Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar 20. mars 2025 12:33 Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun