Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 08:29 Ráðherra með Eyjólfi. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans. Í ræðu Hönnu Katrínar kom fram að Eyjólfur hefði haft mikil áhrif á samfélagið og þjóðlífið með sterkum hugmyndum, kraftmiklum nýjungum og kynnt Íslendinga fyrir gæðahönnun síðustu fimmtíu ár. Þá þakkaði hún honum fyrir ómetanlegt framlag og drifkraft í þágu íslenskrar hönnunar. „Með áratugalangri elju, framsýni og sköpunarkrafti hefur Eyjólfur Pálsson sannað sig sem einn mikilvægasta talsmann hönnunar á Íslandi. Arfleifð hans í íslenskri hönnunarsögu er ómetanleg, enda hefur starf hans haft áhrif langt út fyrir hans eigin fyrirtæki og náð að móta hönnunarmenningu þjóðarinnar,“ sagði Hanna Katrín við þetta tilefni. Eyjólfur flutti sjálfa stutta ræðu, og ítrekaði hversu mikill heiður væri að taka á móti viðurkenningu á tímamótum. Hann hefði fyrst og síðast reynt að gera fallega hönnun hluta af daglegu lífi okkar allra, hönnun sem blandar saman fagurfræði, gæðum og notagildi. „Þegar ég lít til baka yfir þennan langa og lærdómsríka feril, sé ég ekki bara árin sem liðin eru, heldur þá fjölmörgu einstaklinga sem hafa lagt hönd á plóg. Ég hef oft hugsað starf okkar eins og sinfóníuhljómsveit. Ég hef verið svo lánsamur að stofna hljómsveitina og vera hljómsveitarstjórinn lengst af, sá sem stýrir og stillir saman og velur verkin sem flytja skal. En einsog þið þekkið er engin hljómsveit bara stjórinn einn. Okkar frábæra starfsfólk, ráðgjafar, vinir og velunnarar eru tónlistarfólk í fremstu röð, hvert og eitt með sitt einstaka hljóðfæri og hæfileika. Og svo eru það hönnuðirnir: Tónskáldin, sem skapa þau stef sem við fáum að miðla til heimsins,“ sagði Eyjólfur. HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
Í ræðu Hönnu Katrínar kom fram að Eyjólfur hefði haft mikil áhrif á samfélagið og þjóðlífið með sterkum hugmyndum, kraftmiklum nýjungum og kynnt Íslendinga fyrir gæðahönnun síðustu fimmtíu ár. Þá þakkaði hún honum fyrir ómetanlegt framlag og drifkraft í þágu íslenskrar hönnunar. „Með áratugalangri elju, framsýni og sköpunarkrafti hefur Eyjólfur Pálsson sannað sig sem einn mikilvægasta talsmann hönnunar á Íslandi. Arfleifð hans í íslenskri hönnunarsögu er ómetanleg, enda hefur starf hans haft áhrif langt út fyrir hans eigin fyrirtæki og náð að móta hönnunarmenningu þjóðarinnar,“ sagði Hanna Katrín við þetta tilefni. Eyjólfur flutti sjálfa stutta ræðu, og ítrekaði hversu mikill heiður væri að taka á móti viðurkenningu á tímamótum. Hann hefði fyrst og síðast reynt að gera fallega hönnun hluta af daglegu lífi okkar allra, hönnun sem blandar saman fagurfræði, gæðum og notagildi. „Þegar ég lít til baka yfir þennan langa og lærdómsríka feril, sé ég ekki bara árin sem liðin eru, heldur þá fjölmörgu einstaklinga sem hafa lagt hönd á plóg. Ég hef oft hugsað starf okkar eins og sinfóníuhljómsveit. Ég hef verið svo lánsamur að stofna hljómsveitina og vera hljómsveitarstjórinn lengst af, sá sem stýrir og stillir saman og velur verkin sem flytja skal. En einsog þið þekkið er engin hljómsveit bara stjórinn einn. Okkar frábæra starfsfólk, ráðgjafar, vinir og velunnarar eru tónlistarfólk í fremstu röð, hvert og eitt með sitt einstaka hljóðfæri og hæfileika. Og svo eru það hönnuðirnir: Tónskáldin, sem skapa þau stef sem við fáum að miðla til heimsins,“ sagði Eyjólfur.
HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira