Fótbolti

Saka klár í slaginn á ný

Siggeir Ævarsson skrifar
Saka skorar úr víti
Saka skorar úr víti EPA-EFE/RODRIGO ANTUNES

Stuðningsmönnum Arsenal bárust gleðitíðindi í dag þegar stjóri liðsins, Mikel Arteta, staðfesti að Bukayo Saka væri klár í slaginn á ný en Saka hefur verið frá vegna meiðsla síðan 21. desember.

Saka varð fyrir meiðslum aftan í lærvöðva og þurfti að fara í aðgerð en hefur nú náð sér að fullu að sögn Arteta.

„Viðkvæmi hlutinn er að baki, nú þurfum við bara að koma honum aftur á grasið á réttum tímapunkti. Hann er virkilega að ýta á eftir því sjálfur því hann þráir að komast af stað á ný. Við erum búnir að vera að halda aftur að honum en hann er tilbúinn í slaginn.“ - Sagði Artea á blaðamannafundi í dag. 

Hann var í kjölfarið spurður hvort Saka gæti komið inn í byrjunarlið Arsenal gegn Fulham á morgun og svaraði Arteta því játandi.

Saka spilaði 16 leiki í ensku úrvalsdeildinni áður en hann meiddist, var búinn að skora fimm mörk og gefa tíu stoðsendingar. Arsenal eru tólf stigum á eftir toppliði Liverpool þegar níu umferðir eru eftir í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×