Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 10:16 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira