Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Barnavernd Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun