Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2025 07:07 Skúli Mogensen fagnar Airbus A321-þotu Wow Air á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði árið 2015. Vilhelm Gunnarsson Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. „Við náðum strax mjög vel saman við Airbus. Fengum mikla athygli frá þeim. Þeir horfðu á Ísland. Þarna var Icelandair með Boeing,“ segir Skúli í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Wow Air fór í loftið árið 2012, sama ár og ráðamenn Icelandair völdu Boeing MAX. Airbus-menn voru í sárum eftir misheppnaða tilraun til að koma Íslandi inn á landakort sitt. „Já, þá langaði mikið til að komast inn á íslenska markaðinn. Þarna var Icelandair búið að vera í hálfgerðri einokunarstöðu með Boeing. Það munaði mjög litlu að Icelandair hefði valið Airbus,“ segir Skúli. Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund, sagði Vísir. Fram á síðustu stundu leit út fyrir að Icelandair-menn myndu velja Airbus. „Já, voru mjög nálægt því. Sjá örugglega eftir því í dag. Það hefði verið hárrétt ákvörðun á þeim tíma. Þannig að við fengum mjög góða þjónustu, alveg frá fyrsta degi, á hæsta stigi,“ segir Skúli, en í þættinum segir hann frá því þegar Airbus kvittaði upp á það að nýstofnað sprotafyrirtækið Wow Air fengi lánsfjármögnun til að kaupa fjórar Airbus-flugvélar á betri eða jafngóðum lánakjörum og íslenska ríkið naut. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, með líkan af Airbus A321neo við hlið sér.Einar Árnason Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan Wow í rekstri Airbus A320-flugvéla. Það var því rökrétt hjá Play að velja þá tegund. „Þetta er alveg klárlega vélin sem hentar best í það sem við erum að gera,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „Mér heyrist nú fleiri vera að komast á þá skoðun að þetta sé rétta vélin. Við náðum að velja þetta strax. Aðrir finna út úr þessu síðar,“ segir Einar Örn. Hér má sjá tíu mínútna kafla úr þættinum: Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í þessum níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:45. Hér má sjá upphafsmínútur þáttarins: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld 8. apríl, verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg allt frá því Loftleiðir komu sér þar upp starfsstöð vegna Ameríkuflugsins. Flugþjóðin Airbus Boeing WOW Air Play Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
„Við náðum strax mjög vel saman við Airbus. Fengum mikla athygli frá þeim. Þeir horfðu á Ísland. Þarna var Icelandair með Boeing,“ segir Skúli í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Wow Air fór í loftið árið 2012, sama ár og ráðamenn Icelandair völdu Boeing MAX. Airbus-menn voru í sárum eftir misheppnaða tilraun til að koma Íslandi inn á landakort sitt. „Já, þá langaði mikið til að komast inn á íslenska markaðinn. Þarna var Icelandair búið að vera í hálfgerðri einokunarstöðu með Boeing. Það munaði mjög litlu að Icelandair hefði valið Airbus,“ segir Skúli. Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund, sagði Vísir. Fram á síðustu stundu leit út fyrir að Icelandair-menn myndu velja Airbus. „Já, voru mjög nálægt því. Sjá örugglega eftir því í dag. Það hefði verið hárrétt ákvörðun á þeim tíma. Þannig að við fengum mjög góða þjónustu, alveg frá fyrsta degi, á hæsta stigi,“ segir Skúli, en í þættinum segir hann frá því þegar Airbus kvittaði upp á það að nýstofnað sprotafyrirtækið Wow Air fengi lánsfjármögnun til að kaupa fjórar Airbus-flugvélar á betri eða jafngóðum lánakjörum og íslenska ríkið naut. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, með líkan af Airbus A321neo við hlið sér.Einar Árnason Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan Wow í rekstri Airbus A320-flugvéla. Það var því rökrétt hjá Play að velja þá tegund. „Þetta er alveg klárlega vélin sem hentar best í það sem við erum að gera,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „Mér heyrist nú fleiri vera að komast á þá skoðun að þetta sé rétta vélin. Við náðum að velja þetta strax. Aðrir finna út úr þessu síðar,“ segir Einar Örn. Hér má sjá tíu mínútna kafla úr þættinum: Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í þessum níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:45. Hér má sjá upphafsmínútur þáttarins: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld 8. apríl, verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg allt frá því Loftleiðir komu sér þar upp starfsstöð vegna Ameríkuflugsins.
Flugþjóðin Airbus Boeing WOW Air Play Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44