Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 15:01 Benoný Breki Andrésson var á skotskónum fyrir Ísland í dag. Getty/Ben Roberts Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann 6-1 stórsigur gegn Skotlandi í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni í dag. Ísland hafði áður unnið lið Ungverja 3-0 á föstudaginn og virðist því á góðri leið undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar sem í þessari ferð var með Ara Frey Skúlason sér til aðstoðar. Liðið byrjar nýja undankeppni EM í september. Benoný Breki Andrésson, markametshafinn í efstu deild á Íslandi og leikmaður Stockport County, skoraði tvö marka Íslands í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 3-0. Benoný skoraði fyrst á 24. mínútu eftir snarpa skyndisókn og undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar og Hauks Andra Haraldssonar. Haukur lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Eggert Aron Guðmundsson sem lyfti boltanum skemmtilega upp í teignum og smellti honum í vinstra hornið. Seinna mark Benonýs kom svo rétt fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Haukur, Hilmir og Helgi skoruðu í seinni Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Skotar muninn með skallamarki en á eftir fylgdu þrjú íslensk mörk til viðbótart. Haukur Andri, sem spilar með ÍA í sumar eftir að hafa kvatt bróður sinn hjá Lille, skoraði á 58. mínútu eftir sendingu frá Benoný. Dagur Örn Fjeldsted fann svo Hilmi Rafn Mikaelsson sem skoraði fimmta markið úr teignum og það var síðan Jóhannes sem innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Helga Fróða Ingasyni á 82. mínútu. Íslensku strákarnir byrja svo undankeppni EM á leikjum við Færeyjar og Eistland í september en eru einnig í riðli með Sviss, Frakklandi og Lúxemborg. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58 KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Ísland hafði áður unnið lið Ungverja 3-0 á föstudaginn og virðist því á góðri leið undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar sem í þessari ferð var með Ara Frey Skúlason sér til aðstoðar. Liðið byrjar nýja undankeppni EM í september. Benoný Breki Andrésson, markametshafinn í efstu deild á Íslandi og leikmaður Stockport County, skoraði tvö marka Íslands í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 3-0. Benoný skoraði fyrst á 24. mínútu eftir snarpa skyndisókn og undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar og Hauks Andra Haraldssonar. Haukur lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Eggert Aron Guðmundsson sem lyfti boltanum skemmtilega upp í teignum og smellti honum í vinstra hornið. Seinna mark Benonýs kom svo rétt fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Haukur, Hilmir og Helgi skoruðu í seinni Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Skotar muninn með skallamarki en á eftir fylgdu þrjú íslensk mörk til viðbótart. Haukur Andri, sem spilar með ÍA í sumar eftir að hafa kvatt bróður sinn hjá Lille, skoraði á 58. mínútu eftir sendingu frá Benoný. Dagur Örn Fjeldsted fann svo Hilmi Rafn Mikaelsson sem skoraði fimmta markið úr teignum og það var síðan Jóhannes sem innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Helga Fróða Ingasyni á 82. mínútu. Íslensku strákarnir byrja svo undankeppni EM á leikjum við Færeyjar og Eistland í september en eru einnig í riðli með Sviss, Frakklandi og Lúxemborg.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58 KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58
KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45