Stefna á að loka skólanum á næsta ári Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. mars 2025 20:53 Gunnar Guðbjörnsson er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Álfheiður Erla Guðmundsdóttir Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum. „Söngskóli Sigurðar Demetz gerir ráð fyrir því að loka haustið 2026,“ stendur í bréfi Gunnar Guðbjörnssonar, skólastjóra skólans, til nýs mennta- og barnamálaráðherra. Skólinn er einn tveggja söngskóla í Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá árinu 1995. Hann heitir í höfuðið á Sigurði Demetz sem var verndari skólans sem lést árið 2006. Gunnar, skólastjóri söngskólans, hefur starfað lengi innan skólans sem aðstoðarmaður, aðstoðarskólastjóri og nú skólastjóri. Útlitið hafi ekki verið jafn svart og nú. Tók persónulegt lán til að eiga fyrir rekstrinum Árið 2010 hætti Reykjavíkurborg að greiða fyrir tónlistarnám á efri stigum en ólíkt flestum tónlistarskólum eru lang flestir nemendur söngskóla á efri stigum. Það sé vegna þess að nemendur hefji nám í söng mun seinna á ævinni á meðan börn byrja yfirleitt ung að læra á hljóðfæri. Árið 2011 var gert samkomulag um eflingu tónlistarnáms, sem að sögn Gunnars hafi einungis verið viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra við því að klára ætti byggingu Hörpu. Samkomulagið hafi verið gert í hraði og síðar meir valdið miklu erfiðleikum. „Við lendum í því að sjötíu prósent af okkar rekstri eru í þessu samkomulagi,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Sýningin Oklahoma var sett upp af söngleikjadeild skólans.Gunnar Freyr Steinsson Árið 2020 voru síðan gerðir lífskjarasamningar við tónlistarkennara. „Þeir fóru að bíta í árið 2021. Þá var staðan svo alvarleg og náði ekki að skera niður nema hluta af tapinu,“ sagði Gunnar. „Ég endaði með fimm til sex milljóna króna tap í lok skólaárs og þurfti að taka persónulegt lífeyrissjóðslán til að eiga fyrir rekstrinum og lét svo skólann borga mér það til baka en við erum ekki enn búin að greiða það niður.“ Árið 2021 hafi hækkunin eftir lífskjarasamningana numið um ellefu prósentum. Eftir kjarasamninga sem náðust í nú febrúar nemur hækkunin um tuttugu prósentum að sögn Gunnars. Nú er hann einnig að greiða starfsfólki sínu afturvirkar launagreiðslur frá 2024. „Ég er ekki að fara taka annað lífeyrissjóðslán því skólinn er enn að greiða mér til baka fyrir hitt lánið.“ Eina lausnin að skera niður nemendafjölda Eina lausnin fyrir komandi skólaár sé að skera niður nemendafjöldan skólans um 25 prósent til að eiga fyrir tíu milljóna króna tapi sem skapast vegna launahækkana. „Ég get ekki hækkað skólagjöldin neitt meira því þau eru komin að þeim þolmörkum sem hægt er að selja nám á og þá förum við í einhvers konar niðurskurð á nemendum. Þegar niðurskurður verður á nemendum verðum við að gera ráð fyrir að skólatekjurnar lækka líka. Skólinn skreppur saman um jafnvel þrjátíu prósent,“ segir Gunnar. Í skólanum er söngleikjadeild.Gunnar Freyr Steinsson Við það að skera niður nemendafjöldann kenna kennarar skólans þar af leiðandi færri stundir þar sem að allir nemendur eru í einkatímum. Við það verður þjónustusamningur við skólann skorinn niður þar sem færri tímar voru kenndir. Þess vegna þurfi að skera enn frekar niður árið á eftir. „Þá er eiginlega ekki hægt að reka skólann. Rekstrareiningin er orðin of lítil svo það verður bara að loka skólanum.“ Gervikauphækkanir valdi atvinnuleysi „Það var auðvitað gleðiefni að kennarar okkar fengju kjarabætur en svo virðist að þær séu gervikauphækkanir sem verða svo teknar af þeim með lækkuðum starfshlutföllum í haust. Svo munu þessar sömu kauphækkanir valda því að þau missa vinnuna haustið eftir það. Napurlegt er það,“ skrifar Gunnar. „Á sama tíma og allt þetta er að gerast er verið að tala um að stofna Þjóðaróperu. Maður skilur ekki alveg samhengið, það er vinsælt að segja hljóð og myndi fari ekki saman en þarna er það að raungerast,“ segir hann. Tónlistarnám Skóla- og menntamál Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
„Söngskóli Sigurðar Demetz gerir ráð fyrir því að loka haustið 2026,“ stendur í bréfi Gunnar Guðbjörnssonar, skólastjóra skólans, til nýs mennta- og barnamálaráðherra. Skólinn er einn tveggja söngskóla í Reykjavíkurborg og hefur verið starfandi frá árinu 1995. Hann heitir í höfuðið á Sigurði Demetz sem var verndari skólans sem lést árið 2006. Gunnar, skólastjóri söngskólans, hefur starfað lengi innan skólans sem aðstoðarmaður, aðstoðarskólastjóri og nú skólastjóri. Útlitið hafi ekki verið jafn svart og nú. Tók persónulegt lán til að eiga fyrir rekstrinum Árið 2010 hætti Reykjavíkurborg að greiða fyrir tónlistarnám á efri stigum en ólíkt flestum tónlistarskólum eru lang flestir nemendur söngskóla á efri stigum. Það sé vegna þess að nemendur hefji nám í söng mun seinna á ævinni á meðan börn byrja yfirleitt ung að læra á hljóðfæri. Árið 2011 var gert samkomulag um eflingu tónlistarnáms, sem að sögn Gunnars hafi einungis verið viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra við því að klára ætti byggingu Hörpu. Samkomulagið hafi verið gert í hraði og síðar meir valdið miklu erfiðleikum. „Við lendum í því að sjötíu prósent af okkar rekstri eru í þessu samkomulagi,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Sýningin Oklahoma var sett upp af söngleikjadeild skólans.Gunnar Freyr Steinsson Árið 2020 voru síðan gerðir lífskjarasamningar við tónlistarkennara. „Þeir fóru að bíta í árið 2021. Þá var staðan svo alvarleg og náði ekki að skera niður nema hluta af tapinu,“ sagði Gunnar. „Ég endaði með fimm til sex milljóna króna tap í lok skólaárs og þurfti að taka persónulegt lífeyrissjóðslán til að eiga fyrir rekstrinum og lét svo skólann borga mér það til baka en við erum ekki enn búin að greiða það niður.“ Árið 2021 hafi hækkunin eftir lífskjarasamningana numið um ellefu prósentum. Eftir kjarasamninga sem náðust í nú febrúar nemur hækkunin um tuttugu prósentum að sögn Gunnars. Nú er hann einnig að greiða starfsfólki sínu afturvirkar launagreiðslur frá 2024. „Ég er ekki að fara taka annað lífeyrissjóðslán því skólinn er enn að greiða mér til baka fyrir hitt lánið.“ Eina lausnin að skera niður nemendafjölda Eina lausnin fyrir komandi skólaár sé að skera niður nemendafjöldan skólans um 25 prósent til að eiga fyrir tíu milljóna króna tapi sem skapast vegna launahækkana. „Ég get ekki hækkað skólagjöldin neitt meira því þau eru komin að þeim þolmörkum sem hægt er að selja nám á og þá förum við í einhvers konar niðurskurð á nemendum. Þegar niðurskurður verður á nemendum verðum við að gera ráð fyrir að skólatekjurnar lækka líka. Skólinn skreppur saman um jafnvel þrjátíu prósent,“ segir Gunnar. Í skólanum er söngleikjadeild.Gunnar Freyr Steinsson Við það að skera niður nemendafjöldann kenna kennarar skólans þar af leiðandi færri stundir þar sem að allir nemendur eru í einkatímum. Við það verður þjónustusamningur við skólann skorinn niður þar sem færri tímar voru kenndir. Þess vegna þurfi að skera enn frekar niður árið á eftir. „Þá er eiginlega ekki hægt að reka skólann. Rekstrareiningin er orðin of lítil svo það verður bara að loka skólanum.“ Gervikauphækkanir valdi atvinnuleysi „Það var auðvitað gleðiefni að kennarar okkar fengju kjarabætur en svo virðist að þær séu gervikauphækkanir sem verða svo teknar af þeim með lækkuðum starfshlutföllum í haust. Svo munu þessar sömu kauphækkanir valda því að þau missa vinnuna haustið eftir það. Napurlegt er það,“ skrifar Gunnar. „Á sama tíma og allt þetta er að gerast er verið að tala um að stofna Þjóðaróperu. Maður skilur ekki alveg samhengið, það er vinsælt að segja hljóð og myndi fari ekki saman en þarna er það að raungerast,“ segir hann.
Tónlistarnám Skóla- og menntamál Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. 24. mars 2025 11:07