Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 15:00 Mosfellingar fagna hér sætinu í Bestu deildinni eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Vísir/Anton Besta deild karla í fótbolta fer af stað í kvöld með sögulegum leik þegar eitt félag og eitt bæjarfélag bætist í hóp þeirra sem hafa átt lið í deild þeirra bestu hér á landi. 5. apríl 2025 er nefnilega stór dagur í sögu Aftureldingar í Mosfellsbæ en karlalið félagsins spilar í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Það má segja að verkefni kvöldsins sé eins erfitt og þau finnast í íslenska boltanum en Mosfellsbæjarliðið er þar á útivelli á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Auðvelt er að halda því fram að þetta sé í raun erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár þegar tekið er mið af gengi mótherjanna á árinu á undan. Síðast spilaði félag sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum árið 1989. Fylkir var þá að leika sinn fyrsta leik í efstu deild og spilaði við Íslandsmeistara Fram á gervigrasinu í Laugardal. Fram vann leikinn þökk sé sigurmarki Guðmundar Steinssonar á tólftu mínútu. Frá því að Fylkismenn léku sinn fyrsta efstu deildarlið fyrir 36 árum þá hafa ellefu félög verið í sömu sporum. Ekkert þeirra mætti hins vegar ríkjandi meisturum. Gróttumenn komust næst þessu þegar þeir mættu Blikum i frumraun sinni fyrir fimm árum en Blikar enduðu í öðru sæti í deildinni sumarið á undan. Fjögur af þessum ellefu félögum tókst að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi en það voru Leiknir 2015, Fjölnir 2008, Skallagrímur 1997 og Stjarnan 1990. HK 2007 og ÍR 1998 gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik en hin fimm liðin (Vestri 2023, Grótta 2020, Víkingur Ó. 2013, Selfoss 2010 og Grindavík 1995) töpuðu aftur á móti í frumraun sinni. Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli Besta deild karla Afturelding Breiðablik Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
5. apríl 2025 er nefnilega stór dagur í sögu Aftureldingar í Mosfellsbæ en karlalið félagsins spilar í kvöld sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Það má segja að verkefni kvöldsins sé eins erfitt og þau finnast í íslenska boltanum en Mosfellsbæjarliðið er þar á útivelli á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Auðvelt er að halda því fram að þetta sé í raun erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár þegar tekið er mið af gengi mótherjanna á árinu á undan. Síðast spilaði félag sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ríkjandi Íslandsmeisturum árið 1989. Fylkir var þá að leika sinn fyrsta leik í efstu deild og spilaði við Íslandsmeistara Fram á gervigrasinu í Laugardal. Fram vann leikinn þökk sé sigurmarki Guðmundar Steinssonar á tólftu mínútu. Frá því að Fylkismenn léku sinn fyrsta efstu deildarlið fyrir 36 árum þá hafa ellefu félög verið í sömu sporum. Ekkert þeirra mætti hins vegar ríkjandi meisturum. Gróttumenn komust næst þessu þegar þeir mættu Blikum i frumraun sinni fyrir fimm árum en Blikar enduðu í öðru sæti í deildinni sumarið á undan. Fjögur af þessum ellefu félögum tókst að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi en það voru Leiknir 2015, Fjölnir 2008, Skallagrímur 1997 og Stjarnan 1990. HK 2007 og ÍR 1998 gerðu jafntefli í sínum fyrsta leik en hin fimm liðin (Vestri 2023, Grótta 2020, Víkingur Ó. 2013, Selfoss 2010 og Grindavík 1995) töpuðu aftur á móti í frumraun sinni. Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli
Frumraun félaga í efstu deild karla í fótbolta síðustu áratugi: Afturelding 2025 Mætir Breiðabliki (Íslandsmeistari) á útivelli í kvöld Vestri 2023 Tap á móti Fram (10. sæti árið á undan) á útivelli Grótta 2020 Tap á móti Breiðabliki (2. sæti) á útivelli Leiknir 2015 Sigur á móti Val (5. sæti) á útivelli Víkingur Ó. 2013 Tap á móti Fram (10. sæti) á heimavelli Selfoss 2010 Tap á móti Fylki (3.sæti) á heimavelli Fjölnir 2009 Sigur á Þrótti (10.sæti) á útivelli HK 2007 Jafntefli á móti Víkingi (7.sæti) á útivelli ÍR 1998 Jafntefli á móti Grindavík (7.sæti) á útivelli Skallagrímur 1997 Sigur á Leiftri (3.sæti) á heimavelli Grindavík 1995 Tap á móti Keflavík (3. sæti) á heimavelli Stjarnan 1990 Sigur á Þór Akureyri (7. sæti) á útivelli Fylkir 1989 Tap á móti Fram (Íslandsmeistari) á útivelli
Besta deild karla Afturelding Breiðablik Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira