Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Haraldur Örn Haraldsson skrifar 22. mars 2025 15:50 Patrick Pedersen skoraði jöfnunarmark Vals þegar átta mínútur voru til leiksloka. vísir/Anton Valur lenti 2-0 undir gegn Fylki í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta en kom til baka og vann 2-3 sigur í Árbænum. Fylkismenn komu dýrvitlausir til leiks og voru töluvert betri aðilinn framan af. Þeir skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 12. mínútur. Bjarki Steinsen kom upp hægri kantinn og lagði boltan yfir á Theodór Inga sem var í utanáhlaupinu. Theodór kom svo með fastan bolta fyrir teiginn sem rataði beint á Guðmund Tyrfings sem tók skotið viðstöðulaust. Fast skot sem fór í slánna og inn. Það leið ekki langur tíma þangað til að Fylkir skoraði sitt annað mark. Emil Ásmundsson lagði þá góðan bolta inn fyrir vörn Vals og Benedikt Daríus var þá sloppinn einn í gegn. Hann gerði þá mjög vel í að renna boltanum framhjá Stefáni sem var í marki Vals. Gestirnir virtust vakna aðeins við þetta mark þar sem aðeins tveimur mínútum seinna höfðu þeir minnkað muninn. Albin Skoglund og Orri Hrafn Kjartansson léku þar flott þríhyrningaspil sín á milli og Orri slapp þá í gegn þar sem hann skoraði gegn sínum gömlu félögum. Það var minna um færi restin af hálfleiknum og Fylkismenn því með eins marks forystu þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti þar sem bæði lið áttu fín færi. Theodór Ingi Óskarsson átti skot í slánna og stuttu seinna átti Tómas Bent gott skot á markið sem Ólafur Kristófer varði mjög vel. Valur fór svo að auka pressuna á Fylkisliðið og þeim tókst að jafna leikinn á 82. mínútu. Það var klaufagangur í vörn Fylkismanna sem olli því en varnarmenn Fylkis skölluðu boltann beint fyrir fætur Patrick Pedersen sem átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Það var svo aðeins tveimur mínútum síðar sem Sigurður Egill Lárusson skoraði sigurmarkið eftir góðan undirbúning frá Jónatan Inga. Fleiri mörk komu ekki í leikinn og Valur því Lengjubikarmeistari 2025. Mörkin úr leiknum Atvik leiksins Jöfnunarmark Vals manna var augnablikið í leiknum sem sneri taflinu við. Fylkismenn voru búnir að verjast vel fram að því en eftir að Patrick Pedersen skoraði var ekki líkur á neinu öðru en Vals sigri. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi Jónsson var hættulegasti sóknarmaður Vals í dag, þar sem hann ógnaði sífellt upp hægri kantinn. Guðmundur Tyrfingsson var einnig mjög öflugur hjá Fylkismönnum en hann skoraði fyrsta mark leiksins. Dómararnir Ívar Orri og hans teymi áttu góðan leik í dag. Það var svo sem ekki mikið um stór atvik, en þeir skiluðu sínu dagsverki fagmannlega. Stemning og umgjörð Það var mjög góð mæting á Wurth-völlinn í dag í sól og blíðu. Áhorfendur voru duglegir að styðja sín lið áfram, ef þetta heldur áfram inn í sumarið má búast við góðu tímabili í stúkum landsins. Viðtöl Árni Guðna: Svekkjandi að fá á okkur aulamark Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði fyrir Val 3-2 í úrslitum Lengjubikarsins. „Mér fannst við töluvert sterkari í byrjun. Valur er náttúrulega með frábært lið og tóku stjórnina. Þeir skoruðu svo full snemma eftir að við skoruðum sem gerði okkur aðeins erfitt fyrir. Þeir lágu svo aðeins á okkur í seinni hálfleik, svekkjandi að fá á okkur aulamark númer tvö. Svo hefðum við getað jafnað í lokin, en svo fór sem fór,“ sagði Árni eftir leikinn í Árbænum Fylkismenn komust í 2-0 eftir aðeins 21. mínútna leik og virkuðu töluvert betri aðilinn í byrjun leiks. Það var hinsvegar seinni hálfleikurinn sem varð til þess að þeir töpuðu leiknum. „Það er oft þannig í fótbolta að það sé auðvelt að fá mark á sig fljótlega eftir að maður fær eitt á sig. Auðvitað vill maður ekki segja það, en þeir skiptu líka góðum leikmönnum inn á og voru ferskari í lokin og eru kannski komnir lengra í sínum undirbúningi,“ sagði Árni. „Ég hefði viljað að við hefðum verið aðeins kaldari á boltanum og þorað að hafa hann. Þegar við héldum honum þá lentu þeir í miklum vandræðum og við hefðum átt að gera meira af því.“ Pablo Aguilera Simon er nýlega genginn til liðs við Fylki en hann kom inn á í seinni hálfleiknum og skilaði fínni frammistöðu. „Það er erfitt að koma svona inn á, en hann spilaði mjög vel. Hann lenti hérna á þriðjudagsmorgninum frá Bandaríkjunum. Hann hefur verið betri með hverri æfingunni og var mjög flottur í dag. Ég held hann verði góður í sumar.“ Orri Hrafn: Við erum að fara berjast um að vinna Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður Vals, skoraði fyrsta mark sinna manna í dag gegn Fylki. Valur vann leikinn 3-2 og er því Lengjubikarmeistari. „Það var gott að vinna, það er okkar stefna, að vinna leikina okkar. Við lentum 2-0 undir og byrjum illa, en mér finnst karakter einkenni að snúa leiknum við og klára hann.“ Orri er fyrrverandi leikmaður Fylkis og það var ánægjulegt fyrir hann að skora gegn sínum gömlu félögum í dag. „Það er bara alltaf gaman að skora. Gott að koma marki sínu á leiknum, og gott að snúa leiknum við.“ Vals liðið hefur átt gott undirbúningstímabil og Orri segir að hann hefur fulla trú á sínum mönnum að eiga gott tímabil. „Við erum búnir að skila góðri frammistöðu oft, og eiga góð úrslit. Það er það sem við leggjum áherslu á, það er að vinna leikina okkar. Nú er það bara að fínpússa lítil atriði, eins og að byrja leikinn betur. Ég er mjög bjartsýnn fyrir tímabilinu og ég sé fyrir mér að við séum að fara berjast um að vinna,“ sagði Orri að lokum. Lengjubikar karla Valur Fylkir
Valur lenti 2-0 undir gegn Fylki í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta en kom til baka og vann 2-3 sigur í Árbænum. Fylkismenn komu dýrvitlausir til leiks og voru töluvert betri aðilinn framan af. Þeir skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 12. mínútur. Bjarki Steinsen kom upp hægri kantinn og lagði boltan yfir á Theodór Inga sem var í utanáhlaupinu. Theodór kom svo með fastan bolta fyrir teiginn sem rataði beint á Guðmund Tyrfings sem tók skotið viðstöðulaust. Fast skot sem fór í slánna og inn. Það leið ekki langur tíma þangað til að Fylkir skoraði sitt annað mark. Emil Ásmundsson lagði þá góðan bolta inn fyrir vörn Vals og Benedikt Daríus var þá sloppinn einn í gegn. Hann gerði þá mjög vel í að renna boltanum framhjá Stefáni sem var í marki Vals. Gestirnir virtust vakna aðeins við þetta mark þar sem aðeins tveimur mínútum seinna höfðu þeir minnkað muninn. Albin Skoglund og Orri Hrafn Kjartansson léku þar flott þríhyrningaspil sín á milli og Orri slapp þá í gegn þar sem hann skoraði gegn sínum gömlu félögum. Það var minna um færi restin af hálfleiknum og Fylkismenn því með eins marks forystu þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti þar sem bæði lið áttu fín færi. Theodór Ingi Óskarsson átti skot í slánna og stuttu seinna átti Tómas Bent gott skot á markið sem Ólafur Kristófer varði mjög vel. Valur fór svo að auka pressuna á Fylkisliðið og þeim tókst að jafna leikinn á 82. mínútu. Það var klaufagangur í vörn Fylkismanna sem olli því en varnarmenn Fylkis skölluðu boltann beint fyrir fætur Patrick Pedersen sem átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Það var svo aðeins tveimur mínútum síðar sem Sigurður Egill Lárusson skoraði sigurmarkið eftir góðan undirbúning frá Jónatan Inga. Fleiri mörk komu ekki í leikinn og Valur því Lengjubikarmeistari 2025. Mörkin úr leiknum Atvik leiksins Jöfnunarmark Vals manna var augnablikið í leiknum sem sneri taflinu við. Fylkismenn voru búnir að verjast vel fram að því en eftir að Patrick Pedersen skoraði var ekki líkur á neinu öðru en Vals sigri. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi Jónsson var hættulegasti sóknarmaður Vals í dag, þar sem hann ógnaði sífellt upp hægri kantinn. Guðmundur Tyrfingsson var einnig mjög öflugur hjá Fylkismönnum en hann skoraði fyrsta mark leiksins. Dómararnir Ívar Orri og hans teymi áttu góðan leik í dag. Það var svo sem ekki mikið um stór atvik, en þeir skiluðu sínu dagsverki fagmannlega. Stemning og umgjörð Það var mjög góð mæting á Wurth-völlinn í dag í sól og blíðu. Áhorfendur voru duglegir að styðja sín lið áfram, ef þetta heldur áfram inn í sumarið má búast við góðu tímabili í stúkum landsins. Viðtöl Árni Guðna: Svekkjandi að fá á okkur aulamark Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði fyrir Val 3-2 í úrslitum Lengjubikarsins. „Mér fannst við töluvert sterkari í byrjun. Valur er náttúrulega með frábært lið og tóku stjórnina. Þeir skoruðu svo full snemma eftir að við skoruðum sem gerði okkur aðeins erfitt fyrir. Þeir lágu svo aðeins á okkur í seinni hálfleik, svekkjandi að fá á okkur aulamark númer tvö. Svo hefðum við getað jafnað í lokin, en svo fór sem fór,“ sagði Árni eftir leikinn í Árbænum Fylkismenn komust í 2-0 eftir aðeins 21. mínútna leik og virkuðu töluvert betri aðilinn í byrjun leiks. Það var hinsvegar seinni hálfleikurinn sem varð til þess að þeir töpuðu leiknum. „Það er oft þannig í fótbolta að það sé auðvelt að fá mark á sig fljótlega eftir að maður fær eitt á sig. Auðvitað vill maður ekki segja það, en þeir skiptu líka góðum leikmönnum inn á og voru ferskari í lokin og eru kannski komnir lengra í sínum undirbúningi,“ sagði Árni. „Ég hefði viljað að við hefðum verið aðeins kaldari á boltanum og þorað að hafa hann. Þegar við héldum honum þá lentu þeir í miklum vandræðum og við hefðum átt að gera meira af því.“ Pablo Aguilera Simon er nýlega genginn til liðs við Fylki en hann kom inn á í seinni hálfleiknum og skilaði fínni frammistöðu. „Það er erfitt að koma svona inn á, en hann spilaði mjög vel. Hann lenti hérna á þriðjudagsmorgninum frá Bandaríkjunum. Hann hefur verið betri með hverri æfingunni og var mjög flottur í dag. Ég held hann verði góður í sumar.“ Orri Hrafn: Við erum að fara berjast um að vinna Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður Vals, skoraði fyrsta mark sinna manna í dag gegn Fylki. Valur vann leikinn 3-2 og er því Lengjubikarmeistari. „Það var gott að vinna, það er okkar stefna, að vinna leikina okkar. Við lentum 2-0 undir og byrjum illa, en mér finnst karakter einkenni að snúa leiknum við og klára hann.“ Orri er fyrrverandi leikmaður Fylkis og það var ánægjulegt fyrir hann að skora gegn sínum gömlu félögum í dag. „Það er bara alltaf gaman að skora. Gott að koma marki sínu á leiknum, og gott að snúa leiknum við.“ Vals liðið hefur átt gott undirbúningstímabil og Orri segir að hann hefur fulla trú á sínum mönnum að eiga gott tímabil. „Við erum búnir að skila góðri frammistöðu oft, og eiga góð úrslit. Það er það sem við leggjum áherslu á, það er að vinna leikina okkar. Nú er það bara að fínpússa lítil atriði, eins og að byrja leikinn betur. Ég er mjög bjartsýnn fyrir tímabilinu og ég sé fyrir mér að við séum að fara berjast um að vinna,“ sagði Orri að lokum.