Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar 29. mars 2025 10:00 Nú á dögunum tók ég þátt í málþingi um kristni og íslam sem fram fór í Vídalínskirkju í Garðabæ. Fjallað var um sambúð, samskipti og sameiginlega framtíð þessara trúarhópa. Hvað getur þú gert fyrir mig, prestur? Aðalfyrirlesarinn var Sten Skovsgaard fyrrum biskup í dönsku kirkjunni en hann var á sínum tíma prestur í Gellerup hverfinu í Árósum þar sem múslímar eru í miklum meirihluta íbúanna. Hann hefur verið leiðandi í samtali og samvinnu dönsku kirkjunnar með fulltrúum þessa trúarhóps. Hann segir frá einum fyrsta fundi sínum með þeim, um miðjan tíunda áratuginn. Eftir nokkurt kurteisishjal stóð ungur maður upp og spurði: „Hvað getur þú gert fyrir mig, prestur?“ Skovsgaard svaraði á þessa leið: „Ég hef líklega bara ódýrt svar í þínum huga. Ég á aðeins náð sem ég get miðlað þér, en orðið náð er á latínu gratia, sem merkir gjöf.“ Þetta svar féll ekki í kramið hjá gestgjöfum hans og sjálfur var hann ósáttur það hvernig hann hafði brugðist við. Samskipti þessi sátu í honum og hann spurði sig hvort hann hefði ekki getað svarað með gagnlegri hætti. Síðar skrifaði Skovsgaard bók með þessum titli: Hvað getur þú gert fyrir mig prestur? Samtal trúarhópa Við þekkjum umræðuna hérna heima og víðar í kjölfar þess að samfélagsgerðin er að breytast. Víða er fólk uggandi og ýmsar sögur fara af stað. Á þessu málþingi töluðu líka hjónin Hilal Kücükakin og Muhammed Emin Kizilkaya um reynslu sína af því að vera múslmar á Íslandi. Þau hafa verið virk í slíku samtali hér á Íslandi. Þau skoða þessi samskipti sem danski biskupinn ræddi. Hjónin greindu frá því hversu algengt það hefur verið að komið væri fram við þau eins og stórhættulegt fólk. Hilal er alin upp í Danmörku og var hún aðeins sex ára þegar árásin var gerð á tvíburaturnana. Hún lýsti því hvernig hún hafði frá barnsaldri setið undir óvægnum ásökunum um einhvers konar aðild að voðaverkum. Samtal kristinna manna við fólk með aðra lífsskoðun getur tekið á sig ýmsar myndir en hún snýst ekki um að varpa því frá okkur sem við höfum mótað og byggt upp í gegnum tíðina. Danski biskupinn ræddi það einmitt hvernig sambúðin með öðrum trúarhópum hefur eflt kristna trú, í stað þess að veikja hana. Já, gamalgróinn siður hefur verið jafn sjálfsagður fyrir fólki eins og sjórinn er fiskunum en þegar andstæð sjónarmið mæta okkur, ólíkar hugmyndir og hefðir, þá fer fólk að spyrja hvað það er sem gefur kristnum samfélögum sérstöðu sína. Hann vitnaði í heimspekinginn Karl Popper sem talaði um þá þverstæðu að umburðarlyndi án takmarkana leiddi af sér umburðarleysi. Í marglitu samfélagi þýðir þetta að við þurfum að hlúa að minnihlutahópum enda er afstaðan til jaðarhópa lykilatriði í kristinni trú. En þeir eiga ekki að drottna yfir meirihlutanum. Það felur í sér áskorun að deila samfélagi með fólk sem hefur ólíkar hugmyndir en af því getur leitt margt gott. Fólk á ferð Já, hvað getur prestur gert fyrir fólk sem aðhyllist aðra lífsskoðun? Nokkru síðar sagðist hann hafa fundið annað og betra tilsvar, að honum fannst, við spurningunni sem ungi múslíminn bar fram. Svarið var eitthvað á þessa leið: „Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum því ég held ég hafi ekkert að bjóða þér. Mér sýnist þú sáttur í þinni sannfæringu og að þú búir að ríkidæmi í þeim efnum. Þú ert barmafullur af íslam. Fagnaðarerindið er aftur á móti fyrir hin fátæku, þau sem hungrar og þyrstir, það er fyrir hin tómhentu. Það á erindi til þeirra sem telja sig ekki geta af eigin rammleik geta framkvæmt vilja Guðs. Það er fyrir syndara. Jesús lifði og dó fyrir það fólk sem svo er ástatt um. Mér sýnist á öllu að þú lítir ekki á þig þeim augum. En ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að þú hafir að eigin mati ekki gert nóg í tengslum þínum við Guð og náungann, eða ef þú ert í efa um kærleika Guðs til þín og óttast dóminn, þá lofaðu mér því að snúa aftur til mín því ég hef svolítið handa þér. Fram að því geturðu verið sáttur í þinni trú.“ Þetta er kjarninn í okkar trúarhefð. Við erum fólk á ferðalagi í margvíslegum skilningi. Biblían krefst þess ekki að við séum gallalaus. Við göngum þvert á móti inn í samtalið við þau sem eru að fóta sig á nýjum slóðum og finna fyrir fordómum og neikvæðni. Það er hluti af köllun hverrar kristinnar manneskju að mæta fólki sem býr við slíkar aðstæður. Eins og öll góð samskipti, þá byggja þau á því að fólk gefi og þiggi, en hvíli um leið á því sem það sjálft telur gott og trúir á. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju, Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Skúli S. Ólafsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Nú á dögunum tók ég þátt í málþingi um kristni og íslam sem fram fór í Vídalínskirkju í Garðabæ. Fjallað var um sambúð, samskipti og sameiginlega framtíð þessara trúarhópa. Hvað getur þú gert fyrir mig, prestur? Aðalfyrirlesarinn var Sten Skovsgaard fyrrum biskup í dönsku kirkjunni en hann var á sínum tíma prestur í Gellerup hverfinu í Árósum þar sem múslímar eru í miklum meirihluta íbúanna. Hann hefur verið leiðandi í samtali og samvinnu dönsku kirkjunnar með fulltrúum þessa trúarhóps. Hann segir frá einum fyrsta fundi sínum með þeim, um miðjan tíunda áratuginn. Eftir nokkurt kurteisishjal stóð ungur maður upp og spurði: „Hvað getur þú gert fyrir mig, prestur?“ Skovsgaard svaraði á þessa leið: „Ég hef líklega bara ódýrt svar í þínum huga. Ég á aðeins náð sem ég get miðlað þér, en orðið náð er á latínu gratia, sem merkir gjöf.“ Þetta svar féll ekki í kramið hjá gestgjöfum hans og sjálfur var hann ósáttur það hvernig hann hafði brugðist við. Samskipti þessi sátu í honum og hann spurði sig hvort hann hefði ekki getað svarað með gagnlegri hætti. Síðar skrifaði Skovsgaard bók með þessum titli: Hvað getur þú gert fyrir mig prestur? Samtal trúarhópa Við þekkjum umræðuna hérna heima og víðar í kjölfar þess að samfélagsgerðin er að breytast. Víða er fólk uggandi og ýmsar sögur fara af stað. Á þessu málþingi töluðu líka hjónin Hilal Kücükakin og Muhammed Emin Kizilkaya um reynslu sína af því að vera múslmar á Íslandi. Þau hafa verið virk í slíku samtali hér á Íslandi. Þau skoða þessi samskipti sem danski biskupinn ræddi. Hjónin greindu frá því hversu algengt það hefur verið að komið væri fram við þau eins og stórhættulegt fólk. Hilal er alin upp í Danmörku og var hún aðeins sex ára þegar árásin var gerð á tvíburaturnana. Hún lýsti því hvernig hún hafði frá barnsaldri setið undir óvægnum ásökunum um einhvers konar aðild að voðaverkum. Samtal kristinna manna við fólk með aðra lífsskoðun getur tekið á sig ýmsar myndir en hún snýst ekki um að varpa því frá okkur sem við höfum mótað og byggt upp í gegnum tíðina. Danski biskupinn ræddi það einmitt hvernig sambúðin með öðrum trúarhópum hefur eflt kristna trú, í stað þess að veikja hana. Já, gamalgróinn siður hefur verið jafn sjálfsagður fyrir fólki eins og sjórinn er fiskunum en þegar andstæð sjónarmið mæta okkur, ólíkar hugmyndir og hefðir, þá fer fólk að spyrja hvað það er sem gefur kristnum samfélögum sérstöðu sína. Hann vitnaði í heimspekinginn Karl Popper sem talaði um þá þverstæðu að umburðarlyndi án takmarkana leiddi af sér umburðarleysi. Í marglitu samfélagi þýðir þetta að við þurfum að hlúa að minnihlutahópum enda er afstaðan til jaðarhópa lykilatriði í kristinni trú. En þeir eiga ekki að drottna yfir meirihlutanum. Það felur í sér áskorun að deila samfélagi með fólk sem hefur ólíkar hugmyndir en af því getur leitt margt gott. Fólk á ferð Já, hvað getur prestur gert fyrir fólk sem aðhyllist aðra lífsskoðun? Nokkru síðar sagðist hann hafa fundið annað og betra tilsvar, að honum fannst, við spurningunni sem ungi múslíminn bar fram. Svarið var eitthvað á þessa leið: „Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum því ég held ég hafi ekkert að bjóða þér. Mér sýnist þú sáttur í þinni sannfæringu og að þú búir að ríkidæmi í þeim efnum. Þú ert barmafullur af íslam. Fagnaðarerindið er aftur á móti fyrir hin fátæku, þau sem hungrar og þyrstir, það er fyrir hin tómhentu. Það á erindi til þeirra sem telja sig ekki geta af eigin rammleik geta framkvæmt vilja Guðs. Það er fyrir syndara. Jesús lifði og dó fyrir það fólk sem svo er ástatt um. Mér sýnist á öllu að þú lítir ekki á þig þeim augum. En ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að þú hafir að eigin mati ekki gert nóg í tengslum þínum við Guð og náungann, eða ef þú ert í efa um kærleika Guðs til þín og óttast dóminn, þá lofaðu mér því að snúa aftur til mín því ég hef svolítið handa þér. Fram að því geturðu verið sáttur í þinni trú.“ Þetta er kjarninn í okkar trúarhefð. Við erum fólk á ferðalagi í margvíslegum skilningi. Biblían krefst þess ekki að við séum gallalaus. Við göngum þvert á móti inn í samtalið við þau sem eru að fóta sig á nýjum slóðum og finna fyrir fordómum og neikvæðni. Það er hluti af köllun hverrar kristinnar manneskju að mæta fólki sem býr við slíkar aðstæður. Eins og öll góð samskipti, þá byggja þau á því að fólk gefi og þiggi, en hvíli um leið á því sem það sjálft telur gott og trúir á. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju, Reykjavík.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun