Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 16:15 Þórir Hall Stefánsson er umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar fyrir heimilislaust flóttafólk. Vísir/Vilhelm Óvissa er um framtíð úrræðis fyrir þjónustusvipta hælisleitendur vegna þess að samningur Rauða krossins um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður. Umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar sem rekin var á grunni samningsins segist treysta því að vinna fari fram hjá hinu opinbera og að þeir sem nýta úrræðið verði ekki settir á götuna. Sérstakt neyðarskýli Rauða krossins fyrir einstaklinga sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd var opnað í september 2023 í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Úrræðinu var ætlað að aðstoða fólk sem átti ekki rétt á neinni þjónustu og höfðu sumir þeirra sem nýttu sér úrræðið sofið undir berum himni. Tilkynnt var í síðustu viku að samningur ráðuneytisins og Rauða krossins yrði ekki endurnýjaður og rennur úr gildi að öllu óbreyttu 31. maí næstkomandi. Reka úrræðið út samningstímann Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva Rauða krossins, segir til standa að reka úrræðið út samningstímann en segist treysta því að þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna verði boðið annað úrræði þegar neyðarskýlið lokar. „Ég trúi því að stjórnvöld muni nú binda þannig um hnútana að það taki eitthvað við þessum hópi og eftir allt sem undan hefur gengið verður hann ekki settur á götuna,“ segir Þórir. Hann segir tíu manns að jafnaði nýta sér þjónustuna sem er opin frá fimm síðdegis til fimm um morgun. Þau hafi ekki í önnur hús að venda. Vonast eftir farsælli laust Þórir segir að hann geri ráð fyrir því að vinna fari nú fram innan stjórnsýslunnar um að finna leiðir til að mæta þörfum þessa hóps. Kæmi ekkert úrræði í staðinn setti það þá sem sækja úrræðið á götuna. „Þá erum við komin aftur á þann reit sem var áður en þetta skýli var opnað eftir lagasetningu um að heimilt væri að fella niður réttindi eftir endanlega synjun. Þetta skýli var opnað til að koma í veg fyrir að fólk myndi enda á götunni. Ég trúi ekki öðru en að það finnist farsæl lausn á þessum málum,“ segir Þórir Hall Stefánsson. Hjálparstarf Félagasamtök Hælisleitendur Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar sem rekin var á grunni samningsins segist treysta því að vinna fari fram hjá hinu opinbera og að þeir sem nýta úrræðið verði ekki settir á götuna. Sérstakt neyðarskýli Rauða krossins fyrir einstaklinga sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd var opnað í september 2023 í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Úrræðinu var ætlað að aðstoða fólk sem átti ekki rétt á neinni þjónustu og höfðu sumir þeirra sem nýttu sér úrræðið sofið undir berum himni. Tilkynnt var í síðustu viku að samningur ráðuneytisins og Rauða krossins yrði ekki endurnýjaður og rennur úr gildi að öllu óbreyttu 31. maí næstkomandi. Reka úrræðið út samningstímann Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva Rauða krossins, segir til standa að reka úrræðið út samningstímann en segist treysta því að þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna verði boðið annað úrræði þegar neyðarskýlið lokar. „Ég trúi því að stjórnvöld muni nú binda þannig um hnútana að það taki eitthvað við þessum hópi og eftir allt sem undan hefur gengið verður hann ekki settur á götuna,“ segir Þórir. Hann segir tíu manns að jafnaði nýta sér þjónustuna sem er opin frá fimm síðdegis til fimm um morgun. Þau hafi ekki í önnur hús að venda. Vonast eftir farsælli laust Þórir segir að hann geri ráð fyrir því að vinna fari nú fram innan stjórnsýslunnar um að finna leiðir til að mæta þörfum þessa hóps. Kæmi ekkert úrræði í staðinn setti það þá sem sækja úrræðið á götuna. „Þá erum við komin aftur á þann reit sem var áður en þetta skýli var opnað eftir lagasetningu um að heimilt væri að fella niður réttindi eftir endanlega synjun. Þetta skýli var opnað til að koma í veg fyrir að fólk myndi enda á götunni. Ég trúi ekki öðru en að það finnist farsæl lausn á þessum málum,“ segir Þórir Hall Stefánsson.
Hjálparstarf Félagasamtök Hælisleitendur Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira