Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 17:20 Margrét Tryggvadóttir segir Rithöfundasambandið nú skoða hvernig eigi að bregðast við stórfelldum bókaþjófnaði og höfundarréttarbrotum Meta. Vísir/Anton Brink Formaður Rithöfundarsambands Íslands segir verk íslenskra höfunda meðal þeirra sem Meta hlóð niður af sjóræningjasíðu til að þjálfa gervigreind sína. Sambandið sé nú að skoða næstu skref í samstarfi við evrópsk höfundasamtök Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, ræddi um stórfelldan bókaþjófnað stórfyrirtækisins Meta við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það eru tvær vikur síðan The Atlantic gerðu fréttaskýringu um að í dómsmáli höfunda sjónvarsphandrita gagnvart Meta hefðu komið fram ýmis samskipti og gögn sem sýndu fram á það að Meta hefði, í stað þess að semja um bókmenntatexta til þess að þjálfa gervigreindina, farið á torrent-síðu og náð í allt heila klabbið,“ sagði Margrét. Glæpur Meta sé í raun tvöfaldur. „Annars vegar að stela þarna á áttundu milljón bóka og 81 milljón fræðigreina“ og hins vegar „að keyra höfundarréttarvarið efni inn í risamálheildina sem þeir eru með til þess að kenna henni tungumál og hvernig tungumál virka,“ segir Margrét. Fullt af efni eftir íslenska höfunda Síðan sem Meta nýtti sér heitir LibGen og er safn texta sem búið er að safna saman ólöglega, ekki ósvipað og Piratebay eða aðrar ræningjasíður á netinu. Margrét sagði Íslendinga sem betur fer ekki hafa verið mikið í slíkum bókastuldi þó hugsanlega spili þar inn í hve aftarlega þjóðin er á merinni í rafbókavæðingu. „Í þessum gögnum kemur fram að það er algjörlega einbeittur brotavilji hjá Meta,“ segir Margrét. Helstu topparnir hafi gefið leyfi fyrir þessu til þess að geta sparað sér tíma og kostnað við að fá bækurnar löglega.„Manni finnst þetta fullkomlega siðblint,“ segir hún. „Við sjáum að íslenskir höfundar eiga fullt af efni þarna, sérstaklega okkar vinsælasta og flottasta fólk sem hefur verið þýtt á önnur tungumál. Það eru ekkert endilega mjög margar bækur á íslensku en mjög mikið á þessum málum sem hefur verið þýtt á, ensku og frönsku og allt það,“ segir Margrét. Skoða hvernig eigi að bregðast við Margrét segir Rithöfundasambandið nú vera að skoða í samstarfi við evrópsk höfundasamtök hvað sé hægt að gera á evrópskum grundvelli. Sambandið hafi beðið íslenska rithöfunda að skoða gagnagrunninn sem The Atlantic tók saman og taka skjáskot eigi þeir verk þar. Sambandið safni þeim svo saman. „Það sem flækir þetta svolítið er náttúrurlega að þetta er á heimsvísu og höfundarréttarlöggjöfin er allt öðruvísi í Evrópu en í Bandaríkjunum,“ segir hún. „Maður stendur algjörlega óvarin gagnvart ofurefli. Rithöfundarsamband Íslands, við höfum ekkert bolmagn til þess að fara í málaferli við eitt stærsta og voldugasta fyrirtæki í heim. Við þurfum einhvern veginn að fljóta með öðrum,” segir Margrét. Margrét telur þó vera mun meira af fræðigreinum íslenskra höfunda inni á gagnagrunninum en skáldskap. Erfitt sé þó að segja til um hvað hafi verið gert nákvæmlega við textana. „Þetta snýr að Meta en við vitum líka að fleiri fyrirtæki hafa verið að gera þetta og nota bækur sem hafa farið þarna inn. Þegar Chat-GPT kom fyrst þá voru höfundar eins og Stephen King sem gátu beðið um fyrstu blaðsíðuna í ákveðnu verki og hún kom. En svo er búið að taka fyrir þetta þannig það er erfiðara að sjá hvað er þarna inni,“ segir Margrét. Gervigreindin sé gagnlegt verkfæri en Margrét segir að höfundum á Íslandi finnist gervigreind sem er þróuð á sköpunarverki höfunda gjarnan notuð til að þrengja að þeim. „Við sjáum það bara til dæmis hér á Íslandi að Storytel er með fullt af bókum sem eru þýddar af gervigreind. Þýðendur eru félagsmenn í Rithöfundasambandi Íslands og þeir fá þá bæði minni vinnu en líka miklu leiðinlegri vinnu því þeir eru frekar ráðnir til að lesa yfir. Allir sem hafa reynt það segja mér að það sé erfitt að lesa yfir því villurnar eru ekki lógískar,“ segir Margrét. Verið sé að nota texta höfunda til að útrýma vinnu þeirra. „Það er verið að reyna að þynna efnið sem kostar. Og Storytel hafa stært sig af því að vera tæknifyrirtæki og bjuggu til eina gervigreindarbók,“ segir Margrét. Þar hafi verið búinn til sérstakur gervigreindarhöfundur og haldið stórt útgáfupartý. „En svo fylgdi sögunni að það hefði þurft svo gríðarlega ritstjórn til að gera þetta að einhverju sem nokkur myndi hlusta á að það hefði verið mun ódýrara að fá einhvern til að semja bók,“ segir Margrét. Meta Gervigreind Bókmenntir Höfundar- og hugverkaréttur Storytel Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, ræddi um stórfelldan bókaþjófnað stórfyrirtækisins Meta við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það eru tvær vikur síðan The Atlantic gerðu fréttaskýringu um að í dómsmáli höfunda sjónvarsphandrita gagnvart Meta hefðu komið fram ýmis samskipti og gögn sem sýndu fram á það að Meta hefði, í stað þess að semja um bókmenntatexta til þess að þjálfa gervigreindina, farið á torrent-síðu og náð í allt heila klabbið,“ sagði Margrét. Glæpur Meta sé í raun tvöfaldur. „Annars vegar að stela þarna á áttundu milljón bóka og 81 milljón fræðigreina“ og hins vegar „að keyra höfundarréttarvarið efni inn í risamálheildina sem þeir eru með til þess að kenna henni tungumál og hvernig tungumál virka,“ segir Margrét. Fullt af efni eftir íslenska höfunda Síðan sem Meta nýtti sér heitir LibGen og er safn texta sem búið er að safna saman ólöglega, ekki ósvipað og Piratebay eða aðrar ræningjasíður á netinu. Margrét sagði Íslendinga sem betur fer ekki hafa verið mikið í slíkum bókastuldi þó hugsanlega spili þar inn í hve aftarlega þjóðin er á merinni í rafbókavæðingu. „Í þessum gögnum kemur fram að það er algjörlega einbeittur brotavilji hjá Meta,“ segir Margrét. Helstu topparnir hafi gefið leyfi fyrir þessu til þess að geta sparað sér tíma og kostnað við að fá bækurnar löglega.„Manni finnst þetta fullkomlega siðblint,“ segir hún. „Við sjáum að íslenskir höfundar eiga fullt af efni þarna, sérstaklega okkar vinsælasta og flottasta fólk sem hefur verið þýtt á önnur tungumál. Það eru ekkert endilega mjög margar bækur á íslensku en mjög mikið á þessum málum sem hefur verið þýtt á, ensku og frönsku og allt það,“ segir Margrét. Skoða hvernig eigi að bregðast við Margrét segir Rithöfundasambandið nú vera að skoða í samstarfi við evrópsk höfundasamtök hvað sé hægt að gera á evrópskum grundvelli. Sambandið hafi beðið íslenska rithöfunda að skoða gagnagrunninn sem The Atlantic tók saman og taka skjáskot eigi þeir verk þar. Sambandið safni þeim svo saman. „Það sem flækir þetta svolítið er náttúrurlega að þetta er á heimsvísu og höfundarréttarlöggjöfin er allt öðruvísi í Evrópu en í Bandaríkjunum,“ segir hún. „Maður stendur algjörlega óvarin gagnvart ofurefli. Rithöfundarsamband Íslands, við höfum ekkert bolmagn til þess að fara í málaferli við eitt stærsta og voldugasta fyrirtæki í heim. Við þurfum einhvern veginn að fljóta með öðrum,” segir Margrét. Margrét telur þó vera mun meira af fræðigreinum íslenskra höfunda inni á gagnagrunninum en skáldskap. Erfitt sé þó að segja til um hvað hafi verið gert nákvæmlega við textana. „Þetta snýr að Meta en við vitum líka að fleiri fyrirtæki hafa verið að gera þetta og nota bækur sem hafa farið þarna inn. Þegar Chat-GPT kom fyrst þá voru höfundar eins og Stephen King sem gátu beðið um fyrstu blaðsíðuna í ákveðnu verki og hún kom. En svo er búið að taka fyrir þetta þannig það er erfiðara að sjá hvað er þarna inni,“ segir Margrét. Gervigreindin sé gagnlegt verkfæri en Margrét segir að höfundum á Íslandi finnist gervigreind sem er þróuð á sköpunarverki höfunda gjarnan notuð til að þrengja að þeim. „Við sjáum það bara til dæmis hér á Íslandi að Storytel er með fullt af bókum sem eru þýddar af gervigreind. Þýðendur eru félagsmenn í Rithöfundasambandi Íslands og þeir fá þá bæði minni vinnu en líka miklu leiðinlegri vinnu því þeir eru frekar ráðnir til að lesa yfir. Allir sem hafa reynt það segja mér að það sé erfitt að lesa yfir því villurnar eru ekki lógískar,“ segir Margrét. Verið sé að nota texta höfunda til að útrýma vinnu þeirra. „Það er verið að reyna að þynna efnið sem kostar. Og Storytel hafa stært sig af því að vera tæknifyrirtæki og bjuggu til eina gervigreindarbók,“ segir Margrét. Þar hafi verið búinn til sérstakur gervigreindarhöfundur og haldið stórt útgáfupartý. „En svo fylgdi sögunni að það hefði þurft svo gríðarlega ritstjórn til að gera þetta að einhverju sem nokkur myndi hlusta á að það hefði verið mun ódýrara að fá einhvern til að semja bók,“ segir Margrét.
Meta Gervigreind Bókmenntir Höfundar- og hugverkaréttur Storytel Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira