Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 27. mars 2025 15:31 Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun