Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2025 21:58 Alessia Russo var mögnuð í kvöld. Marc Atkins/Getty Images Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Real Madríd í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Real var 2-0 yfir eftir fyrri leikinn en Skytturnar sneru dæminu við. Það sem gerir sigur Arsenal enn merkilegri er að staðan var markalaus í hálfleik og Real Madríd í toppmálum. Eitthvað hefur verið sagt í búningsklefa Arsenal því strax á fyrstu mínútu síðari hálfleik átti Chloe Kelly fyrirgjöf sem Alessia Russo svo gott sem tæklaði í netið og staðan orðin 1-0. 💥 IT'S RUSSOOOOOO !Arsenal's remontada is afoot in North London.Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/lzADRs1SFb— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Aðeins þremur mínútum síðar hafði Arsenal jafnaði metin í einvíginu. Aftur var það Kelly sem átti stoðsendinguna en að þessu sinni var það hin spænska Mariona Caldentey sem setti boltann í netið. Henni hefur ekki leiðst það enda spilaði hún með Real Madríd frá 2014 til 2024. 👀 Chloe Kelly sees Mariona and her header gets Arsenal level on aggregate with Real Madrid, 2-2!Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/RPZafWKn6z— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Eftir aukaspyrnu utan að velli barst boltinn til Russo á 59. mínútu sem skoraði með þessari líka frábæru afgreiðslu. Staðan orðin 3-0 og Arsenal gjörsamlega búið að snúa einvíginu sér í hag. 😱 Acrobatic finish from Russo and Arsenal are in dreamland: 3 goals in 13 minutes to turn the tie against Real Madrid in their favor!Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/zevIg6nNpO— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Á 71. mínútu hélt Russo að hún hefði fullkomnað þrennu sína og gulltryggt sæti Arsenal í undanúrslitum. Myndbandsdómari leiksins dæmdi mark hennar hins vegar af og staðan því enn 3-0. Það reyndust lokatölur leiksins. Arsenal og Lyon eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Á morgun kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim þangað. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum. 26. mars 2025 19:40 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Það sem gerir sigur Arsenal enn merkilegri er að staðan var markalaus í hálfleik og Real Madríd í toppmálum. Eitthvað hefur verið sagt í búningsklefa Arsenal því strax á fyrstu mínútu síðari hálfleik átti Chloe Kelly fyrirgjöf sem Alessia Russo svo gott sem tæklaði í netið og staðan orðin 1-0. 💥 IT'S RUSSOOOOOO !Arsenal's remontada is afoot in North London.Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/lzADRs1SFb— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Aðeins þremur mínútum síðar hafði Arsenal jafnaði metin í einvíginu. Aftur var það Kelly sem átti stoðsendinguna en að þessu sinni var það hin spænska Mariona Caldentey sem setti boltann í netið. Henni hefur ekki leiðst það enda spilaði hún með Real Madríd frá 2014 til 2024. 👀 Chloe Kelly sees Mariona and her header gets Arsenal level on aggregate with Real Madrid, 2-2!Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/RPZafWKn6z— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Eftir aukaspyrnu utan að velli barst boltinn til Russo á 59. mínútu sem skoraði með þessari líka frábæru afgreiðslu. Staðan orðin 3-0 og Arsenal gjörsamlega búið að snúa einvíginu sér í hag. 😱 Acrobatic finish from Russo and Arsenal are in dreamland: 3 goals in 13 minutes to turn the tie against Real Madrid in their favor!Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #EnjoyTheShow pic.twitter.com/zevIg6nNpO— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 26, 2025 Á 71. mínútu hélt Russo að hún hefði fullkomnað þrennu sína og gulltryggt sæti Arsenal í undanúrslitum. Myndbandsdómari leiksins dæmdi mark hennar hins vegar af og staðan því enn 3-0. Það reyndust lokatölur leiksins. Arsenal og Lyon eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Á morgun kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim þangað.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum. 26. mars 2025 19:40 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum. 26. mars 2025 19:40