Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 13:36 Cole Palmer er leikmaður Chelsea en félagið virðast hafa komið sér í vandræði hjá UEFA. Getty/Alex Pantling Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gæti átt von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Evrópu eftir að enskir miðlar birtu í dag fréttir um það að Lundúnafélagið hafi brotið rekstrarreglur UEFA. Chelsea er sagt vera í viðræðum við UEFA um lausn málsins. BBC skrifar um meint brot í fréttum sínum en The Times staðfestir að Chelsea hafi brotið reglurnar. Málið snýst um síðasta fjárhagsár hjá Chelsea en það endaði í júní á síðasta ári. Rekstur Chelsea skilaði 128,4 milljónum punda í tekjur fyrir skatt samkvæmt ársreikningum en það virðist sem eitthvað bókhaldsbrask hafi verið í gengi samkvæmt reglum UEFA. Líklegast er það tengt því að Chelsea seldi BlueCo kvennalið félagsins en Chelsea er sjálft í eigu BlueCo. Verðmiðinn var yfir 24 milljarða íslenskra króna sem er það mesta sem hefur verið borgað fyrir kvennafótboltalið í sögunni. Knattspyrnusamband UEFA leyfir ekki slíkar sölur milli tengdra aðila þótt að enska úrvalsdeildin geri það. Fái Chelsea ekki að taka þessa sölu með inn í rekstrarreikning sinn þá er hætt við því að félagið sé að brjóta rekstrarreglur UEFA þar sem að rekstrartapið félagsins er þá of mikið. Chelsea á einnig að hafa tekið með tvær sölur á hótelum til annars félags í eigu BlueCo en sala milli systrafélaga er ekki leyfð í uppgjöri til UEFA. Viðræður eiga að vera í gangi samkvæmt frétt BBC. Líklegasta niðurstaðan er sekt en ný brot gætu líka kallað á harðari refsingar á næstu árum. Enski boltinn UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Chelsea er sagt vera í viðræðum við UEFA um lausn málsins. BBC skrifar um meint brot í fréttum sínum en The Times staðfestir að Chelsea hafi brotið reglurnar. Málið snýst um síðasta fjárhagsár hjá Chelsea en það endaði í júní á síðasta ári. Rekstur Chelsea skilaði 128,4 milljónum punda í tekjur fyrir skatt samkvæmt ársreikningum en það virðist sem eitthvað bókhaldsbrask hafi verið í gengi samkvæmt reglum UEFA. Líklegast er það tengt því að Chelsea seldi BlueCo kvennalið félagsins en Chelsea er sjálft í eigu BlueCo. Verðmiðinn var yfir 24 milljarða íslenskra króna sem er það mesta sem hefur verið borgað fyrir kvennafótboltalið í sögunni. Knattspyrnusamband UEFA leyfir ekki slíkar sölur milli tengdra aðila þótt að enska úrvalsdeildin geri það. Fái Chelsea ekki að taka þessa sölu með inn í rekstrarreikning sinn þá er hætt við því að félagið sé að brjóta rekstrarreglur UEFA þar sem að rekstrartapið félagsins er þá of mikið. Chelsea á einnig að hafa tekið með tvær sölur á hótelum til annars félags í eigu BlueCo en sala milli systrafélaga er ekki leyfð í uppgjöri til UEFA. Viðræður eiga að vera í gangi samkvæmt frétt BBC. Líklegasta niðurstaðan er sekt en ný brot gætu líka kallað á harðari refsingar á næstu árum.
Enski boltinn UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira