Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir og Tinna Þórarinsdóttir skrifa 20. mars 2025 09:33 Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel. Rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist Á síðustu áratugum hefur hert á rýrnun jökla um allan heim en mismikið eftir svæðum og er rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist. Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Íslandi minnkað um 20% að flatarmáli og nú eru tugir lítilla jökla horfnir. Tæplega helmingur rýrnunarinnar hefur átt sér stað frá aldamótunum 2000. Mælingar á íslensku jöklunum gefa til kynna að þeir hafi rýrnað að meðaltali um 8,3 milljarða tonna á ári frá síðustu aldamótum. Það samsvarar því að þeir hafi þynnst sem nemur um einum metra að meðaltali á ári. Jöklar utan stóru ísbreiðanna á heimskautunum rýrnuðu um 6500 milljarða tonna af ís á árunum 2000 til 2023 sem leiddi til 18 mm hækkunar á sjávarborði heimshafanna. Ef fram heldur sem horfir munu margir jöklar hverfa fyrir lok 21. aldar. Afleiðingar hörfandi jökla Við hörfun jökla stækka jökullón og ný myndast, ár skipta um farvegi og rennsli vatnsfalla breytist, landris eykst í nágrenni jökla, fjallshlíðar verða óstöðugar og hætta á skriðuföllum og aurskriðum eykst. Þessar umhverfisbreytingar hafa áhrif á uppbyggingu innviða og skipulag til framtíðar. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á jöklunum og náttúruvá sem kann að skapast, ekki síst vegna þess að jöklarnir og svæðin næst þeim eru vinsælir ferðamannastaðir. Sömuleiðis er orkubúskapur landsins mjög háður afrennsli frá jöklum og mun rýrnun jöklanna hafa veruleg áhrif á vatnsaflsframleiðslu til lengri tíma litið. Á næstu áratugum má búast við auknu afrennsli af þessum sökum sem síðar mun fara minnkandi eftir því sem jöklarnir minnka. Nú er tími til þess að bregðast við Framtíð jökla landsins er mjög háð þróun loftslags og sjávarhita umhverfis Ísland. Útreikningar byggðir á sviðsmyndum um loftslagsbreytingar benda til þess að takist að takmarka hlýnun á 21. öld við 2°C muni rýrnun íslenskra jökla til loka aldarinnar þó verða umtalsverð eða á bilinu 40−50%. Ef hlýnunin verður meiri, verður enn minna eftir af jöklum landsins við lok aldarinnar. Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við alþjóðlegar aðgerðir verður hægt að takmarka hlýnun og á sama tíma draga úr massatapi jökla í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði héðan í frá sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til þess að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni er alþjóðlegur dagur vatns (22. mars) einnig tileinkaður jöklum og varðveislu þeirra. Fyrsti alþjóðadagur jökla Í tilefni þessara alþjóðadaga, jökla og vatns verða haldnir þrír viðburðir föstudaginn 21. mars. Í Grósku verður fundur kl. 10:00 í samstarfi Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans sem ber heitið „Jöklar, orka og vísindi“. Eftir hádegið kl. 14:00 verður haldinn viðburður í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem flutt verða nokkur erindi um jökla og jöklabreytingar og tilkynnt verður um vinningshafa í samkeppni barna og ungmenna um verk tengd jöklum. Að fundinum standa Jöklarannsóknafélags Íslands, Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúruminjasafn Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin. Í beinu framhaldi af fundinum í Veröld verður opnuð kl. 15:30 sýningin „Kynslóðir jökla“ í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Verið öll velkomin. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskólans og stjórnarmaður í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og varaformaður Jöklarannsóknafélags Íslands. Tinna Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f.h. Íslensku vatnafræðinefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jöklar á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel. Rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist Á síðustu áratugum hefur hert á rýrnun jökla um allan heim en mismikið eftir svæðum og er rýrnun jökla á Íslandi með því mesta sem þekkist. Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Íslandi minnkað um 20% að flatarmáli og nú eru tugir lítilla jökla horfnir. Tæplega helmingur rýrnunarinnar hefur átt sér stað frá aldamótunum 2000. Mælingar á íslensku jöklunum gefa til kynna að þeir hafi rýrnað að meðaltali um 8,3 milljarða tonna á ári frá síðustu aldamótum. Það samsvarar því að þeir hafi þynnst sem nemur um einum metra að meðaltali á ári. Jöklar utan stóru ísbreiðanna á heimskautunum rýrnuðu um 6500 milljarða tonna af ís á árunum 2000 til 2023 sem leiddi til 18 mm hækkunar á sjávarborði heimshafanna. Ef fram heldur sem horfir munu margir jöklar hverfa fyrir lok 21. aldar. Afleiðingar hörfandi jökla Við hörfun jökla stækka jökullón og ný myndast, ár skipta um farvegi og rennsli vatnsfalla breytist, landris eykst í nágrenni jökla, fjallshlíðar verða óstöðugar og hætta á skriðuföllum og aurskriðum eykst. Þessar umhverfisbreytingar hafa áhrif á uppbyggingu innviða og skipulag til framtíðar. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fylgjast vel með breytingum á jöklunum og náttúruvá sem kann að skapast, ekki síst vegna þess að jöklarnir og svæðin næst þeim eru vinsælir ferðamannastaðir. Sömuleiðis er orkubúskapur landsins mjög háður afrennsli frá jöklum og mun rýrnun jöklanna hafa veruleg áhrif á vatnsaflsframleiðslu til lengri tíma litið. Á næstu áratugum má búast við auknu afrennsli af þessum sökum sem síðar mun fara minnkandi eftir því sem jöklarnir minnka. Nú er tími til þess að bregðast við Framtíð jökla landsins er mjög háð þróun loftslags og sjávarhita umhverfis Ísland. Útreikningar byggðir á sviðsmyndum um loftslagsbreytingar benda til þess að takist að takmarka hlýnun á 21. öld við 2°C muni rýrnun íslenskra jökla til loka aldarinnar þó verða umtalsverð eða á bilinu 40−50%. Ef hlýnunin verður meiri, verður enn minna eftir af jöklum landsins við lok aldarinnar. Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við alþjóðlegar aðgerðir verður hægt að takmarka hlýnun og á sama tíma draga úr massatapi jökla í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði héðan í frá sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til þess að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni er alþjóðlegur dagur vatns (22. mars) einnig tileinkaður jöklum og varðveislu þeirra. Fyrsti alþjóðadagur jökla Í tilefni þessara alþjóðadaga, jökla og vatns verða haldnir þrír viðburðir föstudaginn 21. mars. Í Grósku verður fundur kl. 10:00 í samstarfi Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans sem ber heitið „Jöklar, orka og vísindi“. Eftir hádegið kl. 14:00 verður haldinn viðburður í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem flutt verða nokkur erindi um jökla og jöklabreytingar og tilkynnt verður um vinningshafa í samkeppni barna og ungmenna um verk tengd jöklum. Að fundinum standa Jöklarannsóknafélags Íslands, Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúruminjasafn Íslands og Íslenska vatnafræðinefndin. Í beinu framhaldi af fundinum í Veröld verður opnuð kl. 15:30 sýningin „Kynslóðir jökla“ í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Verið öll velkomin. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskólans og stjórnarmaður í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands og varaformaður Jöklarannsóknafélags Íslands. Tinna Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Íslands, f.h. Íslensku vatnafræðinefndarinnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun