilheyri“ Rússum og Ísland „tilheyri“ Bandaríkjunum o.s.frv. Það finnst mér háskaleg og röng skoðun. Hér á landi voru að vísu á 20. öldinni stjórnmálamenn sem vildu nánast gangast Bandaríkjunum á hönd – til dæmis Jónas frá Hriflu með þeirri stefnu sem hann nefndi „Leifslínuna“, en þó að náið samráð væri vissulega haft við Bandaríkjamenn fór aldrei á milli mála að Ísland væri og skyldi vera sjálfstætt og fullvalda ríki sem ætti samleið með vestrænum lýðræðisþjóðum, eins og önnur Norðurlönd. Þó að við séum aðilar að NATO og höfum líka notið í ýmsu hnattrænnar stöðu þá erum við ekki frekar á áhrifasvæði Bandaríkjanna en Noregs eða Danmerkur, já eða Belgíu eða Póllands. Við þurfum hins vegar augljóslega að hugsa varnarmál okkar frá grunni upp á nýtt, nú þegar tilveru NATO hefur verið teflt í tvísýnu. Gott er að fá loksins að vita af þessu samningapukri frá 2017 og löngu tímabært að um varnarmálin sé rætt hér upphátt en ekki hvíslast á um eins og blygðunarefni líkt og hjá sómakæru konunum í Áramótaskaupinu síðasta. Komið hefur fram að fyrrum utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki muna eftir þessum samningi í viðtali við Vísi – af einhverjum ástæðum hefur RÚV enn ekki rætt við hann – hlýtur að gerast fljótlega – en hjá fyrrum ráðherra er það með öllu óboðlegt svar að bera fyrir sig gleymsku þegar um svo afdrifaríka samningsgerð er að ræða. Að sjálfsögðu verður ráðherrann fyrrverandi að svara fyrir þetta. Táknar þetta að samningurinn hafi ekki verið borinn undir hann? Það væru þá stórfelld glöp hjá embættismanni. Afhenti ráðherrann yfirráð yfir landi hér af vangá? Hefði ekki þurft að bera slíka viðbót upp við þingið? Samræmist þetta stjórnarskránni? Fyrir nú utan hitt að upplýsa þjóðina um svona leynimakk. Og loks spyr maður sig: Hvar eru nú þeir miklu varðstöðumenn um sjálfstæði landsins sem hefja jafnan upp mikla kveinstafi kemur að innleiðingu reglugerða ESB hér á landi? Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Furðu lítil umræða hefur átt sér stað um þá afar óheppilegu viðbót við varnarsamninginn sem gerð var 2017 í utanríkisráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og við fengum síðbúnar fregnir af í Kveiksþætti RÚV um daginn. Í þessari viðbót fá Bandaríkjamenn það athafnarými – „operating location“ – án endurgjalds, sem þeir telja sig þurfa, „óhindraðan aðgang að“ og fá að auki óskilyrtar heimildir til að „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja agavörslu og vernd“ í þessum rýmum; þetta eru með öðrum orðum bandarísk yfirráðasvæði, sem þeir virðast eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa sjálfdæmi um að skilgreina. Þess vegna allur Skagafjörður – þess vegna Vestmannaeyjar – þess vegna allt Ísland. Þetta er með miklum ólíkindum. Samningamenn hafa sennilega haft í huga aðstöðu hersins í Keflavík sem nú er skilgreind sem íslenskt varnarsvæði. Engum virðist hafa hugkvæmst að til valda gæti komist stjórn í Bandaríkjunum sem væri andvíg vestrænum lýðræðisríkjum, liti á lönd eins og Kanada og ríki Evrópusambandsins sem sína helstu óvini, virti ekki gerða samninga og hefði uppi ógnandi tilburði við Dani. Sumir telja það tímaspursmál að sambærilegt tilkall verði gert til Íslands og Trumpstjórnin gerir til Grænlands – og þá þurfum við að greiða úr flækjum sem þessi klausa kann að valda. Hvað sem því líður verðum við að ræða þessi mál, tengja varnarsamninginn órjúfanlega við veru okkar í NATO þannig að hann falli úr gildi um leið og NATO líður undir lok (sem gæti vel gerst). Í því sambandi er rétt að muna að í fyrstu grein varnarsamningsins segir orðrétt: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum“ (skáletrun mín). Þetta þýðir að Bandaríkin hafa haft hér varnarlið í umboði NATO og samkvæmt skuldbindingum sínum við NATO. Uppfylli Bandaríkin ekki lengur þær skuldbindingar, t.d. með innrás í annað NATO-ríki, þá fellur samningurinn væntanlega sjálfkrafa úr gildi. Sumir telja – og kalla það „real-pólitík“ – að „stórveldin“ hafi sín óvefengjanlegu „áhrifasvæði“ sem þau megi ráðskast með að vild óháð alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti fullvalda þjóða – Úkraína „tilheyri“ Rússum og Ísland „tilheyri“ Bandaríkjunum o.s.frv. Það finnst mér háskaleg og röng skoðun. Hér á landi voru að vísu á 20. öldinni stjórnmálamenn sem vildu nánast gangast Bandaríkjunum á hönd – til dæmis Jónas frá Hriflu með þeirri stefnu sem hann nefndi „Leifslínuna“, en þó að náið samráð væri vissulega haft við Bandaríkjamenn fór aldrei á milli mála að Ísland væri og skyldi vera sjálfstætt og fullvalda ríki sem ætti samleið með vestrænum lýðræðisþjóðum, eins og önnur Norðurlönd. Þó að við séum aðilar að NATO og höfum líka notið í ýmsu hnattrænnar stöðu þá erum við ekki frekar á áhrifasvæði Bandaríkjanna en Noregs eða Danmerkur, já eða Belgíu eða Póllands. Við þurfum hins vegar augljóslega að hugsa varnarmál okkar frá grunni upp á nýtt, nú þegar tilveru NATO hefur verið teflt í tvísýnu. Gott er að fá loksins að vita af þessu samningapukri frá 2017 og löngu tímabært að um varnarmálin sé rætt hér upphátt en ekki hvíslast á um eins og blygðunarefni líkt og hjá sómakæru konunum í Áramótaskaupinu síðasta. Komið hefur fram að fyrrum utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki muna eftir þessum samningi í viðtali við Vísi – af einhverjum ástæðum hefur RÚV enn ekki rætt við hann – hlýtur að gerast fljótlega – en hjá fyrrum ráðherra er það með öllu óboðlegt svar að bera fyrir sig gleymsku þegar um svo afdrifaríka samningsgerð er að ræða. Að sjálfsögðu verður ráðherrann fyrrverandi að svara fyrir þetta. Táknar þetta að samningurinn hafi ekki verið borinn undir hann? Það væru þá stórfelld glöp hjá embættismanni. Afhenti ráðherrann yfirráð yfir landi hér af vangá? Hefði ekki þurft að bera slíka viðbót upp við þingið? Samræmist þetta stjórnarskránni? Fyrir nú utan hitt að upplýsa þjóðina um svona leynimakk. Og loks spyr maður sig: Hvar eru nú þeir miklu varðstöðumenn um sjálfstæði landsins sem hefja jafnan upp mikla kveinstafi kemur að innleiðingu reglugerða ESB hér á landi? Höfundur er rithöfundur.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun