Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 22:20 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. Þetta kom fram í myndbandsávarpi Musks á fundi stjórnmálaflokksins Bandalagsins (i. Lega) á Ítalíu, þar sem formaður flokksins, Matteo Salvini, spurði hann meðal annars út í tollamálin. Bandalagið er þjóðernissinnaður hægri flokkur sem er í ríkisstjórn á Ítalíu ásamt tveimur öðrum hægri flokkum, Bræðralagi Ítalíu og Forza Italia. Musk, sem stýrir bandarísku hagræðingar- og niðurskurðarstofnuninni DOGE og er náinn samstarfsmaður Trumps, hefur talað vel bæði um Bræðralag Ítalíu flokk forsætisráðherrans Giorgiu Meloni, og Bandalagið (Lega). Vill fríverslun og aukið atvinnufrelsi „Ég vona að menn séu sammála um að best væri að viðskipti milli Bandaríkjanna og Evrópu myndu þróast í átt að tollaleysi, og að til verði einhverskonar fríverslunarsvæði milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ sagði Musk. Þá sagðist hann einnig vilja sjá aukið ferða- og atvinnufrelsi milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Ef fólk vill vinna í Evrópu eða Norður-Ameríku, finnst mér að það ætti að vera hægt. Þetta hefur verið mín ráðgjöf til forsetans,“ sagði Musk. Í dag byrjuðu tollverðir í Bandaríkjunum að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru einn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka enn frekar hjá 57 löndum. Tollar sem taka gildi gagnvart Evrópusambandinu verða 20 prósent. Giancarlo Giorgetti, fjármálaráðherra Ítalíu úr Bandalagsflokknum (Lega), hefur sagt að ríkisstjórn Ítalíu vilji leita lausna í tollamálunum, og varaði við því að fara leggja gagntolla á Bandaríkin og stuðla að frekari stigmögnun viðskiptastríðs. Viðskiptajöfnuður milli Bandaríkjanna og Ítalíu er Ítalíu í hag. Elon Musk hjólaði í Peter Navarro, einn ráðgjafa Trumps í tollamálum, í nokkrum færslum á X í dag. Þar birtist stutt myndband þar sem Peter, sem er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard, færði rök fyrir því að nýir tollar ríkisstjórnarinnar væru skynsamlegir. Musk sagði meðal annars að doktorsgráða frá Harvard væri einskis virði. „Hann hefur ekki búið neitt til,“ sagði hann. Ítalía Elon Musk Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi Musks á fundi stjórnmálaflokksins Bandalagsins (i. Lega) á Ítalíu, þar sem formaður flokksins, Matteo Salvini, spurði hann meðal annars út í tollamálin. Bandalagið er þjóðernissinnaður hægri flokkur sem er í ríkisstjórn á Ítalíu ásamt tveimur öðrum hægri flokkum, Bræðralagi Ítalíu og Forza Italia. Musk, sem stýrir bandarísku hagræðingar- og niðurskurðarstofnuninni DOGE og er náinn samstarfsmaður Trumps, hefur talað vel bæði um Bræðralag Ítalíu flokk forsætisráðherrans Giorgiu Meloni, og Bandalagið (Lega). Vill fríverslun og aukið atvinnufrelsi „Ég vona að menn séu sammála um að best væri að viðskipti milli Bandaríkjanna og Evrópu myndu þróast í átt að tollaleysi, og að til verði einhverskonar fríverslunarsvæði milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ sagði Musk. Þá sagðist hann einnig vilja sjá aukið ferða- og atvinnufrelsi milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Ef fólk vill vinna í Evrópu eða Norður-Ameríku, finnst mér að það ætti að vera hægt. Þetta hefur verið mín ráðgjöf til forsetans,“ sagði Musk. Í dag byrjuðu tollverðir í Bandaríkjunum að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru einn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka enn frekar hjá 57 löndum. Tollar sem taka gildi gagnvart Evrópusambandinu verða 20 prósent. Giancarlo Giorgetti, fjármálaráðherra Ítalíu úr Bandalagsflokknum (Lega), hefur sagt að ríkisstjórn Ítalíu vilji leita lausna í tollamálunum, og varaði við því að fara leggja gagntolla á Bandaríkin og stuðla að frekari stigmögnun viðskiptastríðs. Viðskiptajöfnuður milli Bandaríkjanna og Ítalíu er Ítalíu í hag. Elon Musk hjólaði í Peter Navarro, einn ráðgjafa Trumps í tollamálum, í nokkrum færslum á X í dag. Þar birtist stutt myndband þar sem Peter, sem er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard, færði rök fyrir því að nýir tollar ríkisstjórnarinnar væru skynsamlegir. Musk sagði meðal annars að doktorsgráða frá Harvard væri einskis virði. „Hann hefur ekki búið neitt til,“ sagði hann.
Ítalía Elon Musk Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53
Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41