Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2025 22:30 Þann 8. október síðastliðinn hélt ég ræðu á Alþingi undir liðnum störf þingsins og fjallaði ég þar um myndina Ljósvíkingar. Í ræðu minni segi ég meðal annars „Íslensk kvikmyndagerð er á heimsmælikvarða. Hún skilar fjölda starfa, styrkir íslenska tungu og lyftir okkar samfélagi og menningu“ Myndin Ljósvíkingar hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana en í myndinni er fjallað um tvo málaflokka sem standa hjarta mínu nær en það eru verndun hins íslenska bátaarfs og málefni hinsegin fólks. Ég er svo sannarlega ekki ein um að hafa verið ánægð með myndina því hún hlaut gríðarlega góðar viðtökur í kvikmyndahúsum og í janúar var myndin sýnd á Palm Springs International Film Festival í Bandaríkjunum og hlaut þar standandi lófaklapp. Myndin er tilnefnd til fjölda Edduverðlauna. Alls eru tilnefningarnar níu talsins og eru þær meðal annars sem kvikmynd ársins, handrit ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikkona ársins í auka hlutverki og leikstjóri ársins. Allt sjálfsagt verðskuldað. En það slær mig að sjá Örnu Magneu Danks ekki tilnefnda sem leikkonu ársins og verð að spyrja mig hverju það sætir. Arna Magnea Danks á stórleik í myndinni og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Eftir að myndin var sýnd í Barndaríkjunum var henni meðal annars líkt við leikkonuna Karla Sofía Gascón sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Emilia Pérex. En hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðal leikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki? Arna Magnea sótti ekki Palm Springs hátíðina að þeirri einföldu ástæðu að íslenskt trans fólk treystir sér ekki til Bandaríkjanna eins og staðan er þar Vestan hafs. Aðför að réttindum trans fólks er bæði hörð og hættuleg þar vestra og dæmi eru um það að trans fólk sé hreinlega komið á flótta frá Bandaríkjunum vegna ógna Trumpstjórnarinnar í þeirra garð. Það var ánægjulegt að heyra utnaríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, segja frá því á dögunum að Utanríkisráðuneytið undirbúi ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Það er raunverulega orðið hættulegt fyrir ákveðna hópa að ferðast á Vesturlölndum! Ísland er í fremst í röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks en orðræðan, bakslagið, þöggunin og glerþökin færast nær og eru byrjuð að hafa áhrif hér á litla Íslandi. Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt. Ég veit að það eru aldrei öll tilnefnd. Ég veit að oftast eru skiptar skoðanir um verðlaun og tilnefningar. En listin er okkar sterkasta tjáningarform í heimi sem stendur á tímamótum þegar kemur að mannréttindum. Í flestu er pólitík, við nýtum þau tækifæri sem við höfum til þess að standa með mannréttindum og koma okkar viðhorfum á framfæri. Arna Magnea Danks hefði að mínu mati verið vel að Edduverðlaunum komin en þær sem eru tilnefndar eru það líka. Málið snýst því fyrst og fremst um þá ótrúlegu niðurstöðu þeirra sem því ráða að Arna Magnea sé ekki tilnefndi til verðlauna fyrir frammistöðu sem sem hefur brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu. Ég hef staðið með íslenskri kvikmyndagerð árum saman, hvort heldur sem aðstandandi og vinkona kvikmyndagerðarfólks og sem neytand íslenskra kvikmynda. En ekki síst nýtti ég rödd mína á meðan ég sat á þingi og barðist fyrir fjármögnun og viðurkenningu íslenskrar kvikmyndagerðar alls staðar þar sem ég hafði tækifæri til. Ég vona að íslensk kvikmyndagerð standi með mannréttindum og noti sín tækifæri til þess að efla, styðja og auðga fjölbreytta flóru. Ekki síst kvenna, hinsegin fólks og allra þeirra annara sem ekki njóta fyllstu forréttinda í íslensku samfélagi. Einhæft samfélag skapar einhæfa list, einhæf list skapar einhæft samfélag. Höfundur er fyrrverandi þingkona og áhugamanneskja um íslenska kvikmyndagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni trans fólks Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þann 8. október síðastliðinn hélt ég ræðu á Alþingi undir liðnum störf þingsins og fjallaði ég þar um myndina Ljósvíkingar. Í ræðu minni segi ég meðal annars „Íslensk kvikmyndagerð er á heimsmælikvarða. Hún skilar fjölda starfa, styrkir íslenska tungu og lyftir okkar samfélagi og menningu“ Myndin Ljósvíkingar hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana en í myndinni er fjallað um tvo málaflokka sem standa hjarta mínu nær en það eru verndun hins íslenska bátaarfs og málefni hinsegin fólks. Ég er svo sannarlega ekki ein um að hafa verið ánægð með myndina því hún hlaut gríðarlega góðar viðtökur í kvikmyndahúsum og í janúar var myndin sýnd á Palm Springs International Film Festival í Bandaríkjunum og hlaut þar standandi lófaklapp. Myndin er tilnefnd til fjölda Edduverðlauna. Alls eru tilnefningarnar níu talsins og eru þær meðal annars sem kvikmynd ársins, handrit ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikkona ársins í auka hlutverki og leikstjóri ársins. Allt sjálfsagt verðskuldað. En það slær mig að sjá Örnu Magneu Danks ekki tilnefnda sem leikkonu ársins og verð að spyrja mig hverju það sætir. Arna Magnea Danks á stórleik í myndinni og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Eftir að myndin var sýnd í Barndaríkjunum var henni meðal annars líkt við leikkonuna Karla Sofía Gascón sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Emilia Pérex. En hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðal leikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki? Arna Magnea sótti ekki Palm Springs hátíðina að þeirri einföldu ástæðu að íslenskt trans fólk treystir sér ekki til Bandaríkjanna eins og staðan er þar Vestan hafs. Aðför að réttindum trans fólks er bæði hörð og hættuleg þar vestra og dæmi eru um það að trans fólk sé hreinlega komið á flótta frá Bandaríkjunum vegna ógna Trumpstjórnarinnar í þeirra garð. Það var ánægjulegt að heyra utnaríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, segja frá því á dögunum að Utanríkisráðuneytið undirbúi ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Það er raunverulega orðið hættulegt fyrir ákveðna hópa að ferðast á Vesturlölndum! Ísland er í fremst í röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks en orðræðan, bakslagið, þöggunin og glerþökin færast nær og eru byrjuð að hafa áhrif hér á litla Íslandi. Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt. Ég veit að það eru aldrei öll tilnefnd. Ég veit að oftast eru skiptar skoðanir um verðlaun og tilnefningar. En listin er okkar sterkasta tjáningarform í heimi sem stendur á tímamótum þegar kemur að mannréttindum. Í flestu er pólitík, við nýtum þau tækifæri sem við höfum til þess að standa með mannréttindum og koma okkar viðhorfum á framfæri. Arna Magnea Danks hefði að mínu mati verið vel að Edduverðlaunum komin en þær sem eru tilnefndar eru það líka. Málið snýst því fyrst og fremst um þá ótrúlegu niðurstöðu þeirra sem því ráða að Arna Magnea sé ekki tilnefndi til verðlauna fyrir frammistöðu sem sem hefur brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu. Ég hef staðið með íslenskri kvikmyndagerð árum saman, hvort heldur sem aðstandandi og vinkona kvikmyndagerðarfólks og sem neytand íslenskra kvikmynda. En ekki síst nýtti ég rödd mína á meðan ég sat á þingi og barðist fyrir fjármögnun og viðurkenningu íslenskrar kvikmyndagerðar alls staðar þar sem ég hafði tækifæri til. Ég vona að íslensk kvikmyndagerð standi með mannréttindum og noti sín tækifæri til þess að efla, styðja og auðga fjölbreytta flóru. Ekki síst kvenna, hinsegin fólks og allra þeirra annara sem ekki njóta fyllstu forréttinda í íslensku samfélagi. Einhæft samfélag skapar einhæfa list, einhæf list skapar einhæft samfélag. Höfundur er fyrrverandi þingkona og áhugamanneskja um íslenska kvikmyndagerð.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun