Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson og Styrmir Hallsson skrifa 28. mars 2025 07:02 Íslenskt samfélag hefur lengi einkennst af vísindastarfi á heimsmælikvarða. Íslensk erfðagreining, Hjartavernd, Blóðskimun til Bjargar, og Áfallasaga kvenna eru á meðal rannsóknarverkefna og stofnanna sem hafa skilað gífurlega mikilli þekkingu inn í heim vísindanna og út til almennings. Á bak við þessi vísindaverkefni stendur frambærilegt vísindafólk sem flest allt hefur stigið sín fyrstu skref í íslensku háskólakerfi. Við megum vera stolt af þessari umfangsmiklu vinnu sem hefur átt sér stað hér síðastliðin ár og mótað vísindasamfélag sem skilar árangri. Nú stöndum við hins vegar á tímamótum, langvarandi vanfjármögnun Háskóla Íslands er að leiða til þess að grunnstoðir þessa mikla vísindasamfélags eru að bresta. Námsleiðir innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hafa lengi einkennst af kennslu frá fyrirlesurum sem hafa stundað nám við marga af heimsins fremstu háskólum. Mannerfðafræði, lífupplýsingafræði og erfðamengjafræði, meinalíffræði og líffræði krabbameina eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í lífvísindum. Umhverfisfræði, skordýrafræði, grasafræði og spendýrafræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í líffræði. Stærðfræðileg eðlisfræði, hagnýt bayesísk tölfræði, grundvöllur líkindafræðinnar, grundvöllur tölfræðinnar, línuleg líkön með slembiþáttum, kennileg tölfræðilíkön og slembiferli eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í stærðfræði og tölfræði. Jarðeðlisfræðilegar kannanir, hagnýt jarðfræði, skipulagsfræði, eðlisfræði lofthjúps jarðar og hagnýt jarðfræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í jarðfræði, jarðvegsfræði, jarðeðlisfræði og landfræði. Allir þessir áfangar eiga það sameiginlegt að vera annað hvort án kennara, kenndir annað hvort ár eða jafnvel einfaldlega lagðir niður. Ástæðan fyrir þessu er vanfjármögnun vísindanna. Ljóst er að við stöndum á tímamótum hér á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Háskólinn hefur ekki fjármagn og mannskapinn til þess að kenna þessa áfanga. Grunnstoðir vísindanna, kennsla í áföngum sem veita þekkingu á rannsóknum, eru að hverfa. Þetta mun leiða til þess að vísindasamfélag Íslands mun falla. Það er kominn tími til þess að yfirvöld átti sig á ástandi háskólasamfélagsins. Langvarandi vanræksla og vanfjármögnun er farin að hafa áhrif. Þessi vanræksla er að skerða möguleika stúdenta til þess að ná sérþekkingu, vanfjármögnunin er að skerða möguleika stúdenta til þess að taka þátt í rannsóknum, meistaranámi, og framhaldsnámi þeirra fræðasviða. Er þetta hin rétta stefna háskólasamfélagsins? Það er kominn tími til þess að styðja við okkar háskólafólk. Við Í Röskvu gerum það. Höfundar eru Magnús Hallsson, oddviti á framboðslista Röskvu fyrir Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur lengi einkennst af vísindastarfi á heimsmælikvarða. Íslensk erfðagreining, Hjartavernd, Blóðskimun til Bjargar, og Áfallasaga kvenna eru á meðal rannsóknarverkefna og stofnanna sem hafa skilað gífurlega mikilli þekkingu inn í heim vísindanna og út til almennings. Á bak við þessi vísindaverkefni stendur frambærilegt vísindafólk sem flest allt hefur stigið sín fyrstu skref í íslensku háskólakerfi. Við megum vera stolt af þessari umfangsmiklu vinnu sem hefur átt sér stað hér síðastliðin ár og mótað vísindasamfélag sem skilar árangri. Nú stöndum við hins vegar á tímamótum, langvarandi vanfjármögnun Háskóla Íslands er að leiða til þess að grunnstoðir þessa mikla vísindasamfélags eru að bresta. Námsleiðir innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hafa lengi einkennst af kennslu frá fyrirlesurum sem hafa stundað nám við marga af heimsins fremstu háskólum. Mannerfðafræði, lífupplýsingafræði og erfðamengjafræði, meinalíffræði og líffræði krabbameina eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í lífvísindum. Umhverfisfræði, skordýrafræði, grasafræði og spendýrafræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í líffræði. Stærðfræðileg eðlisfræði, hagnýt bayesísk tölfræði, grundvöllur líkindafræðinnar, grundvöllur tölfræðinnar, línuleg líkön með slembiþáttum, kennileg tölfræðilíkön og slembiferli eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í stærðfræði og tölfræði. Jarðeðlisfræðilegar kannanir, hagnýt jarðfræði, skipulagsfræði, eðlisfræði lofthjúps jarðar og hagnýt jarðfræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í jarðfræði, jarðvegsfræði, jarðeðlisfræði og landfræði. Allir þessir áfangar eiga það sameiginlegt að vera annað hvort án kennara, kenndir annað hvort ár eða jafnvel einfaldlega lagðir niður. Ástæðan fyrir þessu er vanfjármögnun vísindanna. Ljóst er að við stöndum á tímamótum hér á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Háskólinn hefur ekki fjármagn og mannskapinn til þess að kenna þessa áfanga. Grunnstoðir vísindanna, kennsla í áföngum sem veita þekkingu á rannsóknum, eru að hverfa. Þetta mun leiða til þess að vísindasamfélag Íslands mun falla. Það er kominn tími til þess að yfirvöld átti sig á ástandi háskólasamfélagsins. Langvarandi vanræksla og vanfjármögnun er farin að hafa áhrif. Þessi vanræksla er að skerða möguleika stúdenta til þess að ná sérþekkingu, vanfjármögnunin er að skerða möguleika stúdenta til þess að taka þátt í rannsóknum, meistaranámi, og framhaldsnámi þeirra fræðasviða. Er þetta hin rétta stefna háskólasamfélagsins? Það er kominn tími til þess að styðja við okkar háskólafólk. Við Í Röskvu gerum það. Höfundar eru Magnús Hallsson, oddviti á framboðslista Röskvu fyrir Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun