„Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2025 16:30 Heiða er í dag borgarstjóri Reykjavíkur. Hún er nýr borgarstjóri og ætlar sér stóra hluti. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, talaði um launin, störfin, framtíðarhorfur en kynntist líka persónulegu hliðinni á þessari kraftmiklu konu sem elskar hreyfingu, hollan mat og spilakvöld með fjölskyldunni. Hún fer alltaf snemma á fætur en segist samt sem áður frekar vera b-manneskja heldur en a. Heiða er 54 ára og fædd á Akureyri, bjó til skiptis í sveitinni hjá ömmu og afa og svo hjá foreldrum inni í bæ. Hún er elst fjögurra systkina og þrátt fyrir planið hafi ekki endilega verið að fara í pólitík þegar hún var yngri var umræðan á heimilinu svona: „Ég er alin upp í mikilli pólitík. Báðir foreldrar mínir eru mjög svona vinstri sinnuð og mjög réttsýn og heiðarleg. Við töluðum mikið um allskonar pólitík og alltaf talað við okkur um samfélag, ábyrgð og samkennd og ættum að koma heiðarlega fram.“ Heiða fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði þar matsveininn. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og sérstaklega hollum mat. „Mitt uppáhald er humar og humarpítsa og það er oft í matinn á þessu heimili. Síðan tók ég náttúrufræðipróf og flutti til Reykjavíkur og var þá að reyna komast inn í nám í Svíþjóð og það tókst og ég fór í næringarráðgjöf þar,“ segir Heiða sem eignaðist son sinn í Svíþjóð með fyrrverandi manninum sínum. Síðan flytur Heiða heim og kynnist núverandi manni sínum Hrannari Birni og eiga þau samtals fjögur börn í dag. Í kjölfarið kláraði hún MBA og hefur haft í nógu að snúast allar götur síðan. Heiða var spurð út í laun hennar en á dögunum var greint frá því að hún væri samanlagt með tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun. Sem borgarstjóri, stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, formennsku í stjórn Sambands íslenskrar sveitarfélaga og meira. „Það kom ekki til greina að segja af mér formennsku þar sem ég var ekki með varamann í stjórninni. Ef ég hefði sagt af mér formennsku hefði ekki verið neitt til að gæta hagsmuna borgarinnar þarna inni, nema aðilar í minnihlutanum sem voru ekki okkur í meirihlutanum mjög vinveittir. Fyrir hagsmuni Reykvíkinga fannst mér það því óábyrgt af mér þangað til að það var landsþing og þá var hægt að kjósa í minn stað þremur vikum seinna. Ég var ekkert búin að reikna saman þessi laun og var ekkert að spá í því, var bara að spá í verkefnin og treysti ég mér í þau,“ segir Heiða sem var ekki búin að fá útborgað þegar viðtalið var tekið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Borgarstjórn Reykjavík Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Hún fer alltaf snemma á fætur en segist samt sem áður frekar vera b-manneskja heldur en a. Heiða er 54 ára og fædd á Akureyri, bjó til skiptis í sveitinni hjá ömmu og afa og svo hjá foreldrum inni í bæ. Hún er elst fjögurra systkina og þrátt fyrir planið hafi ekki endilega verið að fara í pólitík þegar hún var yngri var umræðan á heimilinu svona: „Ég er alin upp í mikilli pólitík. Báðir foreldrar mínir eru mjög svona vinstri sinnuð og mjög réttsýn og heiðarleg. Við töluðum mikið um allskonar pólitík og alltaf talað við okkur um samfélag, ábyrgð og samkennd og ættum að koma heiðarlega fram.“ Heiða fór í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði þar matsveininn. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og sérstaklega hollum mat. „Mitt uppáhald er humar og humarpítsa og það er oft í matinn á þessu heimili. Síðan tók ég náttúrufræðipróf og flutti til Reykjavíkur og var þá að reyna komast inn í nám í Svíþjóð og það tókst og ég fór í næringarráðgjöf þar,“ segir Heiða sem eignaðist son sinn í Svíþjóð með fyrrverandi manninum sínum. Síðan flytur Heiða heim og kynnist núverandi manni sínum Hrannari Birni og eiga þau samtals fjögur börn í dag. Í kjölfarið kláraði hún MBA og hefur haft í nógu að snúast allar götur síðan. Heiða var spurð út í laun hennar en á dögunum var greint frá því að hún væri samanlagt með tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun. Sem borgarstjóri, stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, formennsku í stjórn Sambands íslenskrar sveitarfélaga og meira. „Það kom ekki til greina að segja af mér formennsku þar sem ég var ekki með varamann í stjórninni. Ef ég hefði sagt af mér formennsku hefði ekki verið neitt til að gæta hagsmuna borgarinnar þarna inni, nema aðilar í minnihlutanum sem voru ekki okkur í meirihlutanum mjög vinveittir. Fyrir hagsmuni Reykvíkinga fannst mér það því óábyrgt af mér þangað til að það var landsþing og þá var hægt að kjósa í minn stað þremur vikum seinna. Ég var ekkert búin að reikna saman þessi laun og var ekkert að spá í því, var bara að spá í verkefnin og treysti ég mér í þau,“ segir Heiða sem var ekki búin að fá útborgað þegar viðtalið var tekið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Borgarstjórn Reykjavík Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira