Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir og Tinna Þórarinsdóttir skrifa 20. mars 2025 09:33 Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel. Rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist Á síðustu áratugum hefur hert á rýrnun jökla um allan heim en mismikið eftir svæðum og er rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist. Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Íslandi minnkað um 20% að flatarmáli og nú eru tugir lítilla jökla horfnir. Tæplega helmingur rýrnunarinnar hefur átt sér stað frá aldamótunum 2000. Mælingar á íslensku jöklunum gefa til kynna að þeir hafi rýrnað að meðaltali um 8,3 milljarða tonna á ári frá síðustu aldamótum. Það samsvarar því að þeir hafi þynnst sem nemur um einum metra að meðaltali á ári. Jöklar utan stóru ísbreiðanna á heimskautunum rýrnuðu um 6500 milljarða tonna af ís á árunum 2000 til 2023 sem leiddi til 18 mm hækkunar á sjávarborði heimshafanna. Ef fram heldur sem horfir munu margir jöklar hverfa fyrir lok 21. aldar. Afleiðingar hörfandi jökla Við hörfun jökla stækka jökullón og ný myndast, ár skipta um farvegi og rennsli vatnsfalla breytist, landris eykst í nágrenni jökla, fjallshlíðar verða óstöðugar og hætta á skriðuföllum og aurskriðum eykst. Þessar umhverfisbreytingar hafa áhrif á uppbyggingu innviða og skipulag til framtíðar. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á jöklunum og náttúruvá sem kann að skapast, ekki síst vegna þess að jöklarnir og svæðin næst þeim eru vinsælir ferðamannastaðir. Sömuleiðis er orkubúskapur landsins mjög háður afrennsli frá jöklum og mun rýrnun jöklanna hafa veruleg áhrif á vatnsaflsframleiðslu til lengri tíma litið. Á næstu áratugum má búast við auknu afrennsli af þessum sökum sem síðar mun fara minnkandi eftir því sem jöklarnir minnka. Nú er tími til þess að bregðast við Framtíð jökla landsins er mjög háð þróun loftslags og sjávarhita umhverfis Ísland. Útreikningar byggðir á sviðsmyndum um loftslagsbreytingar benda til þess að takist að takmarka hlýnun á 21. öld við 2°C muni rýrnun íslenskra jökla til loka aldarinnar þó verða umtalsverð eða á bilinu 40−50%. Ef hlýnunin verður meiri, verður enn minna eftir af jöklum landsins við lok aldarinnar. Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við alþjóðlegar aðgerðir verður hægt að takmarka hlýnun og á sama tíma draga úr massatapi jökla í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði héðan í frá sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til þess að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni er alþjóðlegur dagur vatns (22. mars) einnig tileinkaður jöklum og varðveislu þeirra. Fyrsti alþjóðadagur jökla Í tilefni þessara alþjóðadaga, jökla og vatns verða haldnir þrír viðburðir föstudaginn 21. mars. Í Grósku verður fundur kl. 10:00 í samstarfi Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans sem ber heitið „Jöklar, orka og vísindi“. Eftir hádegið kl. 14:00 verður haldinn viðburður í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem flutt verða nokkur erindi um jökla og jöklabreytingar og tilkynnt verður um vinningshafa í samkeppni barna og ungmenna um verk tengd jöklum. Að fundinum standa Jöklarannsóknafélags Íslands, Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúruminjasafn Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin. Í beinu framhaldi af fundinum í Veröld verður opnuð kl. 15:30 sýningin „Kynslóðir jökla“ í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Verið öll velkomin. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskólans og stjórnarmaður í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og varaformaður Jöklarannsóknafélags Íslands. Tinna Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f.h. Íslensku vatnafræðinefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jöklar á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel. Rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist Á síðustu áratugum hefur hert á rýrnun jökla um allan heim en mismikið eftir svæðum og er rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist. Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Íslandi minnkað um 20% að flatarmáli og nú eru tugir lítilla jökla horfnir. Tæplega helmingur rýrnunarinnar hefur átt sér stað frá aldamótunum 2000. Mælingar á íslensku jöklunum gefa til kynna að þeir hafi rýrnað að meðaltali um 8,3 milljarða tonna á ári frá síðustu aldamótum. Það samsvarar því að þeir hafi þynnst sem nemur um einum metra að meðaltali á ári. Jöklar utan stóru ísbreiðanna á heimskautunum rýrnuðu um 6500 milljarða tonna af ís á árunum 2000 til 2023 sem leiddi til 18 mm hækkunar á sjávarborði heimshafanna. Ef fram heldur sem horfir munu margir jöklar hverfa fyrir lok 21. aldar. Afleiðingar hörfandi jökla Við hörfun jökla stækka jökullón og ný myndast, ár skipta um farvegi og rennsli vatnsfalla breytist, landris eykst í nágrenni jökla, fjallshlíðar verða óstöðugar og hætta á skriðuföllum og aurskriðum eykst. Þessar umhverfisbreytingar hafa áhrif á uppbyggingu innviða og skipulag til framtíðar. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á jöklunum og náttúruvá sem kann að skapast, ekki síst vegna þess að jöklarnir og svæðin næst þeim eru vinsælir ferðamannastaðir. Sömuleiðis er orkubúskapur landsins mjög háður afrennsli frá jöklum og mun rýrnun jöklanna hafa veruleg áhrif á vatnsaflsframleiðslu til lengri tíma litið. Á næstu áratugum má búast við auknu afrennsli af þessum sökum sem síðar mun fara minnkandi eftir því sem jöklarnir minnka. Nú er tími til þess að bregðast við Framtíð jökla landsins er mjög háð þróun loftslags og sjávarhita umhverfis Ísland. Útreikningar byggðir á sviðsmyndum um loftslagsbreytingar benda til þess að takist að takmarka hlýnun á 21. öld við 2°C muni rýrnun íslenskra jökla til loka aldarinnar þó verða umtalsverð eða á bilinu 40−50%. Ef hlýnunin verður meiri, verður enn minna eftir af jöklum landsins við lok aldarinnar. Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við alþjóðlegar aðgerðir verður hægt að takmarka hlýnun og á sama tíma draga úr massatapi jökla í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði héðan í frá sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til þess að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni er alþjóðlegur dagur vatns (22. mars) einnig tileinkaður jöklum og varðveislu þeirra. Fyrsti alþjóðadagur jökla Í tilefni þessara alþjóðadaga, jökla og vatns verða haldnir þrír viðburðir föstudaginn 21. mars. Í Grósku verður fundur kl. 10:00 í samstarfi Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans sem ber heitið „Jöklar, orka og vísindi“. Eftir hádegið kl. 14:00 verður haldinn viðburður í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem flutt verða nokkur erindi um jökla og jöklabreytingar og tilkynnt verður um vinningshafa í samkeppni barna og ungmenna um verk tengd jöklum. Að fundinum standa Jöklarannsóknafélags Íslands, Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúruminjasafn Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin. Í beinu framhaldi af fundinum í Veröld verður opnuð kl. 15:30 sýningin „Kynslóðir jökla“ í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Verið öll velkomin. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskólans og stjórnarmaður í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og varaformaður Jöklarannsóknafélags Íslands. Tinna Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f.h. Íslensku vatnafræðinefndarinnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar