„Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Hinrik Wöhler skrifar 26. mars 2025 22:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, leyfir sér að fagna í kvöld áður en undirbúningur fyrir úrslitakeppnina hefst. Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal var sigurreifur í leikslok eftir sigur FH á ÍR, 33-29, í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn tryggði Hafnfirðingum deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla annað árið í röð. „Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl. FH Olís-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Við höfum séð þetta gerast áður á mörgum stöðum. Fyrst og síðast er ég ofboðslega ánægður með sigurinn og fyrri hálfleikinn. Þetta var mjög sannfærandi frammistaða og gerðum okkur auðvelt fyrir að spila þannig í fyrri hálfleik,“ sagði þjálfarinn um leikinn sem var frekar sveiflukenndur. „Við gáfum óþarflega mikið eftir og hefðum gjarnan viljað klára þetta meira sannfærandi en akkúrat núna skiptir það engu máli. Við unnum og eru meistarar, við erum ánægðir með það,“ bætti Sigursteinn við. Þrátt fyrir tíu marka forystu FH-inga þegar tíu mínútur voru eftir misstu þeir taktinn undir lokin og glutruðu forskotinu niður í fjögur mörk. Sigursteinn var ekki dvelja við það of lengi eftir leik. „Verkefnið var að vinna og helst að gera það á sannfærandi hátt. Þetta var ekki í stórkostlegri hættu þó þeir hefðu komist aðeins nær aðeins þessu.“ Gekk á ýmsu í herbúðum FH á tímabilinu Deildarmeistaratitillinn er í höfn hjá Hafnfirðingum og það í annað árið í röð. Sigursteinn segir að það hafi gengið á ýmsu í þeirra herbúðum og titillinn því einstaklega sætur. „Mjög skemmtilegt, mér þykir virkilega vænt um þennan titil. Það er búið að ganga á ýmsu og við erum búnir að missa leikmenn og nýir leikmenn búnir að taka ný hlutverk, stærri hlutverk. Við erum búnir að fá leikmenn á miðju tímabili til að hjálpa okkur. Þetta er búið að vera mjög skemmtileg og góð dýnamík í þessu.“ Eftir harða baráttu á toppi deildarinnar við Val, Aftureldingu og Fram endar FH þremur stigum á undan Valsmönnum sem misstigu sig í kvöld á móti Haukum. Sigursteinn er stoltur af leikmönnum sínum og jafnframt starfsfólki liðsins. „Að vera með góðan kúltur og skýrt „concept“ þá er auðveldara að gera hlutina. Fullt hrós til FH-liðsins, þeir eru búnir að halda mjög vel utan um hlutina og gera þá af krafti í allan vetur,“ sagði Sigursteinn. Úrslitakeppnin næst á dagskrá Það er skammt stórra högga á milli þar sem úrslitakeppnin er á næsta leyti. Sigursteinn ætlar að gleðjast með leikmönnum sínum í kvöld en það líður ekki að löngu þangað til að undirbúningur fyrir úrslitakeppnina fer í gang. „Nú ætlum að gleðjast í kvöld og svo förum við í það að undirbúa okkur undir úrslitakeppnina. Við erum fullir tilhlökkunar fyrir það. Það var geðveik stemning hérna í kvöld og stórkostleg umgjörð, það er þetta sem við erum að fara bjóða FH-ingum upp á næstu vikurnar og vil bara hvetja alla FH-inga að taka þetta ferðalag með okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum og kom skýrum skilaboðum til stuðningsmanna. FH mætir HK í fyrsta leik 8-liða úrslita úrslitakeppnarinnar föstudaginn 4. Apríl.
FH Olís-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira