Fótbolti

Glódís Perla aftur á bekknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla virðist ekki hafa náð sér að fullu þar sem hún er á bekknum í kvöld.
Glódís Perla virðist ekki hafa náð sér að fullu þar sem hún er á bekknum í kvöld. Daniel Löb/Getty Images

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München, er aftur á bekknum í leik kvöldsins gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn var einnig á bekknum í fyrri leik liðanna en hún hefur verið að glíma við meiðsli. Þeim leik lauk með 2-0 sigri Lyon og því þarf Bayern svo sannarlega á kraftaverki að halda í kvöld.

Leikur Lyon og Bayern hófst nú klukkan 17.45. Síðar í kvöld tekur Arsenal á móti Real Madríd en þar leiða gestirnir frá Spáni einnig 2-0.


Tengdar fréttir

Bayern í vondum málum eftir slæmt tap

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München þurfa kraftaverk ætli þær sér áfram í Meistaradeild Evrópu. Bayern tapaði 0-2 á heimavelli fyrir franska stórliðinu Lyon í kvöld. Tapið hefði hæglega geta verið stærra.

Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum

Ekki liggur fyrir hvort Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verði með því í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. Hún glímir við hnémeiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×