Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar 25. mars 2025 12:32 Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Hún hefur sýnt í verki að hún hlustar á nemendur og starfsfólk og leggur sig fram við að skilja og bregðast við áskorunum þeirra. Í þessari kosningabaráttu var hún eini frambjóðandinn sem bað sérstaklega um fund með doktorsnemum á félagsvísindasviði og tók sér tíma til að hlusta á okkur. Við náðum að segja henni hvað okkur finnst ábótavant og hvaða hugmyndir við erum með til að bæta háskólasamfélagið. Það sem kom mér mest á óvart var að hún nefndi margt sem þarf að laga innan akademíunnar þegar kemur að doktorsnemum áður en við doktorsnemarnir sjálfir náðum að nefna það, t.d. hvernig doktorsnemar hafa ekki veikindarétt og hversu mikill skortur er á styrkjum fyrir doktorsnema innan HÍ. Þetta undirstrikaði enn frekar hversu vel hún fylgist með og veit hvar úrbóta er þörf. Við nemendur innan HÍ langar mig að segja þetta: Þið kannski áttið ykkur ekki á því en ykkar atkvæði skiptir máli! Silja Bára er þekkt fyrir að vera frábær kennari sem veitir nemendum sínum athygli og tíma. Hún leggur sérstaka áherslu á að þróa nútímalegar kennsluaðferðir en það er gríðarlega mikilvægt bæði í kennsluháttum og námsmati. Þó tilkoma gervigreindar sé aðkallandi áskorun fyrir menntakerfið liggja einnig tækifæri þar. Nemendur eiga skilið rektor sem lætur sér annt um þeirra framtíð og metur mikilvægi þess að kennslan þróist í takt við nýjar áskoranir. Samkeppnishæfur háskóli er grundvöllur þess að við getum byggt upp öflugt þekkingarsamfélag. Næsti rektor mun standa frammi fyrir öðruvísi áskorunum en aðrir rektorar hafa áður þurft að takast á við. Engum treysti ég betur en Silju Báru fyrir því. Til hamingju háskólasamfélagið ef Silja verður rektor — munum að kjósa inn á Uglunni 26.-27. mars! Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði, stundakennari og forseti Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun