Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar 31. mars 2025 09:54 Á einhverjum tímapunkti varð það að „umdeildri skoðun“ að vilja samræmd próf í grunnskólum til þess að fá fram áreiðanleg gögn um stöðu íslenskra nemenda. Grafið hefur verið undan prófunum á fjölbreyttum forsendum og nú er svo komið að fólk kemur sumt til manns og játar í hálfum hljóðum að það vilji samræmd próf. Margir hefðu til dæmis áhuga á að vita hvar börn þeirra eru stödd í samanburði við önnur börn eða aðra skóla. Það er ekki hægt núna, enda er það ekki raunverulega mælt og það sem þó er mælt er hvergi birt. Vitaskuld gerast sumir svo djarfir að tjá þessa skoðun opinberlega. Nú síðast benti seðlabankastjóri á að dýr opinber kerfi eins og skólarnir eigi að sjálfsögðu að sæta áreiðanlegu samræmdu mati – til þess að við getum vitað hvort við séum að ná ásættanlegum árangri. Margt bendir til þess að við séum einmitt alls ekki að ná ásættanlegum árangri í skólakerfinu. Helstu upplýsingar okkar um þá stöðu fáum við úr alþjóðlegum samræmdum PISA-prófum. Sem betur fer. Ef við hefðum þau ekki til að veita okkur sannar opinberar upplýsingar um íslenska skólakerfið, værum við enn verr upplýst um hina alvarlegu stöðu. Nú ber svo við í þokkabót að yfirmaður menntamála hjá OECD, Andreas Schleicher, sjálfur guðfaðir þessara PISA-prófa, brýnir fyrir Íslendingum að innleiða sín eigin samræmdu próf. Við erum eitt fárra OECD-landa sem gerir það ekki. Í viðtali við ríkisfréttastofuna bendir Schleicher á að slík próf séu nauðsynleg, enda verði vandi ekki bættur, sem ekki er sýnilegur. Út með „próf“ – inn með „matstæki“ Nú er verið að keyra í gegn frumvarp, þar sem yfirlýst ætlun mun vera að sinna kröfu samfélagsins um samræmd próf, en raunverulegt efni frumvarpsins svarar kröfunni alls ekki með afgerandi hætti. Með frumvarpinu er í raun allt gert – nema að innleiða raunveruleg samræmd lokapróf við lok grunnskóla. Í staðinn er kynntur til leiks svonefndur matsferill – sem felur í sér „samræmt námsmat“ í 4., 6. og 9. bekk. Í efni frumvarpsins hefur orðinu „próf“ verið skipt út fyrir „námsmat og matstæki“. Hið flókna kerfi ber engan veginn í sér fullvissu um raunverulegt samræmt mat. Matið á að fara fram innan fjögurra vikna „matsglugga“ sem skólarnir hafa til að beita alls konar stærri og smærri könnunum og stöðuprófum („heildstæðu safni matstækja“) á þeim tíma sem skólarnir telja henta („í sveigjanlegri fyrirlögn“). Allt þetta á að innleiða í stað þess að láta bara alla taka sama samræmda próf á sama tíma. Sú aðferð er sannarlega takmörkuð á sinn hátt líka og getur ekki verið endanlegur stóridómur um árangur nemenda, en hún er mælikvarði sem er sannarlega samræmdur og allir geta skilið. Þar að auki á ekki að gera þetta við lok grunnskóla, jafnvel þótt tímapunkturinn skipti hér máli. Allir vita að við útskrift úr tíunda bekk eru nemendur komnir í allt annað hugarástand en ári áður. Í bland við aðrar aðferðir gætum við með svona prófi fært fólki vissu um alvöru samræmt mat. Eins og málið lítur núna út, er engin minnsta trygging er fyrir því að matsferillinn leiði fram raunverulega samanburðarhæf gögn á milli skóla. Öllu heldur óttast margir sérfróðir að svo verði ekki. Það er enda erfitt að átta sig á virkni hins lítt mótaða matsferils á þessu stigi. „Börn vilja samræmd próf“ Hvað er unnið með þessari aðferðafræði? Hver er sáttur? Ekki umræddir foreldrar sem vilja skiljanlegar upplýsingar um námsárangur. Ekki kennarar sem sakna þess margir að sjá hvar nemendurnir eru staddir miðað við önnur börn. Ekki nemendur sem njóta ekki jafnræðis í námi en hafa ekki opinber gögn til að færa sönnur á réttmæta upplifun sína. Kerfið er hins vegar ánægt. Menntamálaráðuneytið, sveitarfélögin, Kennarasamband Íslands og hin nýja Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Í færslu á Facebook fjallar einmitt hinn ágæti forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu um hvað allir eru ánægðir með þetta nýja frumvarp, nema „fámennum hópi“ sem „hefur staðið stuggur af þeim breytingum sem hafa verið boðaðar“, eins og það er orðað. Maður furðar sig eilítið á þeirri framsetningu. Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti, sem vill skýra stefnu um samræmt námsmat. Svo er ekki. Almenningur vill samræmt námsmat og eins og forstjórinn skrifar sjálfur í sömu færslu: „Börn vilja samræmd próf.“ Annað sem sætir furðu er að viðbrögð talsmanna frumvarpsins við skýrum tillögum um samræmd próf – eru að segja að þetta verði samræmd próf! En „sveigjanleg fyrirlögn fjölbreyttra matstækja“ hljómar því miður ekki í eyrum neins eins og samræmd próf. Ef nýja kerfið felur í sér raunverulega samræmd próf, hver er þá vandinn við að kveða skýrt á um það í lagatextanum? Rót vandans Ákveðin öfl hafa barist af slíku harðfylgi gegn samræmdum prófum að þau hafa í hugum fólks orðið að eins konar táknmynd grimmilegra kennsluaðferða. Ef einn nemandi verður kvíðinn er, samkvæmt þessari hugsun, rétt að endurmeta þær kröfur sem valda kvíðanum. Hér skal mælt með annarri aðferð. Ef nemendur geta ekki hugsað sér að taka próf, þarf að efla þá að þrótti og þekkingu, svo að þeir geti mætt þeim áskorunum sem bíða þeirra í lífinu. Uppræta þarf kvíðann, ekki prófið. Skólakerfið er í vanda. Annar hver drengur getur ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Stefna síðustu ára hefur ekki reynst vel. Við megum ekki missa vonina um að hægt sé að snúa þróuninni við í menntakerfinu. Fyrsta skrefið er að horfast í augu við vandann og til þess þurfum við skýr og skiljanleg gögn í rauntíma. Hér gefst tækifæri til að innleiða samræmt mat í grunnskóla sem foreldrar og nemendur geta skilið og treyst. Það virðist ekki standa til að nýta það. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Skóla- og menntamál Miðflokkurinn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á einhverjum tímapunkti varð það að „umdeildri skoðun“ að vilja samræmd próf í grunnskólum til þess að fá fram áreiðanleg gögn um stöðu íslenskra nemenda. Grafið hefur verið undan prófunum á fjölbreyttum forsendum og nú er svo komið að fólk kemur sumt til manns og játar í hálfum hljóðum að það vilji samræmd próf. Margir hefðu til dæmis áhuga á að vita hvar börn þeirra eru stödd í samanburði við önnur börn eða aðra skóla. Það er ekki hægt núna, enda er það ekki raunverulega mælt og það sem þó er mælt er hvergi birt. Vitaskuld gerast sumir svo djarfir að tjá þessa skoðun opinberlega. Nú síðast benti seðlabankastjóri á að dýr opinber kerfi eins og skólarnir eigi að sjálfsögðu að sæta áreiðanlegu samræmdu mati – til þess að við getum vitað hvort við séum að ná ásættanlegum árangri. Margt bendir til þess að við séum einmitt alls ekki að ná ásættanlegum árangri í skólakerfinu. Helstu upplýsingar okkar um þá stöðu fáum við úr alþjóðlegum samræmdum PISA-prófum. Sem betur fer. Ef við hefðum þau ekki til að veita okkur sannar opinberar upplýsingar um íslenska skólakerfið, værum við enn verr upplýst um hina alvarlegu stöðu. Nú ber svo við í þokkabót að yfirmaður menntamála hjá OECD, Andreas Schleicher, sjálfur guðfaðir þessara PISA-prófa, brýnir fyrir Íslendingum að innleiða sín eigin samræmdu próf. Við erum eitt fárra OECD-landa sem gerir það ekki. Í viðtali við ríkisfréttastofuna bendir Schleicher á að slík próf séu nauðsynleg, enda verði vandi ekki bættur, sem ekki er sýnilegur. Út með „próf“ – inn með „matstæki“ Nú er verið að keyra í gegn frumvarp, þar sem yfirlýst ætlun mun vera að sinna kröfu samfélagsins um samræmd próf, en raunverulegt efni frumvarpsins svarar kröfunni alls ekki með afgerandi hætti. Með frumvarpinu er í raun allt gert – nema að innleiða raunveruleg samræmd lokapróf við lok grunnskóla. Í staðinn er kynntur til leiks svonefndur matsferill – sem felur í sér „samræmt námsmat“ í 4., 6. og 9. bekk. Í efni frumvarpsins hefur orðinu „próf“ verið skipt út fyrir „námsmat og matstæki“. Hið flókna kerfi ber engan veginn í sér fullvissu um raunverulegt samræmt mat. Matið á að fara fram innan fjögurra vikna „matsglugga“ sem skólarnir hafa til að beita alls konar stærri og smærri könnunum og stöðuprófum („heildstæðu safni matstækja“) á þeim tíma sem skólarnir telja henta („í sveigjanlegri fyrirlögn“). Allt þetta á að innleiða í stað þess að láta bara alla taka sama samræmda próf á sama tíma. Sú aðferð er sannarlega takmörkuð á sinn hátt líka og getur ekki verið endanlegur stóridómur um árangur nemenda, en hún er mælikvarði sem er sannarlega samræmdur og allir geta skilið. Þar að auki á ekki að gera þetta við lok grunnskóla, jafnvel þótt tímapunkturinn skipti hér máli. Allir vita að við útskrift úr tíunda bekk eru nemendur komnir í allt annað hugarástand en ári áður. Í bland við aðrar aðferðir gætum við með svona prófi fært fólki vissu um alvöru samræmt mat. Eins og málið lítur núna út, er engin minnsta trygging er fyrir því að matsferillinn leiði fram raunverulega samanburðarhæf gögn á milli skóla. Öllu heldur óttast margir sérfróðir að svo verði ekki. Það er enda erfitt að átta sig á virkni hins lítt mótaða matsferils á þessu stigi. „Börn vilja samræmd próf“ Hvað er unnið með þessari aðferðafræði? Hver er sáttur? Ekki umræddir foreldrar sem vilja skiljanlegar upplýsingar um námsárangur. Ekki kennarar sem sakna þess margir að sjá hvar nemendurnir eru staddir miðað við önnur börn. Ekki nemendur sem njóta ekki jafnræðis í námi en hafa ekki opinber gögn til að færa sönnur á réttmæta upplifun sína. Kerfið er hins vegar ánægt. Menntamálaráðuneytið, sveitarfélögin, Kennarasamband Íslands og hin nýja Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Í færslu á Facebook fjallar einmitt hinn ágæti forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu um hvað allir eru ánægðir með þetta nýja frumvarp, nema „fámennum hópi“ sem „hefur staðið stuggur af þeim breytingum sem hafa verið boðaðar“, eins og það er orðað. Maður furðar sig eilítið á þeirri framsetningu. Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti, sem vill skýra stefnu um samræmt námsmat. Svo er ekki. Almenningur vill samræmt námsmat og eins og forstjórinn skrifar sjálfur í sömu færslu: „Börn vilja samræmd próf.“ Annað sem sætir furðu er að viðbrögð talsmanna frumvarpsins við skýrum tillögum um samræmd próf – eru að segja að þetta verði samræmd próf! En „sveigjanleg fyrirlögn fjölbreyttra matstækja“ hljómar því miður ekki í eyrum neins eins og samræmd próf. Ef nýja kerfið felur í sér raunverulega samræmd próf, hver er þá vandinn við að kveða skýrt á um það í lagatextanum? Rót vandans Ákveðin öfl hafa barist af slíku harðfylgi gegn samræmdum prófum að þau hafa í hugum fólks orðið að eins konar táknmynd grimmilegra kennsluaðferða. Ef einn nemandi verður kvíðinn er, samkvæmt þessari hugsun, rétt að endurmeta þær kröfur sem valda kvíðanum. Hér skal mælt með annarri aðferð. Ef nemendur geta ekki hugsað sér að taka próf, þarf að efla þá að þrótti og þekkingu, svo að þeir geti mætt þeim áskorunum sem bíða þeirra í lífinu. Uppræta þarf kvíðann, ekki prófið. Skólakerfið er í vanda. Annar hver drengur getur ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Stefna síðustu ára hefur ekki reynst vel. Við megum ekki missa vonina um að hægt sé að snúa þróuninni við í menntakerfinu. Fyrsta skrefið er að horfast í augu við vandann og til þess þurfum við skýr og skiljanleg gögn í rauntíma. Hér gefst tækifæri til að innleiða samræmt mat í grunnskóla sem foreldrar og nemendur geta skilið og treyst. Það virðist ekki standa til að nýta það. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun