Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson og Styrmir Hallsson skrifa 28. mars 2025 07:02 Íslenskt samfélag hefur lengi einkennst af vísindastarfi á heimsmælikvarða. Íslensk erfðagreining, Hjartavernd, Blóðskimun til Bjargar, og Áfallasaga kvenna eru á meðal rannsóknarverkefna og stofnanna sem hafa skilað gífurlega mikilli þekkingu inn í heim vísindanna og út til almennings. Á bak við þessi vísindaverkefni stendur frambærilegt vísindafólk sem flest allt hefur stigið sín fyrstu skref í íslensku háskólakerfi. Við megum vera stolt af þessari umfangsmiklu vinnu sem hefur átt sér stað hér síðastliðin ár og mótað vísindasamfélag sem skilar árangri. Nú stöndum við hins vegar á tímamótum, langvarandi vanfjármögnun Háskóla Íslands er að leiða til þess að grunnstoðir þessa mikla vísindasamfélags eru að bresta. Námsleiðir innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hafa lengi einkennst af kennslu frá fyrirlesurum sem hafa stundað nám við marga af heimsins fremstu háskólum. Mannerfðafræði, lífupplýsingafræði og erfðamengjafræði, meinalíffræði og líffræði krabbameina eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í lífvísindum. Umhverfisfræði, skordýrafræði, grasafræði og spendýrafræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í líffræði. Stærðfræðileg eðlisfræði, hagnýt bayesísk tölfræði, grundvöllur líkindafræðinnar, grundvöllur tölfræðinnar, línuleg líkön með slembiþáttum, kennileg tölfræðilíkön og slembiferli eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í stærðfræði og tölfræði. Jarðeðlisfræðilegar kannanir, hagnýt jarðfræði, skipulagsfræði, eðlisfræði lofthjúps jarðar og hagnýt jarðfræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í jarðfræði, jarðvegsfræði, jarðeðlisfræði og landfræði. Allir þessir áfangar eiga það sameiginlegt að vera annað hvort án kennara, kenndir annað hvort ár eða jafnvel einfaldlega lagðir niður. Ástæðan fyrir þessu er vanfjármögnun vísindanna. Ljóst er að við stöndum á tímamótum hér á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Háskólinn hefur ekki fjármagn og mannskapinn til þess að kenna þessa áfanga. Grunnstoðir vísindanna, kennsla í áföngum sem veita þekkingu á rannsóknum, eru að hverfa. Þetta mun leiða til þess að vísindasamfélag Íslands mun falla. Það er kominn tími til þess að yfirvöld átti sig á ástandi háskólasamfélagsins. Langvarandi vanræksla og vanfjármögnun er farin að hafa áhrif. Þessi vanræksla er að skerða möguleika stúdenta til þess að ná sérþekkingu, vanfjármögnunin er að skerða möguleika stúdenta til þess að taka þátt í rannsóknum, meistaranámi, og framhaldsnámi þeirra fræðasviða. Er þetta hin rétta stefna háskólasamfélagsins? Það er kominn tími til þess að styðja við okkar háskólafólk. Við Í Röskvu gerum það. Höfundar eru Magnús Hallsson, oddviti á framboðslista Röskvu fyrir Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur lengi einkennst af vísindastarfi á heimsmælikvarða. Íslensk erfðagreining, Hjartavernd, Blóðskimun til Bjargar, og Áfallasaga kvenna eru á meðal rannsóknarverkefna og stofnanna sem hafa skilað gífurlega mikilli þekkingu inn í heim vísindanna og út til almennings. Á bak við þessi vísindaverkefni stendur frambærilegt vísindafólk sem flest allt hefur stigið sín fyrstu skref í íslensku háskólakerfi. Við megum vera stolt af þessari umfangsmiklu vinnu sem hefur átt sér stað hér síðastliðin ár og mótað vísindasamfélag sem skilar árangri. Nú stöndum við hins vegar á tímamótum, langvarandi vanfjármögnun Háskóla Íslands er að leiða til þess að grunnstoðir þessa mikla vísindasamfélags eru að bresta. Námsleiðir innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hafa lengi einkennst af kennslu frá fyrirlesurum sem hafa stundað nám við marga af heimsins fremstu háskólum. Mannerfðafræði, lífupplýsingafræði og erfðamengjafræði, meinalíffræði og líffræði krabbameina eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í lífvísindum. Umhverfisfræði, skordýrafræði, grasafræði og spendýrafræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í líffræði. Stærðfræðileg eðlisfræði, hagnýt bayesísk tölfræði, grundvöllur líkindafræðinnar, grundvöllur tölfræðinnar, línuleg líkön með slembiþáttum, kennileg tölfræðilíkön og slembiferli eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í stærðfræði og tölfræði. Jarðeðlisfræðilegar kannanir, hagnýt jarðfræði, skipulagsfræði, eðlisfræði lofthjúps jarðar og hagnýt jarðfræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í jarðfræði, jarðvegsfræði, jarðeðlisfræði og landfræði. Allir þessir áfangar eiga það sameiginlegt að vera annað hvort án kennara, kenndir annað hvort ár eða jafnvel einfaldlega lagðir niður. Ástæðan fyrir þessu er vanfjármögnun vísindanna. Ljóst er að við stöndum á tímamótum hér á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Háskólinn hefur ekki fjármagn og mannskapinn til þess að kenna þessa áfanga. Grunnstoðir vísindanna, kennsla í áföngum sem veita þekkingu á rannsóknum, eru að hverfa. Þetta mun leiða til þess að vísindasamfélag Íslands mun falla. Það er kominn tími til þess að yfirvöld átti sig á ástandi háskólasamfélagsins. Langvarandi vanræksla og vanfjármögnun er farin að hafa áhrif. Þessi vanræksla er að skerða möguleika stúdenta til þess að ná sérþekkingu, vanfjármögnunin er að skerða möguleika stúdenta til þess að taka þátt í rannsóknum, meistaranámi, og framhaldsnámi þeirra fræðasviða. Er þetta hin rétta stefna háskólasamfélagsins? Það er kominn tími til þess að styðja við okkar háskólafólk. Við Í Röskvu gerum það. Höfundar eru Magnús Hallsson, oddviti á framboðslista Röskvu fyrir Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun