Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar 2. apríl 2025 07:31 Flest okkar fara ekki í gegnum daginn, hvað þá vikuna, án þess að selja eitthvað. Við seljum börnunum okkar þá hugmynd að fara í úlpu þegar það er kalt eða makanum að hafa frekar salat í matinn en kjöt. Góð samskipti byggja meðal annars á málamiðlunum og þá getur verið farsælla að selja hugmyndina í stað þess að þvinga hana upp á viðkomandi. Sölufólk á Íslandi. Þó að flest okkar selji hugmyndir jafnvel án þess að leiða hugann að því, er til hópur fagfólks sem hefur það að aðalstarfi að selja vörur og þjónustu. Þessi hópur telur þúsundir og gegnir lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi. Ég hef lengi velt fyrir mér ímynd sölustarfsins á Íslandi, en almennt er ekki mikið fjallað um sölu í fjölmiðlum eða almennri umræðu. Mannauðsmál eru til umræðu, og mannauðsfólk á öflugt félag sem heitir Mannauður. Gott starf er unnið hjá ÍMARK fyrir markaðsfólk, og stjórnendur hafa Stjórnvísi. Engin samtök halda utan um þau sem starfa í sölu, né er haldin sérstök verðlaunahátíð fyrir þá sem skara fram úr í faginu. Hvers virði er vara ef hún er aldrei seld? Fyrir nokkrum árum átti ég langt samtal við einn af öflugustu fjárfestum landsins. Hann var þeirrar skoðunar að það sem helst hamlaði nýsköpun og útrás íslenskra fyrirtækja væri skortur á faglegri söluþekkingu. Hann benti á að við tölum af meiri virðingu um uppfinningafólk, frumkvöðla og forritara en sölufólk. Í samtali okkar spurði hann mig: „Hvers virði er vara ef hún er aldrei seld?“ Fordómar. Ég hef starfað við sölu og sölustjórnun í fjölda ára, en þrátt fyrir það hef ég staðið sjálfan mig að því að hafa ákveðna fordóma gagnvart faginu. Fyrir rúmum áratug starfaði ég í framleiðslufyrirtæki sem rak meðal annars söluskrifstofu í Bandaríkjunum. Í það teymi réð ég einstakling sem hafði lokið viðskiptafræðinámi þar í landi með það að markmiði að starfa í sölu. Hann átti tvo bræður sem voru læknar og einn sem var lögfræðingur. Í hans huga var sölustarfið ekki síður mikilvægt en störf bræðranna. Ég verð að viðurkenna að áður en ég kynntist honum, leit ég ekki á þessi störf sem jafn mikilvæg. Starf fyrir kanínustrákinn. Í barnabókinni Starf fyrir kanínustrákinn veltir stórfjölskyldan upp mögulegum störfum fyrir nýjasta meðlim kanínufjölskyldunnar og giskar á hvað hann verði þegar hann verður stór. Þau nefna störf eins og lögregluþjón, trúð, kúreka, flugmann, slökkviliðsmann, lestarstjóra, ljónatemjara, póstburðarmann, sjoppueiganda, strandvörð, bónda og lækni. Engum datt í hug að hann yrði sölumaður. Ég velti fyrir mér hvort svipuð umræða eigi sér stað í íslenskum fjölskyldum og hvort það stafi af litlum skilningi á sölustörfum og mikilvægi þeirra. Þegar við skoðum rannsóknir sem snúa að virðingu og trausti starfsgreina, sjáum við hjúkrunarfræðinga, lækna, kennara, vísindafólk, lögreglu, verkfræðinga, dómara, sjúkraliða og fjölmiðlafólk gjarnan raða sér inn á topp tíu listana. Sölustarf fer sjaldan hátt í slíkum könnunum. Skemmtilegt og vellaunað starf. Eftir að hafa stundað sölumennsku, sölustjórnun og þjálfað sölufólk hef ég kynnst ýmsum hliðum á sölu. Það er líka rétt að taka fram að störf sem tengjast sölu eru afar fjölbreytt, allt frá almennri þjónustusölu til sérhæfðrar söluráðgjafar eða viðskiptastýringar. Mörg þessara starfa eru vel borguð og þeim fylgja oft bónusar og ferðalög, sem mörgum finnast eftirsóknarverð. Mannlega hliðin er þó það sem flestum þykir skemmtilegast, því í þessu starfi kynnist maður fjölmörgum viðskiptavinum, og sumir þeirra verða góðir kunningjar eða jafnvel vinir. Til þess að lífskjör á Íslandi verði áfram með þeim bestu í heimi, þurfum við fjölbreytt atvinnulíf og öfluga menntun. Við þurfum að halda áfram að ýta undir nýsköpun og framsækni í framleiðslu, en um leið huga að þeim sem eiga að opna ný viðskiptatengsl og koma afurðum og hugmyndum okkar í verð. Höfundur er söluráðgjafi og sölustjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Flest okkar fara ekki í gegnum daginn, hvað þá vikuna, án þess að selja eitthvað. Við seljum börnunum okkar þá hugmynd að fara í úlpu þegar það er kalt eða makanum að hafa frekar salat í matinn en kjöt. Góð samskipti byggja meðal annars á málamiðlunum og þá getur verið farsælla að selja hugmyndina í stað þess að þvinga hana upp á viðkomandi. Sölufólk á Íslandi. Þó að flest okkar selji hugmyndir jafnvel án þess að leiða hugann að því, er til hópur fagfólks sem hefur það að aðalstarfi að selja vörur og þjónustu. Þessi hópur telur þúsundir og gegnir lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi. Ég hef lengi velt fyrir mér ímynd sölustarfsins á Íslandi, en almennt er ekki mikið fjallað um sölu í fjölmiðlum eða almennri umræðu. Mannauðsmál eru til umræðu, og mannauðsfólk á öflugt félag sem heitir Mannauður. Gott starf er unnið hjá ÍMARK fyrir markaðsfólk, og stjórnendur hafa Stjórnvísi. Engin samtök halda utan um þau sem starfa í sölu, né er haldin sérstök verðlaunahátíð fyrir þá sem skara fram úr í faginu. Hvers virði er vara ef hún er aldrei seld? Fyrir nokkrum árum átti ég langt samtal við einn af öflugustu fjárfestum landsins. Hann var þeirrar skoðunar að það sem helst hamlaði nýsköpun og útrás íslenskra fyrirtækja væri skortur á faglegri söluþekkingu. Hann benti á að við tölum af meiri virðingu um uppfinningafólk, frumkvöðla og forritara en sölufólk. Í samtali okkar spurði hann mig: „Hvers virði er vara ef hún er aldrei seld?“ Fordómar. Ég hef starfað við sölu og sölustjórnun í fjölda ára, en þrátt fyrir það hef ég staðið sjálfan mig að því að hafa ákveðna fordóma gagnvart faginu. Fyrir rúmum áratug starfaði ég í framleiðslufyrirtæki sem rak meðal annars söluskrifstofu í Bandaríkjunum. Í það teymi réð ég einstakling sem hafði lokið viðskiptafræðinámi þar í landi með það að markmiði að starfa í sölu. Hann átti tvo bræður sem voru læknar og einn sem var lögfræðingur. Í hans huga var sölustarfið ekki síður mikilvægt en störf bræðranna. Ég verð að viðurkenna að áður en ég kynntist honum, leit ég ekki á þessi störf sem jafn mikilvæg. Starf fyrir kanínustrákinn. Í barnabókinni Starf fyrir kanínustrákinn veltir stórfjölskyldan upp mögulegum störfum fyrir nýjasta meðlim kanínufjölskyldunnar og giskar á hvað hann verði þegar hann verður stór. Þau nefna störf eins og lögregluþjón, trúð, kúreka, flugmann, slökkviliðsmann, lestarstjóra, ljónatemjara, póstburðarmann, sjoppueiganda, strandvörð, bónda og lækni. Engum datt í hug að hann yrði sölumaður. Ég velti fyrir mér hvort svipuð umræða eigi sér stað í íslenskum fjölskyldum og hvort það stafi af litlum skilningi á sölustörfum og mikilvægi þeirra. Þegar við skoðum rannsóknir sem snúa að virðingu og trausti starfsgreina, sjáum við hjúkrunarfræðinga, lækna, kennara, vísindafólk, lögreglu, verkfræðinga, dómara, sjúkraliða og fjölmiðlafólk gjarnan raða sér inn á topp tíu listana. Sölustarf fer sjaldan hátt í slíkum könnunum. Skemmtilegt og vellaunað starf. Eftir að hafa stundað sölumennsku, sölustjórnun og þjálfað sölufólk hef ég kynnst ýmsum hliðum á sölu. Það er líka rétt að taka fram að störf sem tengjast sölu eru afar fjölbreytt, allt frá almennri þjónustusölu til sérhæfðrar söluráðgjafar eða viðskiptastýringar. Mörg þessara starfa eru vel borguð og þeim fylgja oft bónusar og ferðalög, sem mörgum finnast eftirsóknarverð. Mannlega hliðin er þó það sem flestum þykir skemmtilegast, því í þessu starfi kynnist maður fjölmörgum viðskiptavinum, og sumir þeirra verða góðir kunningjar eða jafnvel vinir. Til þess að lífskjör á Íslandi verði áfram með þeim bestu í heimi, þurfum við fjölbreytt atvinnulíf og öfluga menntun. Við þurfum að halda áfram að ýta undir nýsköpun og framsækni í framleiðslu, en um leið huga að þeim sem eiga að opna ný viðskiptatengsl og koma afurðum og hugmyndum okkar í verð. Höfundur er söluráðgjafi og sölustjóri Dale Carnegie.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun