„Erum í basli undir körfunni“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. apríl 2025 22:02 Emil Barja áttar sig á því hvað þarf til þess að Haukar leggi Grindavík að velli. Vísir/Diego Emil Barja, þjálfari Hauka, segir lið sitt þurfa að gera betur á báðum endum vallarins ætli liðið sér að ná markmiði sínu að ryðja Grindavík úr vegi í baráttu liðanna um sæti í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík bar sigurorð af Haukum þegar liðin öttu kappi í öðrum leik sínum í átta liða úrslitum í Smáranum í kvöld. „Þær gerðu út um þetta með því að taka miklu fleiri fráköst. Við vorum meðvitaðar um það að við gætum orðið í vandæðum undir körfunni þar sem okkur vantar stóran miðherja. Ég hélt að við gætum leyst það með því að spila svæðisvörn en það gekk ekki eftir,“ sagði Emil Barja, þjálfari Hauka, svekktur þegar annað tap liðins var í viðureigninni var staðreynd. „Þar að auki var sóknarleikurinn stirður nánast allan leikinn og við náðum engu flæði á sóknarhelmingnum. Það var í raun ekki fyrr en við fórum í allt eða ekkert bolta undir restina og fórum að taka sjénsa í sóknaraðgerðunum að við náðum smá áhlaupi. Það var hins vegar ekki nóg og því fór sem fór,“ sagði Emil aðspurður um hvað hefði farið úrskeiðis. „Markmiðin okkar hafa ekkert breyst þrátt fyrir að við séum komin í slæma stöðu. Við þurfum ennþá bara að vinna þrjá sigra og það skiptir engu máli hvar það gerist í seríunni. Við höfum enn fulla trú á að við getum farið áfram þrátt fyrir brösuga byrjun,“ sagði hann borubrattur um stöðu mála. „Við þurfum að fara vel yfir frammistöðu okkur bæði í vörn og sókn fyrir næsta leik. Við þurfum að finna flöt á því hvernig við mötchum baráttuna undir körfunni og einnig betri lausnir í sóknarleiknum. Það er verkefni næstu daga og okkur hlakkar til að takast á við það,“ sagði hann um hvað þyrfti að gerast til þess að Haukar héldu lífi í von sinni um að komast í undanúrslit keppninnar. Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
„Þær gerðu út um þetta með því að taka miklu fleiri fráköst. Við vorum meðvitaðar um það að við gætum orðið í vandæðum undir körfunni þar sem okkur vantar stóran miðherja. Ég hélt að við gætum leyst það með því að spila svæðisvörn en það gekk ekki eftir,“ sagði Emil Barja, þjálfari Hauka, svekktur þegar annað tap liðins var í viðureigninni var staðreynd. „Þar að auki var sóknarleikurinn stirður nánast allan leikinn og við náðum engu flæði á sóknarhelmingnum. Það var í raun ekki fyrr en við fórum í allt eða ekkert bolta undir restina og fórum að taka sjénsa í sóknaraðgerðunum að við náðum smá áhlaupi. Það var hins vegar ekki nóg og því fór sem fór,“ sagði Emil aðspurður um hvað hefði farið úrskeiðis. „Markmiðin okkar hafa ekkert breyst þrátt fyrir að við séum komin í slæma stöðu. Við þurfum ennþá bara að vinna þrjá sigra og það skiptir engu máli hvar það gerist í seríunni. Við höfum enn fulla trú á að við getum farið áfram þrátt fyrir brösuga byrjun,“ sagði hann borubrattur um stöðu mála. „Við þurfum að fara vel yfir frammistöðu okkur bæði í vörn og sókn fyrir næsta leik. Við þurfum að finna flöt á því hvernig við mötchum baráttuna undir körfunni og einnig betri lausnir í sóknarleiknum. Það er verkefni næstu daga og okkur hlakkar til að takast á við það,“ sagði hann um hvað þyrfti að gerast til þess að Haukar héldu lífi í von sinni um að komast í undanúrslit keppninnar.
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira