Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 29. mars 2025 07:03 Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun