Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 26. mars 2025 16:32 Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun