Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 27. mars 2025 08:30 Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun