Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. apríl 2025 10:02 Furðu lítil umræða hefur átt sér stað um þá afar óheppilegu viðbót við varnarsamninginn sem gerð var 2017 í utanríkisráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og við fengum síðbúnar fregnir af í Kveiksþætti RÚV um daginn. Í þessari viðbót fá Bandaríkjamenn það athafnarými – „operating location“ – án endurgjalds, sem þeir telja sig þurfa, „óhindraðan aðgang að“ og fá að auki óskilyrtar heimildir til að „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja agavörslu og vernd“ í þessum rýmum; þetta eru með öðrum orðum bandarísk yfirráðasvæði, sem þeir virðast eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa sjálfdæmi um að skilgreina. Þess vegna allur Skagafjörður – þess vegna Vestmannaeyjar – þess vegna allt Ísland. Þetta er með miklum ólíkindum. Samningamenn hafa sennilega haft í huga aðstöðu hersins í Keflavík sem nú er skilgreind sem íslenskt varnarsvæði. Engum virðist hafa hugkvæmst að til valda gæti komist stjórn í Bandaríkjunum sem væri andvíg vestrænum lýðræðisríkjum, liti á lönd eins og Kanada og ríki Evrópusambandsins sem sína helstu óvini, virti ekki gerða samninga og hefði uppi ógnandi tilburði við Dani. Sumir telja það tímaspursmál að sambærilegt tilkall verði gert til Íslands og Trumpstjórnin gerir til Grænlands – og þá þurfum við að greiða úr flækjum sem þessi klausa kann að valda. Hvað sem því líður verðum við að ræða þessi mál, tengja varnarsamninginn órjúfanlega við veru okkar í NATO þannig að hann falli úr gildi um leið og NATO líður undir lok (sem gæti vel gerst). Í því sambandi er rétt að muna að í fyrstu grein varnarsamningsins segir orðrétt: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum“ (skáletrun mín). Þetta þýðir að Bandaríkin hafa haft hér varnarlið í umboði NATO og samkvæmt skuldbindingum sínum við NATO. Uppfylli Bandaríkin ekki lengur þær skuldbindingar, t.d. með innrás í annað NATO-ríki, þá fellur samningurinn væntanlega sjálfkrafa úr gildi. Sumir telja – og kalla það „real-pólitík“ – að „stórveldin“ hafi sín óvefengjanlegu „áhrifasvæði“ sem þau megi ráðskast með að vild óháð alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti fullvalda þjóða – Úkraína „tilheyri“ Rússum og Ísland „tilheyri“ Bandaríkjunum o.s.frv. Það finnst mér háskaleg og röng skoðun. Hér á landi voru að vísu á 20. öldinni stjórnmálamenn sem vildu nánast gangast Bandaríkjunum á hönd – til dæmis Jónas frá Hriflu með þeirri stefnu sem hann nefndi „Leifslínuna“, en þó að náið samráð væri vissulega haft við Bandaríkjamenn fór aldrei á milli mála að Ísland væri og skyldi vera sjálfstætt og fullvalda ríki sem ætti samleið með vestrænum lýðræðisþjóðum, eins og önnur Norðurlönd. Þó að við séum aðilar að NATO og höfum líka notið í ýmsu hnattrænnar stöðu þá erum við ekki frekar á áhrifasvæði Bandaríkjanna en Noregs eða Danmerkur, já eða Belgíu eða Póllands. Við þurfum hins vegar augljóslega að hugsa varnarmál okkar frá grunni upp á nýtt, nú þegar tilveru NATO hefur verið teflt í tvísýnu. Gott er að fá loksins að vita af þessu samningapukri frá 2017 og löngu tímabært að um varnarmálin sé rætt hér upphátt en ekki hvíslast á um eins og blygðunarefni líkt og hjá sómakæru konunum í Áramótaskaupinu síðasta. Komið hefur fram að fyrrum utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki muna eftir þessum samningi í viðtali við Vísi – af einhverjum ástæðum hefur RÚV enn ekki rætt við hann – hlýtur að gerast fljótlega – en hjá fyrrum ráðherra er það með öllu óboðlegt svar að bera fyrir sig gleymsku þegar um svo afdrifaríka samningsgerð er að ræða. Að sjálfsögðu verður ráðherrann fyrrverandi að svara fyrir þetta. Táknar þetta að samningurinn hafi ekki verið borinn undir hann? Það væru þá stórfelld glöp hjá embættismanni. Afhenti ráðherrann yfirráð yfir landi hér af vangá? Hefði ekki þurft að bera slíka viðbót upp við þingið? Samræmist þetta stjórnarskránni? Fyrir nú utan hitt að upplýsa þjóðina um svona leynimakk. Og loks spyr maður sig: Hvar eru nú þeir miklu varðstöðumenn um sjálfstæði landsins sem hefja jafnan upp mikla kveinstafi kemur að innleiðingu reglugerða ESB hér á landi? Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Furðu lítil umræða hefur átt sér stað um þá afar óheppilegu viðbót við varnarsamninginn sem gerð var 2017 í utanríkisráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og við fengum síðbúnar fregnir af í Kveiksþætti RÚV um daginn. Í þessari viðbót fá Bandaríkjamenn það athafnarými – „operating location“ – án endurgjalds, sem þeir telja sig þurfa, „óhindraðan aðgang að“ og fá að auki óskilyrtar heimildir til að „gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja agavörslu og vernd“ í þessum rýmum; þetta eru með öðrum orðum bandarísk yfirráðasvæði, sem þeir virðast eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa sjálfdæmi um að skilgreina. Þess vegna allur Skagafjörður – þess vegna Vestmannaeyjar – þess vegna allt Ísland. Þetta er með miklum ólíkindum. Samningamenn hafa sennilega haft í huga aðstöðu hersins í Keflavík sem nú er skilgreind sem íslenskt varnarsvæði. Engum virðist hafa hugkvæmst að til valda gæti komist stjórn í Bandaríkjunum sem væri andvíg vestrænum lýðræðisríkjum, liti á lönd eins og Kanada og ríki Evrópusambandsins sem sína helstu óvini, virti ekki gerða samninga og hefði uppi ógnandi tilburði við Dani. Sumir telja það tímaspursmál að sambærilegt tilkall verði gert til Íslands og Trumpstjórnin gerir til Grænlands – og þá þurfum við að greiða úr flækjum sem þessi klausa kann að valda. Hvað sem því líður verðum við að ræða þessi mál, tengja varnarsamninginn órjúfanlega við veru okkar í NATO þannig að hann falli úr gildi um leið og NATO líður undir lok (sem gæti vel gerst). Í því sambandi er rétt að muna að í fyrstu grein varnarsamningsins segir orðrétt: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekist á hendur með Norður-Atlantshafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum“ (skáletrun mín). Þetta þýðir að Bandaríkin hafa haft hér varnarlið í umboði NATO og samkvæmt skuldbindingum sínum við NATO. Uppfylli Bandaríkin ekki lengur þær skuldbindingar, t.d. með innrás í annað NATO-ríki, þá fellur samningurinn væntanlega sjálfkrafa úr gildi. Sumir telja – og kalla það „real-pólitík“ – að „stórveldin“ hafi sín óvefengjanlegu „áhrifasvæði“ sem þau megi ráðskast með að vild óháð alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti fullvalda þjóða – Úkraína „tilheyri“ Rússum og Ísland „tilheyri“ Bandaríkjunum o.s.frv. Það finnst mér háskaleg og röng skoðun. Hér á landi voru að vísu á 20. öldinni stjórnmálamenn sem vildu nánast gangast Bandaríkjunum á hönd – til dæmis Jónas frá Hriflu með þeirri stefnu sem hann nefndi „Leifslínuna“, en þó að náið samráð væri vissulega haft við Bandaríkjamenn fór aldrei á milli mála að Ísland væri og skyldi vera sjálfstætt og fullvalda ríki sem ætti samleið með vestrænum lýðræðisþjóðum, eins og önnur Norðurlönd. Þó að við séum aðilar að NATO og höfum líka notið í ýmsu hnattrænnar stöðu þá erum við ekki frekar á áhrifasvæði Bandaríkjanna en Noregs eða Danmerkur, já eða Belgíu eða Póllands. Við þurfum hins vegar augljóslega að hugsa varnarmál okkar frá grunni upp á nýtt, nú þegar tilveru NATO hefur verið teflt í tvísýnu. Gott er að fá loksins að vita af þessu samningapukri frá 2017 og löngu tímabært að um varnarmálin sé rætt hér upphátt en ekki hvíslast á um eins og blygðunarefni líkt og hjá sómakæru konunum í Áramótaskaupinu síðasta. Komið hefur fram að fyrrum utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki muna eftir þessum samningi í viðtali við Vísi – af einhverjum ástæðum hefur RÚV enn ekki rætt við hann – hlýtur að gerast fljótlega – en hjá fyrrum ráðherra er það með öllu óboðlegt svar að bera fyrir sig gleymsku þegar um svo afdrifaríka samningsgerð er að ræða. Að sjálfsögðu verður ráðherrann fyrrverandi að svara fyrir þetta. Táknar þetta að samningurinn hafi ekki verið borinn undir hann? Það væru þá stórfelld glöp hjá embættismanni. Afhenti ráðherrann yfirráð yfir landi hér af vangá? Hefði ekki þurft að bera slíka viðbót upp við þingið? Samræmist þetta stjórnarskránni? Fyrir nú utan hitt að upplýsa þjóðina um svona leynimakk. Og loks spyr maður sig: Hvar eru nú þeir miklu varðstöðumenn um sjálfstæði landsins sem hefja jafnan upp mikla kveinstafi kemur að innleiðingu reglugerða ESB hér á landi? Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar