Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun