Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 17:08 Þessi blettur við Sæbrautina sást vel í dag. Undarleg sjón blasti við mörgum í sjónum úti af Sæbraut í dag. Brúnir blettir úti á hafi, nokkuð reglulegir í laginu, hafa eflaust vakið furðu einhverra sem sáu þá. Upplýsingafulltrúi Veitna segir hann þó eiga sér alvanalegar skýringar. „Það var svo mikil úrkoma í dag, sem kom bara snögglega. Hún var það mikil á stuttum tíma að kerfin þurfa að nýta yfirfall. Það gerist sjálfkrafa þegar álagið er svo mikið að kerfin þurfa að tappa snögglega af,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Betra en að fá skólpið upp niðurfallið Skólp og regnvatn fari þá um yfirfallsrör og út í sjó, sem nýtist aðeins þegar kerfin eru yfirfull. „Í stað þess að þetta komi upp um niðurföllin hjá fólki. Þetta gerist ekki oft, en jú, einstaka sinnum. Þetta er í raun bara þannig að kerfið virkar eins og það á að virka. Það var bara mikil úrkoma í dag,“ segir Silja. Allur gangur sé á því hvort fólk taki eftir blettunum úti af ströndum þegar svona gerist. Það fari meðal annars eftir öldugangi í sjó. Einhverjir forvitnir vegfarendur hafi spurst fyrir um blettina hjá Veitum, en þeir voru ekki margir að sögn Silju. Fylgjast vel með og hreinsa strax Silja segir Veitur alltaf fylgjast vel með því hvort einhverju skoli upp á strendur í kjölfarið, og ráðist á í hreinsunaraðgerðir. „Það er ekkert komið upp á ströndina núna en við byrjum strax að fylgjast með og hreinsa það sem er hægt að hreinsa.“ Silja segir tilvalið að nýta tækifærið og minna fólk á hvað megi fara í klósettið og hvað ekki. Listinn yfir það sem má fara í klósettið, er ívið styttri en bannlistinn: „Kúkur, piss og klósettpappír,“ segir Silja. Þar með er það upp talið. Reykjavík Skólp Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Það var svo mikil úrkoma í dag, sem kom bara snögglega. Hún var það mikil á stuttum tíma að kerfin þurfa að nýta yfirfall. Það gerist sjálfkrafa þegar álagið er svo mikið að kerfin þurfa að tappa snögglega af,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Betra en að fá skólpið upp niðurfallið Skólp og regnvatn fari þá um yfirfallsrör og út í sjó, sem nýtist aðeins þegar kerfin eru yfirfull. „Í stað þess að þetta komi upp um niðurföllin hjá fólki. Þetta gerist ekki oft, en jú, einstaka sinnum. Þetta er í raun bara þannig að kerfið virkar eins og það á að virka. Það var bara mikil úrkoma í dag,“ segir Silja. Allur gangur sé á því hvort fólk taki eftir blettunum úti af ströndum þegar svona gerist. Það fari meðal annars eftir öldugangi í sjó. Einhverjir forvitnir vegfarendur hafi spurst fyrir um blettina hjá Veitum, en þeir voru ekki margir að sögn Silju. Fylgjast vel með og hreinsa strax Silja segir Veitur alltaf fylgjast vel með því hvort einhverju skoli upp á strendur í kjölfarið, og ráðist á í hreinsunaraðgerðir. „Það er ekkert komið upp á ströndina núna en við byrjum strax að fylgjast með og hreinsa það sem er hægt að hreinsa.“ Silja segir tilvalið að nýta tækifærið og minna fólk á hvað megi fara í klósettið og hvað ekki. Listinn yfir það sem má fara í klósettið, er ívið styttri en bannlistinn: „Kúkur, piss og klósettpappír,“ segir Silja. Þar með er það upp talið.
Reykjavík Skólp Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira