Danir kveðja konur í herinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 20:15 Frá þjálfun kvaðmanna í Danmörku. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Danir munu byrja að kveðja konur í herinn næsta sumar. Konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar gætu því þurft að hefja ellefu mánaða herskyldu á næsta ári. Mun það eiga við konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar. Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar. Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Troels Lund Pulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þann 5. september á næsta ári yrðu nöfn þeirra karla og kvenna sem hefðu orðið átján ára gamlar eftir 1. júlí settar í pott. Nöfn þeirra sem þyrftu að gangast herkvaðningu yrðu svo dregin úr þeim potti. Þetta byggir samkvæmt frétt DR á því að þörf verði á herkvaðningu en það veltur á því hve margir munu ganga sjálfviljugir til liðs við herinn. Herskylda þessi mun svo standa yfir í ellefu mánuði. Upprunalega var þessi ákvörðun tekin árið 2023 en þá stóð til að taka þetta skref árið 2027. Því hefur nú verið flýtt eftir að samkomulag náðist á danska þinginu. Lög þess að lútandi verða lögð fram á þingi í vor, samkvæmt yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur. Danir, eins og margar aðrar þjóðir Evrópu um þessar mundir, ætlar sér í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Ákveðið var í síðasta mánuði að setja tugi milljarða danskra króna í hergagnakaup og annarskonar hernaðaruppbyggingu á næstu tíu árum. Meðal annars stendur til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Þegar Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti þessar ætlanir sagði hún aðstæður varðandi öryggismál í Evrópu vera verri en þær hefðu verið á tímum kalda stríðsins. Þó nokkur smærri ríki heims notast við herskyldu til að byggja upp varalið fólks sem býr í það minnsta yfir grunnþjálfun í hernaði sem hægt er að kalla til herþjónustu með stuttum fyrirvara á krísutímum. Í áðurnefndri tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Danmerkur er haft eftir Michael W. Hyldgaard, yfirmanni herafla ríkisins, að með því að kveðja ungar konur einnig til herþjónustu sé gengið úr skugga um að hæfasta fólkið sé kallað til og varnir ríkisins þannig styrktar.
Danmörk Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent