Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar 25. mars 2025 12:02 Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar