LIVE selt um þriðjunginn af öllum bréfum sínum í Eik á fáeinum vikum

Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem var þangað til fyrir skemmstu einn allra stærsti hluthafinn í Eik, hefur að undanförnu haldið áfram að selja hratt niður stöðu sína í fasteignafélaginu og á innan við tveimur mánuðum er sjóðurinn búinn að losa um þriðjunginn af eignarhlut sínum. Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins heldur hins vegar á sama tíma áfram að stækka stöðuna í Eik en nýr forstjóri tekur við fyrirtækinu eftir aðalfund í næsta mánuði.
Tengdar fréttir

Brimgarðar minnka verulega stöðu sína í Reitum og Heimum
Brimgarðar, stór einkafjárfestir í öllum skráðu fasteignafélögunum, hefur á undanförnum tveimur mánuðum losað um verulegan hluta af stöðu sinni í Heimum og Reitum samtímis því að fjárfestingafélagið hefur freistað þess að stækka enn frekar við eignarhlut sinn í Eik.

Stefnir að sölu eigna og aukinni skuldsetningu til að bæta arðsemi Eikar
Fjárfestingafélagið Langisjór, sem fer með yfir 30 prósenta hlut í Eik og hefur gert öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, telur að arðsemi þess fjármagns sem hluthafar hafa bundið í rekstri fasteignafélagsins sé of lágt og vilja „straumlínulaga“ eignasafnið með sölu eigna og nýta þá fjármuni til arðgreiðslna. Þá boða forsvarsmenn Langasjávar, sem eru meðal annars eigendur að Ölmu leigufélagi, að kannaðir verði kostir þess að Eik útvíkki starfsemi sína með því að sinna uppbyggingu og útleigu íbúðarhúsnæðis til almennings.