Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar 5. apríl 2025 10:02 Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda. Þekkingin er nefnilega óþægileg fyrir þá sem hafa hagnast á blindum blettum samfélagsins. Það er engin tilviljun að þegar jafnréttismál eru tekin til umræðu, þegar við greinum valdatengsl í launum, fjárstyrkjum, fjölmiðlum eða í daglegu lífi, þá bregðast sumir við með vanvirðingu eða háði. Það eru ákveðin varnarviðbrögð gegn því sem er óumflýjanlegt: að sá veruleiki sem þeir hafa upplifað sem eðlilegan er í raun byggður á djúpstæðu ójafnvægi valds og forréttinda. Við vitum að samfélagslegt misrétti er ekki tilviljanakennt. Það er kerfisbundið, innbyggt í stofnanir og menningu okkar. Við vitum líka að það réttlætir sig oft með þögninni sem ríkir í kringum þessi málefni. Þess vegna skiptir fræðsla svo miklu máli. Hún rýfur þögnina. Hún gerir hið ósýnilega sýnilegt. Þekking er vald. Það er einmitt þess vegna sem fræðsla um jafnrétti er svo öflug. Hún færir okkur ekki bara skilning á staðreyndum heldur líka tækin til að breyta samfélaginu í raun. Það er líka ástæða þess að sumt fólk óttast þessa fræðslu, hún afhjúpar þau kerfi sem þau hafa hagnast á, jafnvel án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Við eigum ekki að sætta okkur við að jafnréttisbarátta sé kölluð „innræting“. Slík orðræða er til marks um vanmátt þeirra sem sjá valdastöðu sína ógnaða. Það er gömul og gegnsæ vísbending um að þeir sem hafa setið við völd vilja ekki að aðrir fái tólin til að spyrja gildra spurninga. Ég skrifa þetta ekki til að réttlæta að við fræðum okkur um jafnrétti. Ég skrifa þetta til að minna á að við höfum ekki val lengur. Það er skylda okkar að skilja hvernig samfélag okkar virkar, og skylda okkar að gera betur. Það er okkar ábyrgð að beita þekkingunni í þágu réttlætis og frelsis allra. Þekking er vald, og við ætlum að beita því af ábyrgð, af festu, og með það að markmiði að byggja samfélag sem þjónar öllum, ekki aðeins fáum. Höfundur er nemi í kynjafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda. Þekkingin er nefnilega óþægileg fyrir þá sem hafa hagnast á blindum blettum samfélagsins. Það er engin tilviljun að þegar jafnréttismál eru tekin til umræðu, þegar við greinum valdatengsl í launum, fjárstyrkjum, fjölmiðlum eða í daglegu lífi, þá bregðast sumir við með vanvirðingu eða háði. Það eru ákveðin varnarviðbrögð gegn því sem er óumflýjanlegt: að sá veruleiki sem þeir hafa upplifað sem eðlilegan er í raun byggður á djúpstæðu ójafnvægi valds og forréttinda. Við vitum að samfélagslegt misrétti er ekki tilviljanakennt. Það er kerfisbundið, innbyggt í stofnanir og menningu okkar. Við vitum líka að það réttlætir sig oft með þögninni sem ríkir í kringum þessi málefni. Þess vegna skiptir fræðsla svo miklu máli. Hún rýfur þögnina. Hún gerir hið ósýnilega sýnilegt. Þekking er vald. Það er einmitt þess vegna sem fræðsla um jafnrétti er svo öflug. Hún færir okkur ekki bara skilning á staðreyndum heldur líka tækin til að breyta samfélaginu í raun. Það er líka ástæða þess að sumt fólk óttast þessa fræðslu, hún afhjúpar þau kerfi sem þau hafa hagnast á, jafnvel án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Við eigum ekki að sætta okkur við að jafnréttisbarátta sé kölluð „innræting“. Slík orðræða er til marks um vanmátt þeirra sem sjá valdastöðu sína ógnaða. Það er gömul og gegnsæ vísbending um að þeir sem hafa setið við völd vilja ekki að aðrir fái tólin til að spyrja gildra spurninga. Ég skrifa þetta ekki til að réttlæta að við fræðum okkur um jafnrétti. Ég skrifa þetta til að minna á að við höfum ekki val lengur. Það er skylda okkar að skilja hvernig samfélag okkar virkar, og skylda okkar að gera betur. Það er okkar ábyrgð að beita þekkingunni í þágu réttlætis og frelsis allra. Þekking er vald, og við ætlum að beita því af ábyrgð, af festu, og með það að markmiði að byggja samfélag sem þjónar öllum, ekki aðeins fáum. Höfundur er nemi í kynjafræði
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar