Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2025 09:30 Willum Þór Þórsson þurfti tíma til að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Það högg veitti þó tækifæri til að eyða dýrmætum tíma með fjölskyldunni, sem og íhuga næstu skref. Vísir/Vilhelm Það tók Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, töluverðan tíma að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Hann gat þó gefið sér meiri tíma með fjölskyldunni og gat, í fyrsta skipti á ævinni, ígrundað næstu skref. Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Willum Þór féll út af þingi í Alþingiskosningunum í desember þar sem hann leiddi Framsóknarflokk í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn átti ekki góðu gengi að fagna. Hann segir niðurstöðuna hafa reynst sér þungbær. „Auðvitað hefur maður mikinn metnað og mér fannst þetta skemmtilegt, ég naut þess, þetta var mjög krefjandi. Þessi þrjú ár flugu í gegn, ég veit ekki hvað varð af þeim. Mér fannst alveg sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að vera heilbrigðisráðherra og hefði alveg verið til í að vera það áfram,“ Klippa: Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig „Þjóðin ræður þessu, eins og lýðræðið á að snúast um. En svo er ég svolítið tapsár. Þetta var alveg þungt, það tók alveg tíma að jafna mig á því,“ segir Willum sem sat á þingi frá 2013 til 2016 og 2017 til 2024. Þá var hann heilbrigðisráðherra frá 2021 fram til kosninganna í lok síðasta árs. Gat hugsað hvað hann eigi að gera þegar hann verður stór Nýlega tilkynnti Willum um framboð til forseta ÍSÍ. Hann gerði það að vel ígrunduðu máli og hefur nýtt vikurnar frá kosningum með fjölskyldunni, auk þess að íhuga næstu skref sín í lífinu. Hann hefur til að mynda eytt töluverðum tíma í bæði Birmingham á Englandi og Groningen í Hollandi, hvar synir hans leika sem atvinnumenn í fótbolta. „Nú hef ég verið að endurheimta samveru með fjölskyldu. Aðeins að gefa mér meiri tíma, með fjölskyldunni og börnum. Ég á auðvitað fimm börn og þrjú þeirra eru í útlöndum. Ég hef verið að heimsækja þau og tvö heima sem hafa nóg að sýsla. Ég gef meira tækifæri bæði til að styðja þau í námi og íþróttum. „Ég nýt þess og hef líka gefið mér tíma hvað ég eigi að gera þegar ég verð stór,“ segir Willum. Ekki hafi gefist mikill tími til slíks, enda haft nóg fyrir stafni ýmist sem kennari, fótboltaþjálfari og þingmaður, auk föðurhlutverksins. „Þegar maður er á kafi í íþróttum. Þá einhvern veginn snýst allt um það og lífið kemur svolítið til þín og út frá því. Svo ég ákvað það núna að gefa mér tíma,“ „Að vera Alþingismaður er 24/7 og kannski heilbrigðisráðherra enn frekar, sem hluti af bæði löggjafar og framkvæmdavaldi. Þá er sólarhringurinn undir,“ segir Willum. Brot úr viðtali við Willum má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira